07.05.2013 22:43

Hestaferð í sumar !!!


Nokkrir hafa haft samband og hafa áhuga á að fara ríðandi á Fjórðungsmót. Ef það eru fleiri sem hafa áhuga endilega hafið samband sem fyrst eða fyrir 15. maí því fljótlega þarf að halda fund til að skipuleggja, panta gistingu og fleira.

Eldri frétt hér að neðan:

Undanfarið hefur verið umræða um hvort koma eigi aftur af stað sameiginlegum hestaferðum undir formerkjum félagsins.
Upp hefur komið sú hugmynd að efnt verði til slíkrar ferðar í sumar og er stefnan sett á að fara ríðandi á Fjórðungsmót á Kaldármelum. Ferðin tekur um 4 daga hvor leið og verður þá sameiginleg gisting og matur.
Áður en farið verður af stað í skipulagningu langar okkur til að kanna áhuga fyrir ferðinni.

Ef þú/þið hafið áhuga á að taka þátt vinsamlegast komið áhuga á framfæri eftir neðangreindum boðleiðum:

Dóri ( dorifusa@gmail.com )

Sigga ( S: 847-2684 )

 

Stjórn Þyts

Flettingar í dag: 1316
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 10727
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 1748984
Samtals gestir: 83828
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 04:23:44