30.09.2025 17:05

Hestafimleikanámskeið fyrir fullorðna

 

Það er aldrei of seint að byrja í fimleikum.

Námskeið fyrir fullorðna verður haldið laugardaginn 4.okt og 11. okt kl 13.30-14.30 í íþrottahúsinu á Hvammstanga. Þetta verða 60 mínútna léttar og skemmtilegar æfingar sem ALLIR geta gert. Markmiðið okkar er að finna eitthvað fyrir hvern og einn sem er bæði heilsubætandi og sjálfstrausteflandi. Okkur langar að þessi tími bjóði uppá að prófa eitthvað nýtt, skemmta sér og líða betur á eftir! Hugmyndin er sú að hafa þessa 2 tíma í okt. í salnum og svo 2 tíma í nóvember í reiðhöllinni.

Námskeiðið er á vegum Þyts og kostar 8.000 kr fyrir félagsmenn. Skráning hjá Kathrin Schmitt eða hér. ??

Við bætum kannski við aukatímum ef fólk vill koma seinna inn.

Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 3121
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 2418274
Samtals gestir: 93677
Tölur uppfærðar: 20.10.2025 01:02:07