29.04.2022 12:19

Viðburður til minningar um Sigrúnu Þórðardóttur

Sunnudaginn 1. maí kl. 11:00 stendur til að setja upp skilti á reiðhöllina, þ.e.a.s. merkja hana með nafninu Þytsheimar.  Að viðburðinum stendur hópur kvenna sem tengjast Sigrúnu heitinni Þórðardóttur fyrrum formanni.  Hestamannafélagið hvetur félagsmenn til þess að mæta á viðburðinn til þess að heiðra minningu Sigrúnar.  

Eftir afhendingu á skiltinu býður Þytur upp á drykki í kaffistofu reiðhallarinnar og grillaðar verða pylsur.  Eftir pylsuát og drykkju væri svo tilvalið að skella sér í sameiginlegan reiðtúr.  Allir velkomnir.

Flettingar í dag: 254
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 3136
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 2335284
Samtals gestir: 93206
Tölur uppfærðar: 18.9.2025 02:01:36