07.01.2018 21:19
Reiðkennsla æskulýðsstarfsins
![]() |
Reiðkennsla 2018 hjá æskulýðsstarfinu er að fara í gang. Kennslan verður á þriðjudögum í vetur
Byrjar þriðjudaginn 16. Janúar.
16:30 – 17:15 – Reiðþjálfun (tveir kennarar)
Hópur 1 Jakob, Hafþór, Benni og Valdís Freyja
Hópur 2 Tryggvi Niels, Tinna Kristín, Svava, Jólín og Linda Fanney.
17:15 – 18:15 – Knapamerki 2 & 3: Freyja Ebba, Fríða Rós, Margrét Jóna og Rakel Gígja
þessi tími er klukkutími, kennt saman í hóp - eða tvistar saman að þjálfa og þristar í sínum æfingum, einnig þegar líður á verður einn með verkefnið í einu þar sem við æfum prógrömmin.
18:15-18:55 Keppnisþjálfun: Dagbjört og Rökkvi
Haldið verður Trec helgarnámskeið fyrir börn og fullorðna 3-4. febrúar helgina fyrir Trecmótið í Húnvetnsku liðakeppnina. Þannig að ef þig langar að spreyta þig í skemmtilegri keppnisgrein, þá er um að gera að skella sér á spennandi námskeið fyrir mótið. TREC er spennandi grein sem er að byrja að ryðja sér til rúms hér á landi. Greinin er skemmtileg, spennandi og hestvæn og byggir á almennri hestamennsku. Mikil fjölbreytni einkennir TREC og ekki síst traustið milli manns og hests, í rauninni hestaleikur. Keppni í TREC samanstendur af þremur þáttum og miðar að því að finna sterkasta parið út úr þessum þáttum í lokin. Auðvelt er að vera með einhverja af þessum þáttum eða alla saman eftir aðstæðum og tíma.
Þau börn sem þegar eru búin að skrá sig eru: Arnar, Erla, Rakel Gígja, Indriði Rökkvi, Dagbjört Jóna og Linda Fanney.
Og komnir nokkrir fullorðnir líka.
En opið er fyrir skráningum á netfangið thyturaeska@gmail.com eða síma 8668768.