24.06.2014 09:34

Styttist í LM

Vegna mikils fjölda kynbótahrossa hefur verið ákveðið að hefja dóma kynbótahrossa á sunnudaginn, en upphafleg dagskrá gerði ráð fyrir því að dagskrá hefðist með dómu elstu hryssna á mánudaginn.

Alls náðu rétt tæp 290 hross lágmörkum inn á mót en það er metfjöldi. Mestur hefur fjöldinn verið um 250 hross. Þetta er útkoma vorsýninganna þrátt fyrir að um 300 færri hross mættu til dóms í vor samanborðið við vorið fyrir Landsmótið í Reykjavík.

Þessi breyting er gerð til þess að halda dagskrá en á sunnudaginn verða dómar hryssna 7 vetra og eldri auk nokkurra 6 vetra hryssna.

Dagskránna má sjá Hér

Flettingar í dag: 1019
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 3877
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 2232536
Samtals gestir: 91578
Tölur uppfærðar: 30.8.2025 03:16:26