08.06.2023 08:46
Reiðmaðurinn !!
Nú styttist í 10 júní en þá verður lokað fyrir frekari umsóknir þetta árið í Reiðmanninn. Örfá laus pláss eru á annað og þriðja ár.
Öllum umsóknum verður svarað sem fyrst eftir 10 júní.
![]() |
Nýjung er að Reiðmaðurinn lll er komin með 9 einingar á framhaldsskólastigi.
Reiðmaðurinn l er metinn til 18 eininga og Reiðmaðurinn ll til 19 eininga.
Reiðmaðurinn er nám ætlað fróðleiksfúsum reiðmönnum og áhugafólki um reiðmennsku sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi en ekki síður fyrir þá reiðmenn sem vilja fara í þá vinnu að eflast sem manneskjur.
Nánari upplýsingar er að finna: https://endurmenntun.lbhi.is/reidmadurinn-iii/