22.03.2022 06:16
Ferð á vegum æskulýðsstarfsins
![]() |
Ferð á vegum hestamannafélagsins Þyts. Þessi ferð er ætluð börnum og unglingum (10 ára og eldri) sem eru iðkendur hjá hestamannafélaginu Þyt. Hestamannafélagið Þytur hyggst efna til ferðar fyrir iðkendur (hestafimleikar/reiðþjálfun 1-2, knapamerki) á aldrinum frá 10 ára, dagana 13-15 apríl. Farið verður að Skáney í Reykholtsdal, gist í tvær nætur og dagarnir notaðir í að vera saman, efla tengsl, fara í leiki, kvöldvökur og reiðtímar. Farið verður af stað eftir hádegi þann 13. apríl og komið heim seinni part 15. apríl. Kostnaður við ferðina pr. haus er 30.000 , Þytur greiðir (23.000) og foreldrar (7.000 kr. að hámarki, lækkar við fjáröflun )
Æskulýðsnefndin mun skipuleggja fjáröflun, flöskusöfnun, kökubasar eða hvað sem æskulýðsnefndinni og foreldrum dettur í hug. Skrá þarf fyrir 1. apríl hjá Ingu Lindu á netfangið kolugil@gmail.com. Farið er fram á að þeir krakkar sem fara í ferðina séu vön að gista að heiman.
Fyrirhuguð er síðan ferð fyrir yngri iðkendur fljótlega í apríl í heimahéraði.