06.08.2008 11:22
Bikarmót Norðurlands
Bikarmót Norðurlands 2008 í hestaíþróttum verður haldið við Hringsholt í Svarfaðardal laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. ágúst nk.
Um er að ræða sveitakeppni, þar sem keppt er í öllum helstu greinum hestaíþrótta. Í unglingaflokki er keppt í tölti (2) og fjórgangi (2) og í fullorðinsflokki er keppt í tölti (3), fjórgangi (3), fimmgangi (3), slaktaumatölti (2), gæðingaskeiði (3), og 100 m flugskeiði (3).
Skráningargjald er kr. 35.000.- per/sveit og þarf að greiða áður en keppni hefst.
Dagskrá mun verða send út mjög fljótlega, einnig bendum við á heimasíðuna okkar: www.hringur.de
Skráningarfrestur rennur út þriðjudaginn 12. ágúst kl. 20:00. Skráingar skulu berast í tölvupósti á netfangið: bjarna@dalvik.is Taka þarf fram kennitölu knapa og IS númer hests.
Með von um að sem flestar sveitir sjái sér fært að mæta með gæðinga og gleði í farteskinu!
F. h. Hestamannafélagsins Hrings,
Bjarni Valdimarsson 8622242
Sveinn Torfason 8616907