28.03.2023 04:48
Lokamót Mótaraðar Þyts 2023
Lokamót í Mótaröð Þyts 2023 verður sunnudaginn 16. apríl nk kl 14.00 í Þytsheimum á Hvammstanga, og verður að vera búið að skrá á miðnætti fimmtudaginn 13. apríl. Skráning verður í gegnum skráningakerfi Sportfengs. Keppt verður í T3 og fimmgangi
Keppt verður í T3 í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki, unglingaflokki og ætlum við að hafa núna þrígang í barnaflokki, sýna þá tölt, brokk og fet (pollaþrígangur í Sportfeng). Einnig verður keppt í fimmgangi opnum flokki Pollar skrá sig einnig til leiks.
Slóðin inn á skráninguna er: Sportfengur og farið undir mót. Skráningargjaldið er 3.500 fyrir fullorðna, 2.000 fyrir unglinga og börn. Skráningargjöld verður að millifæra svo skráning sé tekin gild. Skráning í pollaflokk fer einnig fram í gegnum Sportfeng. Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 4.500 kr.
Skráningargjald skal greiða um leið og skráð er. kt: 550180-0499 Rnr: 0159-15-200343 Senda skal kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com