23.05.2017 10:42
Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir FM 2017
Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir FM 2017, verður haldið á Kirkjuhvammsvelli 10. júní nk
Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:
A-flokk gæðinga
B-flokk gæðinga
C- flokk gæðinga (bls 45 í reglunum og í Sportfeng er það undir annað, minna vanir)
Ungmenni (18-21 árs á keppnisárinu)
Unglingar (14-17 ára á keppnisárinu)
Börn (10-13 ára á keppnisárinu)
Skeið 100m
Pollar (9 ára og yngri á árinu)
Skráningar skuli berast fyrir miðnætti þriðjudaginn 6. júní inn á skráningakerfi Sportfengs http://skraning.sportfengur.com/ Mótanefnd áskilar sér rétt til að fella niður flokka ef ekki næst næg þáttaka. Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 3.500 kr. Fyrir börn og unglinga 1.500 kr. Í skeiði er skráningargjaldið 1500 kr á hest. Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst.
Vinsamlegast veitið því athygli að í gæðingakeppni þarf hesturinn að vera í eigu Þytsfélaga. Varðandi úrtökumót verður eigandi hests að vera skuldlaus við félagið. Sá sem skuldar árgjald frá fyrra ári hefur ekki keppnisrétt á mótum sem félagið er aðili að. Keppendur eru beðnir að skoða vel reglur LH sem gilda um þátttöku í gæðingakeppni, http://www.lhhestar.is/././lh_logogreglur_28032017_prent.pdf
Hlökkum til að sjá sem flesta, nánar auglýst þegar nær dregur.
Mótanefnd