26.01.2025 15:55

Mótaröð Þyts - fjórgangur, þrígangur og T4

 

Annað mótið í Mótaröð Þyts 2025 verður 8. febrúar og hefst kl 11:00. Skráningu lýkur miðvikudaginn 05.02. 

Keppt verður í V2 í 1., 2. og unglingaflokki. Í V5 í 3. flokki og þrígangi í  barnaflokki. Einnig verður T4  í opnum flokk. ??

Öllu er stjórnað af þul.

Slóðin inn á skráninguna er: Sportfengur og farið undir mót.  Skráningargjaldið er 4.000 fyrir fullorðna, 2.500 fyrir unglinga og börn. Skráningargjöld verður að millifæra svo skráning sé tekin gild. Skráning í pollaflokk fer einnig fram í gegnum Sportfeng. Ef einhver skráir sig eftir að skráningu er lokið er skráningargjaldið 5.000 kr.

Skráningargjald skal greiða um leið og skráð er. kt: 550180-0499 Rnr: 0159-15-200343 Senda skal kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com

Flettingar í dag: 955
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 351
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 1576012
Samtals gestir: 79769
Tölur uppfærðar: 5.2.2025 10:48:22