25.09.2013 09:06

Stóðrétt og stóðsmölun í Víðidal



Það styttist í eina stærstu stóðrétt landsins en föstudaginn 4. október n.k. verður stóði af Víðidalstunguheiði smalað til byggða. Það er mögnuð sjón að sjá stóðið renna heim í sveitina síðdegis á föstudeginum og eru allir velkomnir að upplifa þessa stemmningu með heimamönnum.

Kaffisala verður í skemmunni á Kolugili milli kl 14 og 17.
Í réttarskúrnum er svo hægt að fá kjötsúpu frá kl 17.Kl. 20:30 verður opið hús í reiðhöllinni á Gauksmýri en þar er verið að vígja nýja aðstöðu.Réttarstörf hefjast svo kl. 10 laugardaginn 5. október þegar stóðið verður rekið er til réttar. Í Víðidalstungurétt má jafnan sjá fjölda efnilegra unghrossa.

Í réttinni á laugardaginn verður uppboð á gæðingsefnum og happdrætti þar sem 1. vinningur er folald. Miði í happdrættinu fæst með því að versla veitingar í réttarskúrnum.

Bændur á Stóru Ásgeirsá bjóða gesti velkomna í hesthúsið milli kl. 15 og 17 á laugardag.

Réttardansleikur í Víðihlíð verður svo á laugardagskvöld.

Flettingar í dag: 1286
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1418473
Samtals gestir: 74871
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:50:38