05.12.2023 09:38

Félagshesthús Þyts

 

Hestamannafélagið Þytur ætlar að bjóða börnum og unglingum sem ekki hafa  aðgengi að hesti að leigja hest í vetur.   Þetta er tilraunaverkefni hjá okkur og við rennum því blint í sjóinn með hversu margir hefðu áhuga á þessu.  Reikna má með að þeir sem hafi áhuga þurfi að deila hesti og greiða þarf einhvert gjald fyrir hvert skipt sem farið er á bak. Gjaldið verður ekki mikið og þeir sem vilja vera með þurfa líka að taka þátt í umhirðu hestanna.  Umsjónaraðili myndi leiðbeina og hafa yfirumsjón með bæði hestum og knöpum. Byrjum fljótlega eftir áramót.  Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í þessu verkefni eru beðnir um að senda póst til Pálma á netfangið palmiri@ismennt.is  með uppl. um nafn barns eða unglings og aldur og nöfn foreldra.

 

Kveðja stjórn Þyts.

Flettingar í dag: 1019
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 3877
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 2232536
Samtals gestir: 91578
Tölur uppfærðar: 30.8.2025 03:16:26