03.01.2012 23:01

Reiðnámskeið

Fyrirhugað er að halda reiðnámskeið fyrir hinn almenna reiðmann dagana 14. og 15. janúar 2012 í Þytsheimum. Farið verður yfir grunnatriði í sambandi við þjálfun reiðhestsins, ábendingar og ásetu knapa. 
Hugsunin er að hafa regluleg námskeið í vetur þar sem nemendur fá góðar þjálfunarhugmyndir og geta bætt færni sína sem knapar.

Mæta skal með taminn hest. Námskeiðið hefst kl. 10 laugardaginn 14. janúar á bóklegum tíma í félagshúsi Þyts. Nánari tímasetningar ráðast af skráningu.

Kennari er Fanney Dögg Indriðadóttir. Verð: 10.000 kr.

Skráning á thytur@hotmail.com í síðasta lagi miðvikudaginn 11.janúar.




Flettingar í dag: 5489
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 6167
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 1759324
Samtals gestir: 83931
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 22:54:58