07.06.2009 17:14

Fjögur kynbótahross til viðbótar komin á FM

Fjögur hross úr V-Húnavatnssýslu komumst inn á Fjórðungsmót til viðbótar á kynbótasýningunni á Blönduósi. Þau eru eftirfarandi:

Sikill frá Sigmundarstöðum var sýndur í flokki 7 vetra stóðhesta og hlaut 8,22 í aðaleinkunn. Fyrir sköpulag fékk Sikill 8,04 (7,5-8,0-8,0-8,0-9,0-7,0-8,0-8,0) og fyrir hæfileika 8,34 (8,5-8,0-8,0-8,0-8,5-8,5-9,0)
Sikill er undan Leik frá Sigmundarstöðum og Sif frá Sigmunarstöðum.
Eigendur eru Gunnar Reynisson og Soffía Reynisdóttir

Líf frá Syðri-Völlum var sýnd í flokki 6 vetra hryssna og hlaut 8,23 í aðaleinkunn. Fyrir sköpulag fékk Líf 8,14 (9-8,5-7,5-8,0-8,5-8,0-7,5-7,5) og fyrir hæfileika 8,29 (8,5-8,0-8,5-8,0-8,5-8,0-7,5)
Líf er undan Núma frá Þóroddsstöðum og Brá frá Sigmundarstöðum.
Ræktandi er Reynir Aðalsteinsson en eigendur eru Reynir Aðalsteinsson, Andersson, Lars.

Fregn frá Vatnshömrum var sýnd í flokki 5 vetra hryssna og hlaut 7,96 í aðaleinkunn. Fyrir sköpulag fékk Fregn 7,94 (7,5-8,0-7,5-7,5-9,0-7,5-8,0-8,0) og fyrir hæfileika 7,97 (7,5-8,0-8,0-8,0-8,5-8,0-7,5)
Fregn er undan Huginn frá Haga I og Gyðju frá Gröf.
Ræktendur eru Hallgrímur S Sveinsson og Sveinn Hallgrímsson en eigandi er Jóhann B Magnússon

Bylting frá Bessastöðum var sýnd í flokki 4 vetra hryssna og hlaut 7,83 í aðaleinkunn. Fyrir sköpulag fékk Bylting 7,98 (7,5-8,0-8,0-8,0-8,0-8,5-8,0-7,5) og fyrir hæfileika 7,73 (8,0-6,0-8,0-8,0-8,0-8,0-7,0).
Bylting er undan Trú frá Auðsholtshjáleigu og Millu frá Árgerði.
Eigendur og ræktendur er Jóhann B Magnússon og Guðný Helga Björnsdóttir


Flettingar í dag: 2220
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1419407
Samtals gestir: 74878
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:02:16