22.11.2010 20:49
Efni Æskulýðsnefndarfundarins
Fundur um vetrarstarfið hjá
Æskulýðsnefnd Þyts
í Hvammstangahöllinni
fimmtudaginn 25. nóvember kl. 20:00
Mjög áríðandi er að þau börn og unglingar, sem ætla að vera með í sýningum, reiðþjálfun eða knapamerki í vetur mæti með foreldrum eða forráðamönnum. Við þurfum að vita hver þátttakan er til að skipuleggja starfið.
Mjög áríðandi er að þið tilkynnið strax á hverju þið hafið áhuga, því ekki er víst að hægt sé að bæta í hópana eftir að skráningu líkur.
Eins ef lítil þátttaka er munu námsskeið falla niður.
Það sem í boði verður er:
Reiðnámskeið fyrir byrjendur, reiðnámskeið fyrir lengra komna, Knapamerki 1, Knapamerki 2, reiðhallarsýningar, hestafimleikar, eru óskir um annað?.
Hvetjum alla krakka sem vilja byrja í starfinu, en eru ekki í Þyt, að mæta með foreldri eða forráðamann með sér.
Þeir sem ekki geta mætt á fundinn þurfa að hafa samband við einhvern í nefndinni eða í tölvupósti thyturaeska@gmail.com
Vonumst til að sjá sem flesta, nýir félagar velkomnir.
Kveðja
Æskulýðsnefnd Þyts
Gréta Karls., Lillý, Alla Einars., Sigrún Eva, Írena, Guðný og Þórdís Ben.
ATHUGIÐ!!! Sérstakur fundur verður auglýstur til að fjalla um hestafimleikana. Þessi fundur er því ekki um skipulag hestafimleikanna.