29.01.2026 18:49
Hrímnir og Þytur
![]() |
| Fatamátun og hnakkafræðsla á fimmtudaginn Þytur og Hrímnir bjóða hagstæð verð á fatnaði fyrir alla ! Í samstarfi við hestavöru- og reiðfataframleiðandann Hrímni, bjóðum við upp á að panta sérframleiddan fatnað merktan Þyt. Miðvikudaginn. febrúar bjóðum við upp á mátunardag í félagsheimilinu frá kl. 17 til 19, en þá koma fulltrúar Hrímnis með allar stærðir af fatnaðnum svo hægt sé að velja rétta stærð. Við bjóðum félagsmönnum að greiða aðeins helming við pöntun og restina við afhendingu í maí. Hvetjum við alla félagsmenn að nýta tækifærið til að fá sér vandaðan fatnað á sérkjörum. Við mætum svo öll á Landsmót í sumar vel merkt okkar félagi og styðjum okkar fólk ;-) Að fatamátun lokinni verður boðið uppá súpu / snarl og mun Rúnar frá Hrímni vera með áhugavert fræðsluerindi um hnakka og legu hnakksins með tilliti til byggingu hestsins. Að lokinni fræðslunni verður boðið uppá hnakkamátun í reiðhöllinni og gefst tækifæri til að koma með hesta og fá mælingu á hvaða hnakkurinn hentar best. |
Skrifað af Kolla
Flettingar í dag: 1719
Gestir í dag: 102
Flettingar í gær: 1527
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 2684633
Samtals gestir: 95701
Tölur uppfærðar: 29.1.2026 23:47:08

