04.01.2013 19:38
Járninganámskeið!
Járninganámskeið fyrir jafnt byrjendur sem lengra komna verður haldið helgina 11.-13.janúar 2013, ef næg þáttaka fæst.
Kennari: Kristján E. Gíslason járningameistari.
Námskeiðið hefst með fyrirlestri á föstudagskvöldinu, kl.20 í kaffistofu Þytsheima. Verkleg kennsla fer svo fram á laugardegi og sunnudegi, gert er ráð fyrir 2.klst á mann í verklegu. Einnig mun hann vera með sýnikennslu/kynningu á heitjárningum.
Þáttakendur mæta með sinn hest, en einnig verða lappir í boði fyrir byrjendur og þá sem það vilja. Skeifur og fjaðrir eru innifaldar.
Verð: 22.000kr.
Skráning og/eða nánari upplýsingar hjá Öldu í síma: 847 8842 og hjá Maríönnu í síma: 896 3130 eða á netfangið mareva@simnet.is fyrir miðvikudaginn 9.janúar.
Fræðslunefnd Þyts