23.09.2013 09:31
Kennarar fyrir æskulýðsstarf Þyts í vetur.
Nú er verið að skipuleggja vetrarstarfið hjá æskulýðsnefnd Þyts. Það er ljóst að við verðum með kennslu í Knapamerki 3 en okkur vantar fleiri þátttakendur til að geta haft Knapamerki 1 og 2. Einnig stefnum við að því að vera með reiðnámskeið fyrir alla aldurshópa. Mjög gott væri að áhugasamir sendu okkur tölvupóst á thyturaeska@gmail.com og tilgreindu hvernig námskeið þeir vildu helst fá, þannig að við getum skipulagt starfið eins og hentar flestum.
Við erum svo heppin hér í félaginu að hafa mikið af reiðkennurum. Nú langar okkur að fá tilboð frá þeim reiðkennurum sem hafa tök á að aðstoða okkur við æskulýðsstarfið, bæði hvað varðar hugmyndir um hvað er hægt að gera fyrir alla aldurshópa í æskulýðsstarfinu og svo fyrir Knapamerki 3 og hugsanlega Knapamerki 1 ef næg þátttaka fæst þar. Endilega hafið samband við Guðnýju í síma 893 7981 eða sendið tölvupóst á thyturaeska@gmail.com.