26.06.2008 11:49

Knapafundur, áríðandi tilkynning frá mótstjórn LM

Mótsstjórn boðar alla knapa sem þátt taka í Landsmóti á knapafund, nk. sunnudag, 29. júní, kl. 17:00. Áríðandi er að allir knapar mæti en á fundinum verður farið yfir helstu atriði er varða mótið, reglur og tilhögun. Fundurinn verður haldinn í stóra veitingatjaldinu sem nú þegar er risið á Gaddstaðaflötum. Þess má geta að ekki er ólíklegt að tækjakostur LM verði prufukeyrður um þetta leyti þannig að áhugamenn um fótbolta ættu að njóta góðs af því beint eftir að fundi lýkur. 

Mótsstjórn LM 2008
Flettingar í dag: 1874
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 10727
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 1749542
Samtals gestir: 83832
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 04:44:44