22.03.2025 09:45
Aðalfundur Þyts
Minnum á að á morgun 23. mars. verður aðalfundur Þyts haldinn, kl. 20:00 í kaffistofu reiðhallar.
Kosið verður um formann og meðstjórnanda. Hvetjum alla til þess að mæta, enginn hefur boðið sig fram til formanns og því mikilvægt að allir mæti.
Dagskrá fundarins.
1. Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
2. Formaður flytur skýrslu stjórnar.
3. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar.
4. Lagabreytingar ef um slíkt er að ræða.
5. Kosningar skv. 4. gr. (Stjórn félagsins skipa 5 menn kjörnir á aðalfundi til tveggja ára í senn. Formaður er kosinn sérstaklega annað árið ásamt einum meðstjórnanda. Þrír meðstjórnendur kosnir hitt árið. Stjórn skiptir að öðru leiti með sér verkum.
Einnig eru kosnir tveir varamenn í stjórn til eins árs, tveir skoðunarmenn til eins árs ásamt 2 varaskoðunarmönnum.)
6. Kosningar á þing USVH og LH þegar við á.
7. Önnur mál.