Færslur: 2007 Ágúst
30.08.2007 19:52
Íþróttagallar
Gaman að heyra hvað það eru margir sem hafa áhuga á að kaupa merkta galla. VIð erum aðeins búnar að skoða þetta og ein hugmynd um íþróttagalla er Jako galli (sama merki og Kormáksgallarnir). Mjög flottir gallar og liturinn sérstaklega Þytslegur. Fáum bæklinga frá fyrirtækinu á næstu dögum og getum þá vonandi fengið frekari upplýsingar um verð o.fl.
Í sambandi við peysur þá sýnist mér flestir hafa áhuga á þykkri peysu eða jakka, erum ekkert búnar að skoða það. Hestavöruverslanir verða vonandi þræddar um helgina og kannski kemur eitthvað út úr því
Í sambandi við peysur þá sýnist mér flestir hafa áhuga á þykkri peysu eða jakka, erum ekkert búnar að skoða það. Hestavöruverslanir verða vonandi þræddar um helgina og kannski kemur eitthvað út úr því
30.08.2007 19:42
Skóflustungan
(Myndir, Indriði Karlsson)
24. ágúst kl 18.00 var fyrsta skóflustungan tekin að Hvammstangahöllinni. Um 50 manns mættu á athöfnina. Það var Sigrún sem tók fyrstu skóflustunguna. Á eftir var svo boðið upp á vöfflur og kaffi í félagshúsinu. Á myndunum hér að ofan er Sigrún og Flosi hjá tryllitækinu og á hinni myndinni er stjórn hestamannafélagsins og stjórn Hvammstangahallarinnar. Á myndina vantar Kjartan Sveinsson og Steinbjörn Tryggvason. Á næstu dögum koma fleiri myndir frá athöfninni inn á myndasíðuna.
24. ágúst kl 18.00 var fyrsta skóflustungan tekin að Hvammstangahöllinni. Um 50 manns mættu á athöfnina. Það var Sigrún sem tók fyrstu skóflustunguna. Á eftir var svo boðið upp á vöfflur og kaffi í félagshúsinu. Á myndunum hér að ofan er Sigrún og Flosi hjá tryllitækinu og á hinni myndinni er stjórn hestamannafélagsins og stjórn Hvammstangahallarinnar. Á myndina vantar Kjartan Sveinsson og Steinbjörn Tryggvason. Á næstu dögum koma fleiri myndir frá athöfninni inn á myndasíðuna.
23.08.2007 08:32
Félagsbúningar og fl.
Þar sem bæði er Landsmót á næsta ári og bara kominn tími til, viljum við athuga áhuga félagsmanna á því hvort það sé almennur áhugi á því að fjárfesta í merktum íþróttagalla og utanyfirjakka.
Einnig ef það eru einhverjir sem hafa áhuga á að kaupa félagsjakkann okkar endilega látið okkur vita.
Endilega tjáið ykkur í kommentakerfið eða sendið okkur e-mail á kollastella@hotmail.com eða sigridurasa@simnet.is
Einnig ef það eru einhverjir sem hafa áhuga á að kaupa félagsjakkann okkar endilega látið okkur vita.
Endilega tjáið ykkur í kommentakerfið eða sendið okkur e-mail á kollastella@hotmail.com eða sigridurasa@simnet.is
22.08.2007 10:50
Fyrsta skóflustungan
Þá er komið að því að taka fyrstu skóflustunguna að Reiðhöllinni á Hvammstanga sem rísa á norðan við hesthúsahverfið. Athöfnin fer fram föstudaginn 24. ágúst kl. 18.00
Á eftir verður boðið upp á kaffi og vöfflur í félagshúsi Þyts.
Allir velkomnir
Hestamannafélagið Þytur.
Á eftir verður boðið upp á kaffi og vöfflur í félagshúsi Þyts.
Allir velkomnir
Hestamannafélagið Þytur.
- 1
Flettingar í dag: 448
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1417634
Samtals gestir: 74847
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:21:02