18.10.2007 08:47

Uppskeruhátíð æskulýðsstarfs Þyts

 
Uppskeruhátíð æskulýðsstarfs Þyts verður haldin föstudaginn 2. nóvember nk. í Félagsheimilinu Hvammstanga og hefst hún kl. 17.00.


Við hvetjum alla til að mæta sem hafa verið með okkur á árinu í æskulýðsstarfinu og eiga með okkur skemmtilega stund. Gaman væri ef þið kæmuð með myndir frá árinu.
Einnig ætlum við að eiga létt spjall um áframhaldandi starf og þá verður kannaður áhugi félagsmanna á því hvort eigi að kaupa merkta íþróttagalla og/eða peysur. Sýnishorn verða á staðnum.

                                                                                                                                                   

Flettingar í dag: 312
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 3470
Gestir í gær: 269
Samtals flettingar: 2248241
Samtals gestir: 92161
Tölur uppfærðar: 3.9.2025 02:09:26