02.01.2010 21:38

Þrettándagleðin

Þrettándagleði Þyts

 
Blysför verður farin frá Pakkhúsi KVH

kl. 18:00 miðvikudaginn 6.janúar 2010.

Björgunarsveitin Húnar verða með kyndla og stjörnuljós til sölu áður en gangan hefst.

Álfakóngur, álfadrottning og hirðmeyjar leiða gönguna, fram hjá sjúkrahúsinu, dvalarheimilinu og að reiðhöll félagsins.

Jólasveinar, Grýla og Leppalúði verða með í för.

Söngur, leikir, gleði og gaman.

Eins og oft áður verða kakó, kaffi og vöfflur til sölu

Vonumst til að sjá sem flesta hvort sem það er gangandi eða á hestum.

P.s. ef veðurútlit er slæmt á þrettándanum gæti dagskráin breyst. Það verður þá nánar auglýst á heimsíðu félagsins www.123.is/thytur

 

Ágætu íbúar vinsamlegast skjótið EKKI upp flugeldum á meðan blysför stendur þar sem hross geta auðveldlega fælst og valdið slysum og mikið verður um börn á hestbaki.

Flettingar í dag: 2334
Gestir í dag: 90
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1419521
Samtals gestir: 74879
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 14:11:33