12.03.2023 17:19

Kynning á öryggisvestum!!!

Kæru hestamenn Í Húnaþingi vestra. 

Brokk.is verður með kynningu á Helite öryggisvestum miðvikudaginn 22. mars milli kl. 17.00 og 18.00 í veitingasal Þytsheimum. Við hvetjum áhugasama að kynna sér öryggisvestin enda er það bylting í öryggismálum hestafólks. Helite öryggisvestin eru ein besta vörn sem völ er á fyrir hestamenn. Innbyggður loftpúði blæs út ef knapi dettur af baki. Háls og bakmeiðsli eru því miður algeng hjá hestamönnum en þessi viðkvæmi hluti líkamans er vel varinn með loftpúða sem þenst út á 0,01 sekúndu. Vestið vegur einungis 600 grömm og hefur engin áhrif á samband knapa og hests. Vesti uppfylla ströngustu öryggiskröfur og eru með CE vottun frá Evrópusambandinu. Kynntu þér málið á https://www.brokk.is

 

Flettingar í dag: 103
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 351
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 1575160
Samtals gestir: 79760
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 05:34:34