02.07.2012 19:56
Skemmtilegu landsmóti í Reykjavík lokið.

Þá er Landsmóti í Reykjavík lokið. Eftir fréttina sem sett var inn á síðuna á þriðjudegi á meðan á mótinu stóð átti Tryggvi eftir að fara í milliriðla á fimmtudeginum og endaði hann í 17. sæti með einkunnina 8,46 og því mjög stutt frá úrslitum.

Tveir Þytsfélagar kepptu í úrslitum í B-flokki, Helga Una Björnsdóttir og Möller frá Blesastöðum (kepptu fyrir Smára) komust í B-úrslti í B-flokki og enduðu þau í 15. sæti með einkunnina 8,53.

Af Þytsfélögunum gekk best í gæðingakeppnninni þeim Ísólfi Þórissyni og Freyði frá Leysingastöðum II (kepptu fyrir Neista) en þeir komust beint inn í A-úrslit og enduðu í sjötta sæti með einkunnina 8,70.
Innilega til hamingju með árangurinn á mótinu kæru félagar !!!!

FLOTTIR ÞYTSFÉLAGAR Á LEIÐ Í HÓPREIÐINA.

FLOTTIR ÞYTSFÉLAGAR Á LEIÐ Í HÓPREIÐINA.
Fleiri myndir frá Landsmótinu komnar í myndaalbúmið hér á síðunni og flestar teknar af Vigdísi ;)
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 681
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1447
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 2429611
Samtals gestir: 93716
Tölur uppfærðar: 23.10.2025 05:27:42