04.02.2011 13:31

Ís-landsmót 2011



Líkt og undanfarin ár verður haldið Ís-landsmót á Svínavatni en það hefur notið vaxandi vinsælda meðal hestamanna og koma margir um langan veg til að taka þátt. Mótið mun fara fram laugardaginn 5. mars næstkomandi.

Keppt verður í A og B flokki og opnum flokki í tölti. Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar um mótið birtar í hestanetmiðlum og á heimasíðu mótsins.  

Flettingar í dag: 1776
Gestir í dag: 105
Flettingar í gær: 2937
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 2240943
Samtals gestir: 91826
Tölur uppfærðar: 1.9.2025 05:37:31