11.01.2010 12:22
Það styttist...
Hægt er að kaupa árskort inn í höllina. Gjald einstaklings er 20.000.- og má greiða inn á 1105-05-403351 kt. 550180-0499. Fyrir aðra en félagsmenn er árgjald einstaklings 25.000.- Síðan verður í boði dagpassi og er verðið fyrir hann 2.000.- Síðan er hægt að leigja höllina í klukkutíma í senn og er höllin þá lokuð og kostar tíminn 5.000.- Panta verður hjá Halldóri Sigfússyni s. 891-6930.
Tveir umsjónarmenn verða til staðar þetta árið, annar sem sér um pantanir á tímum í höllina og að hafa yfirumsjón með korthöfum. Þessi umsjónaraðili er Halldór Sigfússon s. 891-6930. Hinn umsjónaraðilinn mun sjá um almennt viðhald og að fylgjast með að hlutirnir séu í standi á höllinni sjálfri. Ekki er kominn umsjónaraðili í þetta starf og mega áhugasamir hafa samband við Ragnar í síma 869-1727.
Þar sem enginn húsvörður er í húsinu, þurfa notendur að kveikja og slökkva ljós, hreinsa eftir sig í skemmunni og ganga rosalega vel um. Einnig þegar stúkurnar verða komnar, þurfa umsjónaraðilar hverrar viku að sjá um að þær séu í góðu standi. Korthafar þurfa að sjá um að opna húsið og loka því einhvern tímann á tímabilinu. Tímabilinu verður skipt á milli korthafa og kemur í ljós hvað það kaupa margir kort hversu marga daga hver korthafi þarf að sjá um höllina.
Ef skipulögð dagskrá eins og mót eða sýningar eru í reiðhöllinni þá getur þessi tími minnkað sem korthafar hafa fyrir sig.
Reykingar eru bannaðar og lausir hundar eru ekki leyfðir í Reiðhöllinni - vinsamlega takið tillit til þess.
Heimasíða reiðhallarinnar er http://hvammstangahollin.bloggar.is/
Hér má síðan sjá dagskrá vetrarins