03.01.2010 22:58
Vinnan gengur vonum framar
Þá er þessari RISA vinnuhelgi upp í höll lokið. Frábært að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta. Búið er að bæta við nokkrum myndum inn í myndaalbúmið fyrir þá sem komust ekki. En þetta gengur rosalega vel, um helgina var klárað að tvöfalda gifsið undir stúkunum, unnið var í austari stúkunni og gert allt klárt þannig að hægt er að setja spónarplöturnar á.
Áframhaldandi vinna er á morgun frá kl. 17.00. Upplýsingar hjá Tryggva í síma 660-5825.
takk takk
Stjórn Hvammstangahallarinnar
Fleiri flottar myndir á Hvammstangablogginu og hér í myndaalbúminu á síðunni.
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 1246
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 6167
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 1755081
Samtals gestir: 83914
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 05:34:55