14.01.2012 20:10
Garðar Hannesson níræður í dag
Heiðursfélaginn okkar Garðar Hannesson er níræður í dag. Á myndinni hér að ofan má sjá þau hjónin, Fjólu Eggertsdóttur 89 ára og Garðar níræður, glæsileg hjón. Garðar hélt upp á daginn með því að taka á móti gestum í félagsheimilinu á Hvammstanga. Nokkrir Þytsfélagar heiðruðu Garðar með hópreið frá hesthúsahverfinu niður að félagsheimili þar sem hann og Fjóla tóku á móti þeim. Hér fyrir neðan og inn í myndaalbúmi má sjá nokkrar myndir frá deginum.
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 463
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1447
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 2429393
Samtals gestir: 93716
Tölur uppfærðar: 23.10.2025 02:51:10