30.08.2007 19:42

Skóflustungan

  (Myndir, Indriði Karlsson)

24. ágúst kl 18.00 var fyrsta skóflustungan tekin að Hvammstangahöllinni. Um 50 manns mættu á athöfnina. Það var Sigrún sem tók fyrstu skóflustunguna. Á eftir var svo boðið upp á vöfflur og kaffi í félagshúsinu. Á myndunum hér að ofan er Sigrún og Flosi hjá tryllitækinu og á hinni myndinni er stjórn hestamannafélagsins og stjórn Hvammstangahallarinnar. Á myndina vantar Kjartan Sveinsson og Steinbjörn Tryggvason. Á næstu dögum koma fleiri myndir frá athöfninni inn á myndasíðuna.
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1484
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 2681840
Samtals gestir: 95548
Tölur uppfærðar: 28.1.2026 03:49:42