02.01.2012 11:56

Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga

Núna eftir áramót ætlar Æskulýðsnefnd Þyts að bjóða upp á reiðnámskeið hjá Fanneyju Dögg. Við leggjum upp með tvo hópa meira vana og minna vana. Það ræðst af þátttöku og getu þátttakenda hvernig námskeiðin verða sett upp, en þau verða 10 tíma og byrja í vikunni 16.-20. janúar. Annar hópurinn verður kl. 16:50 á mánudögum og hinn kl. 15:30 á miðvikudögum. Ef þátttaka verður mjög mikil þarf að hafa fleiri en tvo hópa. Ef þátttaka verður mjög lítil þá getum við kannski ekki haft tvo hópa. Verðið ræðst einnig af þátttökunni. Skráningu þarf að vera lokið fyrir 7. janúar í netfangið thyturaeska@gmail.com

Knapamerkjanámskeiðin hjá krökkunum halda áfram núna eftir áramótin. Bóklega prófið er búið og komu þau öll mjög vel út úr því.
Verkleg kennsla í Knapamerki 2 verður á mánudögum kl. 15:30. Stendur frá 9. janúar til 16. apríl. Próf 20. apríl.
Verkleg kennsla í Knapamerki 1 verður á mánudögum og þriðjudögum tveir hópar. Annar hópurinn er á mánudögum kl. 14:30 og hinn á þriðjudögum kl. 15:30. Fanney raðar í hópana. Byrjar 17. jan. og búið 17. apríl. Próf 20. apríl.

Svo halda hestafimleikarnir líka áfram núna eftir áramótin. Þeir verða í reiðhöllinni á fimmtudögum, byrja 12. janúar. Irena og Katrin auglýsa það betur.



Sjáumst svo hress og kát á þrettándanum.
Æskulýðsnefnd Þyts
Flettingar í dag: 888
Gestir í dag: 99
Flettingar í gær: 384
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 1421183
Samtals gestir: 75037
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 08:54:47