30.12.2019 23:08

Skeiðnámskeið


Fræðslunefnd Þyts auglýsir skeiðnámskeið með Þorsteini Björnssyni, reiðkennara á Hólum.
Námskeiðið verður haldið á þremur kvöldum, föstudagskvöldin 17. janúar, 31. janúar og 14. febrúar 2020 kl. 20:00 í Þytsheimum. 
Fyrsti tíminn (17. janúar) er bóklegur en hinir tveir tímarnir (31. janúar og 14. febrúar) eru verklegir inni í reiðhöll eða úti á velli ef veður leyfir (gert er ráð fyrir að búið verður að laga gólfið í reiðhöllinni fyrir 31. janúar). 
Verklegir tímar eru 40 mínútur, áætlaður fjöldi er 2-3 í einu í tímunum, en mun sá fjöldi ráðast að einhverju leyti af þátttöku. 

Verðið er 6.000 kr fyrir tímann á mann en einnig stendur til boða að mæta einungis í bóklega tímann.
 
Fía tekur á móti skráningum á sofia.b.krantz@gmail.com.
Flettingar í dag: 361
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 2260
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 2048315
Samtals gestir: 89213
Tölur uppfærðar: 3.7.2025 02:29:46