17.04.2012 08:47

Nú er allt að gerast!

 

Undirbúningur fyrir 20. Landsmót hestamanna er nú í fullum gangi en allt stefnir í að mótið verði hið glæsilegasta og að vel verði hægt að gera við gesti í sjón og leik. Nú hefur dagskrá keppnis- og sýningarhluta mótsins verið birt.

Áhugasamir geta því farið að skipuleggja dagana í brekkunni og merkja við þá dagskrárliði sem helst freista þeirra en allir sannir hestaáhugamenn ættu að finna eitthvað fyrir sinn snúð í dagskránni. Að venju er einnig hressandi skemmtidagskrá á mótinu og munu nánari upplýsingar um hana birtast á næstu dögum.

 

Þá viljum við einnig minna á að forsala aðgöngumiða er til 15.maí og það er því ekki seinna vænna að tryggja sér miða á góðu verði.

 

Skelltu þér á miða:

www.midasala.landsmot.is

 

Merktu við þitt uppáhald í dagskránni:

http://www.landsmot.is/static/files/Dagskra/Dagskra2012_islenska-.pdf

Flettingar í dag: 1476
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 643
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 1906330
Samtals gestir: 87571
Tölur uppfærðar: 18.5.2025 07:06:14