10.04.2014 10:17

Grunnskólamót á Hvammstanga

Þriðjudaginn 15. apríl 2014 kl. 18:00 verður haldið Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra í Þytsheimum á Hvammstanga. Sjá nánar reglur mótanna neðar í þessari frétt.

Keppnisgreinar eru eftirfarandi:

Fyrir krakka í 1.-3. bekk er keppt í fegurðarreið. Riðnir tveir hringir á frjálsum gangi.

Fyrir krakka í 4.-7. bekk er keppt í tölti. Riðinn einn hringur á hægu tölti, snúið við og riðinn einn hringur á frjálsum hraða.

Fyrir krakka í 8.-10. bekk er keppt í tölti. Riðinn einn hringur á hægu tölti, snúið við og riðinn einn hringur með hraðabreytingum og einn hringur á fegurðartölti.

Því miður er ekki hægt að keppa í skeiði vegna aðstæðna utan við höllina.

Skrá þarf í netfangið thyturaeska@gmail.com fyrir sunnudagskvöldið 13. apríl n.k. Koma þarf fram nafn knapa, bekkur, skóli, nafn hests og uppruni, aldur og litur hests og upp á hvora hönd knapinn vill ríða. Skráningargjald er 1.000 kr. fyrir fyrstu skráningu, 500 kr. fyrir næstu.

 

Grunnskólamótsreglur
Mótið er hugsað til að efla áhuga á hestaíþróttinni og gefa sem flestum kost á því að taka þátt. Keppt er eftir venjulegum hestaíþróttareglum og dæmt í samræmi við þær, keppni skal stjórnað af þul. Keppendur skulu hneigja sig í upphafi og lok keppni og hlíta fyrirmælum þular í hvívetna. Allir grunnskólanemar á Norðurlandi vestra eiga þátttökurétt.

1.    Mótið heitir Grunnskólamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra.
2.    Keppnisgreinar eru:
?        Fegurðarreið      1. – 3. bekkur.  Þar eru riðnir 2 hringir og látið fara fallega dæmt skal eftir stjórnun og þokka. 2 – 3 keppendur inná í einu.
?        Tvígangur 4. – 7. bekkur.  Riðnir tveir hringir á annað hvort brokki eða tölti og fet ½ hringur.  Áseta og stjórnun dæmd.
?        Þrígangur            4. – 7. bekkur.  Riðið einn hringur brokk, einn hringur tölt og fet ½ hringur.  Áseta og stjórnun dæmd.
?       Fjórgangur          8. – 10. bekkur.  Venjuleg íþróttakeppni, riðnir fjórir og hálfur hringur.  Einn hringur hægt tölt, einn hringur yfirferðar tölt,  ½ hringur fet , einn hringur brokk og einn hringur stökk.
?        Þrautabraut         1. – 3. bekkur.  Áseta, stjórnun og færni  dæmd.  Engin tímataka. Hringurinn 3 metrar í þvermál.
?        Smali                   4. – 7. og 8 .- 10. bekkur.  Smalabrautin skal vera skýr og hættulaus og forðast skal allan óþarfa glannaskap.  Keppt skal eftir tíma og skal bæta 4 sekúndum við tíma fyrir hverja keilu sem felld er eða sleppt.  Ef sleppt er hliði bætast  2×4  sekúndur við.  Gult spjald er jafnt og 10 sekúndur og má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu. Bannað er að fara á stökki yfir pallinn
?       Tölt                       4. – 7. bekkur.  Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðin frjáls ferð einn hringur, samtals tveir hringir .
?       Tölt                       8. – 10. bekkur.   Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðið tölt með hraðabreytingum á langhliðum einn hringur og fegurðarreið einn hringur, samtals þrír hringir .
?       Skeið                   8. – 10. bekkur mega keppa í skeiði og skal tímataka vera samkvæmt venju á hverjum stað.  Fara skal 2 spretti og betri tíminn gildir.
    - - -    Keppni í skeiði er með fyrirvara um veður og aðstæður á hverjum stað.
?       Gult spjald má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.

3.    Keppandi má koma með hest hvaðan sem er, hesturinn/hesteigandi þarf ekki að vera í hestamannafélagi viðkomandi skólahverfis.
4.    Heimilt er að sami hestur sé skráður í 2  greinar.
5.    Foreldrar mega ekki vera inn á keppnisvellinum meðan á keppni stendur
6.    Keppendur í  tví- og þrígangi í 4. – 7. bekk,  verða að velja annað hvort tvígang eða þrígang að keppa í.  Óheimilt að sami keppandi keppi í báðum greinum.
7.    Í tölti, tví-, þrí- og fjórgangi mega keppendur keppa á fleiri en einum hesti, en í úrslitum verður einungis einn hestur frá hverjum knapa.
8.    Ef tveir eru jafnir í 5. og 6. sæti skulu báðir mæta í úrslit og verðlauna bæði sætin sem 5. sæti.
9.    Járningar, 10 mm skeifur og 250 gr. hlífar eða 8 mm og botnar.
10.  Í smala er ekki leyft að ríða við stangir, annars gilda almennar íþróttakeppnisreglur.
11.  Í Tölti 4. – 7. og 8. – 10. bekk og Fjórgangi 8. – 10. bekk skulu riðin B og A úrslit ef keppendur eru fleiri en 16

Stig:
Stigatafla fyrir alla greinar nema skeið,
Ef allir keppendur í úrslitum eru frá sama skóla  fær skólinn einungis stig fyrir efsta sætið, síðan næsti skóli inn í úrslit og svo framvegis.
1. sæti            gefur 10 stig til viðkomandi skóla
2. sæti            gefur  8 stig
3. sæti            gefur  7 stig
4. sæti            gefur  6 stig
5. sæti            gefur  5 stig.

Stigatafla fyrir skeið, öll stigin geta farið á sama skóla, þetta er aukabúgrein.
1. sæti            gefur  5 stig
2. sæti            gefur  4 stig
3. sæti            gefur  3 stig
4. sæti            gefur  2 stig
5. sæti            gefur  1 stig.

Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 2960
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 1552472
Samtals gestir: 79544
Tölur uppfærðar: 29.1.2025 00:13:06