09.06.2009 12:14

Fleiri kynbótahross komin á FM

Birta frá Sauðadalsá var sýnd í flokki 4 vetra hryssna á seinni héraðssýningu á Vesturlandi og hlaut 7,92 í aðaleinkunn. Fyrir sköpulag fékk Birta 8,29 (8-9-8-8,5-8-7,5-8-7,5) og fyrir hæfileika 7,68 (7,5-8,5-5,0-9,0-8,5-8,0-8,5).
Birta er undan Sædyn frá Múla og Brá frá Sauðadalsá
Eigandi og ræktandi er Baldur Heimisson
Sýnandi: Elvar Logi Friðriksson

Kara frá Grafarkoti var sýnd í flokki 4 vetra hryssna á héraðssýningu á Stekkhólma og hlaut í aðaleinkunn 7,91. Fyrir sköpulag fékk Kara 8,33 (8-9-7,5-8,5-8,5-7,5-8-7,5) og fyrir hæfileika 7,63 (8-8-6-7,5-8-8-6,5).
Kara er undan Gamm frá Steinnesi og Klassík frá Grafarkoti.
Eigendur og ræktendur eru Herdís Einarsdóttir og Indriði Karlsson
Sýnandi: Tryggvi Björnsson

Brimkló frá Efri-Fitjum var sýnd í flokki 5 vetra hryssna á vorsýningu kynbótahrossa á Sauðárkróki 24 apríl og fór þar í glæsitölur, hlaut í aðaleinkunn 8,17. Fyrir sköpulag hlaut Brimkló 8,07 (8-8,5-8,5-8-8-8,5-7,5-6,5) og fyrir hæfileika 8,23 (8,5-8-8-8-8,5-8-8).
Brimkló er undan Keili frá Miðsitju og Ballerínu frá Grafarkoti
Eigendur og ræktendur eru Gréta B Karlsdóttir og Gunnar Þorgeirsson
Sýnandi: Tryggvi Björnsson
Flettingar í dag: 2376
Gestir í dag: 94
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1419563
Samtals gestir: 74883
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 16:31:56