23.04.2025 08:00

Nýr formaður Þyts

 

Fyrir stuttu var haldinn auka-aðalfundur Þyts þar sem kosinn var nýr formaður félagsins. Er það Ingveldur Linda Gestsdóttir á Kolugili sem kjörin var með lófataki. Fráfarandi formaður eru Pálmi Geir Ríkharðsson, sem verið hefur formaður félagsins í allmörg ár. Vilja félagsmenn færa honum kærar þakkir fyrir gott og óeigingjarnt starf fyrir félagið og óska nýjum formanni velfarnaðar í starfi.

Flettingar í dag: 1150
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 3877
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 2232667
Samtals gestir: 91581
Tölur uppfærðar: 30.8.2025 03:37:41