22.10.2011 10:27

Uppskeruhátíð barna og unglinga



Á laugardaginn kemur 29. október kl. 13:00 verður Uppskeruhátíð barna- og unglinga haldin í Félagsheimilinu Ásbyrgi.

Viljum við hvetja börn og unglinga sem voru með okkur á námskeiðum, sýningum, leikjum og keppnum síðasta vetur og sumar að koma með foreldra sína og gleðjast með okkur.

Það verða veittar viðurkenningar, farið yfir starfsemi síðasta árs og kynnt starfsemi komandi vetrar.
Já og svo verða auðvitað kræsingar á boðstólum.

Hlökkum til að sjá ykkur
Æskulýðsnefnd Þyts
Flettingar í dag: 1114
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 1788
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 2164418
Samtals gestir: 90424
Tölur uppfærðar: 2.8.2025 16:03:04