04.01.2012 20:46
Hvað er að frétta Magnús?
Ári frá Melaleiti 4 vetra hestur.
Það er alltaf gaman að fá fréttir og spjalla við Magnús á Stóru-Ásgeirsá. Það er nóg að gera hjá bóndanum, hann er með um 300 skjátur og núna er hann inni með 15 frumtamningarhross. Maggi segir að það sé alltaf gaman að frumtemja og finnst honum þetta spennandi og skemmtilegur tími þó það geti verið kalt og norðanáttin sé í mjög góðum fíling, en þá segir Maggi ráðið við því að skella sér í þjóðbúning okkar Íslendinga sem eru jú gömlu góðu síðbrækurnar.
Hópurinn sem er inni núna lítur nokkuð vel út, þessi hross sem eru í frumtamningu eru undan Geisla f. Sælukoti, Hávarði f. Seljabrekku, Þeyr f. Holdsmúla, Huginn f. Haga, Seið f. Flugumýri, Daða f. Stóru-Ásgeirsá, Tývari f. Kjartansstöðum, Ágústínusi f.Melaleiti og Þengli f. Kjarri. Magnúsi finnst þetta allt nokkuð efnileg tryppi og ekkert svona eitt sem er hægt að taka frá og tala um að sé efnilegast, þau líta bara öll ágætlega vel út þangað til annað kemur í ljós.
En Magnús er ekki bara með frumtamingartryppi inni heldur er hann aðeins byrjaður að koma hrossunum sem eru kominn lengra í form, sem má kalla keppnishross eða sem er stemmt með á kynbótabrautina, elsta hrossið sem er inni hjá Magnúsi núna er sjö vetra þannig að hann er ekki með neitt gamalreynda hesta inni en spennandi og bara skemmtilegt verkefni framundan segir Magnús um stóðið sem er inni. En Magnús er ekki einn að temja, í vetur verða hann og Rannveig tvö að temja Stóru-Ásgeirsá, svo verða krakkarnir Arnar og Erla Rán að hjálpa til líka.
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 2032
Gestir í dag: 87
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1419219
Samtals gestir: 74876
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 12:19:55