27.03.2025 09:37

Vegleg gjöf til Þyts

Hestamannafélagið Þytur þakkar frábæru konunum í Nytjamarkaðnum, öðru nafni Gærunum, fyrir að styrkja félagið og Þytsheima með veglegri gjöf. Um er að ræða risasjónvarp í veitingaaðstöðu Þytsheima, sem nýtist m.a. við námskeiðahald, fundi og svo hafa félagsmenn líka mætt og horft saman á beinar útsendingar frá mótum vetrarins. Takk kærlega fyrir okkur.

Meðfylgjandi mynd er frá kynbótanámskeiði um síðustu helgi. Þorvaldur Kristjánsson var fyrirlesari og nýttist sjónvarpið mjög vel í hans fyrirlestri. Um komandi helgi verður knapaþjálfunarnámskeið með Bergrúnu Ingólfsdóttur og mun sjónvarpið örugglega nýtast vel á opnum fyrirlestri annaðkvöld, sem er hluti af námskeiðinu. Jafnframt er mót í vetrarmótaröð Þyts á laugardaginn og mun sjónvarpið örugglega nýtast fyrir þá sem vilja fylgjast með skeiðmóti Meistaradeildar Líflands á sama tíma. 
Enn og aftur takk fyrir okkur.

 
Flettingar í dag: 1444
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 3995
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 2109566
Samtals gestir: 89870
Tölur uppfærðar: 16.7.2025 06:00:32