07.11.2016 16:26
Ræktunarbú ársins og efstu kynbótahross 2016
Karri frá Gauksmýri - hæst dæmdi stóðhesturinn |
29. október sl. var uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Þyts og Hrossaræktarsamtaka V-Hún haldin. Þetta var metár í árangri hjá ræktendum á svæðinu. Alls voru 46 hross sýnd í fullnaðardóm á árinu, meðaleinkunn aðaleinkunnar þeirra var 8,04.
Alls fóru 31 hross yfir 8 í aðaleinkunn og það voru 14 bú sem áttu hross í fyrstu verðlaunum á árinu.
Í ár voru 7 bú tilnefnd, Bessastaðir, Efri-Fitjar, Efri-Þverá, Gauksmýri, Grafarkot, Lækjamót og Síða. Og ræktunarbú ársins var Bessastaðir.
Hér fyrir neðan má sjá efstu þrjú hross í hverjum flokki.
4 vetra hryssur
1. Ísey frá Lækjamóti sk. 8,50 hæfil. 7,68 a.e. 8,01
2. Flikka frá Höfðabakka sk. 8,09 hæfil. 7,73 a.e. 7,87
3. Trú frá Lækjamóti sk. 8,31 hæfil. 7,37 a.e. 7,75
5 vetra hryssur
1. Heba frá Grafarkoti sk. 8,24 hæfil. 8,20 a.e. 8,22
2. Eva frá Grafarkoti sk. 8,31 hæfil. 8,16 a.e. 8,22
3. Fröken frá Bessastöðum sk. 8,41 hæfil. 8 a.e. 8,16
6 vetra hryssur
1. Snilld frá Syðri-Völlum sk. 8,29 hæfil. 8,48 a.e. 8,41
2. Ósvör frá Lækjamóti sk. 8,26 hæfil. 8,13 a.e. 8,18
3. Snælda frá Syðra-Kolugili sk. 8,04 hæfil. 8,27 a.e. 8,18
7 vetra hryssur
1. Táta frá Grafarkoti sk. 8,31 hæfil. 8,23 a.e. 8,26
2. Gríma frá Efri-Fitjum sk. 8,16 hæfil. 8,23 a.e. 8,20
3. Þruma frá Efri-Þverá sk. 8,01 hæfil. 8,26 a.e. 8,16
4 vetra stóðhestar
1. Frami frá Efri-Þverá sk. 8,06 hæfil. 7,95 a.e. 8,00
5 vetra stóðhestar
1. Mjölnir frá Bessastöðum sk. 8,08 hæfil. 8,39 a.e. 8,27
2. Bragi frá Efri-Þverá sk. 8,06 hæfil. 8,17 a.e. 8,13
3. Svaðilfari frá Gauksmýri sk. 8,13 hæfil. 7,73 a.e. 7,89
6 vetra stóðhestar
1. Lómur frá Hrísum sk. 8,37 hæfi. 8,21 a.e. 8,28
2. Bastían frá Þóreyjarnúpi sk. 8,09 hæfil. 8,35 a.e. 8,24
3. Eldur frá Bjarghúsum sk. 8,36 hæfil. 7,95 a.e. 8,11
7 vetra stóðhestar
1. Karri frá Gauksmýri sk. 8,41 hæfil. 8,76 a.e. 8,62
2. Bassi frá Efri-Fitjum sk. 8,41 hæfil. 8,70 a.e. 8,59
3. Brimnir frá Efri-Fitjum sk. 8,43 hæfil. 8,48 a.e. 8,46
Hæst dæmda hryssan
Snilld frá Syðri-Völlum F. Kraftur frá Efri-Þverá M. Rakel frá Sigmundarstöðum a.e. 8,41
Hæst dæmdi stóðhesturinn
Karri frá Gauksmýri F. Álfur frá Selfossi M. Svikamylla frá Gauksmýri a.e. 8,62