Færslur: 2008 Febrúar
22.02.2008 21:02
Minnum á æskulýsfund
Fyrsti fundur vegna sýningaratriða (Blönduós, Æskan og hesturinn) verður í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga laugardaginn 23. febrúar 2008, kl. 10;30 f.h. í fyrramálið.
Vonandi sjáum við sem flesta.
kveðja æskulýðsnefndin
19.02.2008 20:09
Fjórgangsmót Blönduósi
Vegna veðurs og ytri aðstæðna hafa hestamenn í Húnaþingi neyðst til að breyta mótadagskrá sinni fyrir veturinn lítillega.
Fjórgangsmót í Reiðhöllinni Arnargerði sem auglýst hefur verið þann 22. 02.2008 verður þann 29. 02.2008.
Fyrirkomulag og skráning verður auglýst nánar í næstu viku.
Þann 8. Mars verður ísmótið á Svínavatni svo sem auglýst hefur verið.
29. mars verður stórsýning í Reihöllinni Arnargerði.
Önnur mót og mót í apríl verða auglýst nánar þegar nær dregur.
Beðist er velvirðingar á þessum hringlanda en ekkert er við því að gera.
Auglýsendum og fréttamiðlum eru færðar þakkir fyrir skjótar birtingar og góða þjónustu.
Reiðhöllin Arnargerði og Hestamannafélagið Neisti.
19.02.2008 19:35
Meistaradeild Norðurlands - KS deildin
1. Eyrún Ýr Pálsdóttir Glettingur Steinnesi 2. Bjarni Jónasson Komma Garði 3. Ólafur Magnússon Gáski Sveinsstöðum 4. Tryggvi Björnsson Birtingur Múlakoti 5. Þorbjörn H. Matthíasson Nanna Halldórsstöðum 6. Camilla P. Sigurðardóttir Óliver Austurkoti 7. Ísólfur Líndal Skáti Skáney 8. Barbara Wenzl Kjarni Varmalæk 9. Stefán Friðgeirsson Svanur Baldur Litla-Hóli 10. Líney M. Hjálmarsdóttir Máni Hvíteyrum 11. Baldvin A. Guðlaugsson Gerpla Steinnesi 12. Þórarinn Eymundsson Gyðja Hruna 13. Skapti Steinbjörnsson Gloppa Hafsteinsstöðum 14. Sölvi Sigurðsson Óði Blesi Lundi 15. Herdís Einarsdóttir Grettir Grafarkoti 16. Magnús B. Magnússon Punktur Varmalæk 17. Anton Páll Níelsson Auður Hofi 18. Mette Manseth Happadís Stangarholti
Frétt af vef www.eidfaxi.is
18.02.2008 14:57
Reiðnámskeið hjá Ísólfi
Við viljum minna á reiðnámskeiðið sem haldið verður í reiðhöllinni Höfðabakka helgina 23. - 24. febrúar og seinni helgin verður í apríl. Farið verður í rökrétta uppbyggingu reiðhestsins og bætt samskipti manns og hests.
Reiðkennari er Ísólfur Líndal
Skráningarfrestur rennur út fimmtudaginn 21.02. Upplýsingar og skráning i síma 899-1146 eða ifi@simnet.is
17.02.2008 22:27
Reiðþjálfun/námskeið
Þeir sem ætla að vera með í reiðþjálfun/námskeiði verða að skrá sig sem allra fyrst, tekið var við skráningum á fundinum sem haldinn var þann 9. feb. sl. en ekki komust allir á fundinn svo við viljum endilega hvetja alla þá sem hafa áhuga á að komast á námskeið/þjálfun að skrá sig fyrir mánudaginn 25. febrúar 2008.
Tekið verður við skráningum í síma 868-8080 (Aðalheiður).
Æskulýðsnefnd.
Og.....
Ef það eru fleiri sem vilja kaupa Þyts íþróttagalla, þá erum við að taka niður pantanir í síma 863-7786 Kolla eða 868-8080 Aðalheiður. Einnig vil ég minna þá örfáu á sem eiga eftir að greiða fyrir gallana að gera það.
Flíspeysurnar frá Líflandi eru ekki ennþá tilbúnar til mátunar en þær áttu að vera það í lok janúar. Spurning hvað við bíðum lengi í viðbót eftir þeim áður en við förum að leita annað????
Kolla
17.02.2008 16:30
Úrslit töltmótsins
Úrslit fyrsta töltmótsins á Blönduósi má sjá hér að neðan.
1. flokkur
- Helga Una Björnsdóttir og Samba frá Miðhópi 6,33
- Herdís Einarsdóttir og Huldumey frá Grafarkoti 6,17
- Tryggvi Björnsson og Óratoría frá Syðri-Sandhólum 6,17
- Ólafur Magnússon og Eðall frá Orrastöðum 5,83
- Víðir Kristjánsson og Djákni frá Stekkjardal 5,67 vann B-úrslit
2. flokkur
- Þórólfur Óli Aadnegard og Þokki frá Blönduósi 5,67
- Steinbjörn Tryggvason og Spói frá Þorkelshóli 5,33
- Hörður Ríkharðsson og Knár frá Steinnesi 5,17
- Geir Ólafsson og Kall frá Dalvík 5,0
- Ósvald Indriðason og Valur frá Höskuldsstöðum 4,17
Unglingaflokkur
- Harpa Birgisdóttir og Þróttur frá Húsavík 5,67
- Rakel Rún Garðarsdóttir og Lander frá Bergsstöðum 5,50
- Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir og Kremi frá Galtanesi 5,0
- Jónína Lilja Pálmadóttir og Hending frá Sigmundarstöðum 4,67
- Stefán Logi Grímsson og Galdur frá Gilá 4,33
- Fríða Marý Halldórsdóttir og Krapi 4,17
Myndir má sjá á heimasíðu Grafarkots
15.02.2008 12:38
Drög að dagskrá Æskulýðsnefndar Þyts 2008.
Athugið;
Þetta eru aðeins drög að dagskrá æskulýðsnefndar, nánari upplýsingar um tíma og dagsetningar koma síðar.
Einnig geta orðið breytingar á einhverjum liðum í dagskránni.
Febrúar:
Reiðþjálfun/námskeið byrja?
Fyrsti fundur vegna sýningaratriða (Blönduós, Æskan og hesturinn) verður í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga laugardaginn 23. febrúar 2008, kl. 10;30 f.h.
Mars;
Reiðþjálfun/námskeið
Æfingar fyrir sýningar
Áætluð sýning á Blönduósi 29 mars.
Apríl;
Reiðþjálfun/námskeið
Grímuglens fjölskylduskemmtun, grill, leikir ofl.
Æfingar og undirbúningur fyrir Æskan og hesturinn á Sauðárkróki
Maí;
2. - 3. maí - Æskan og hesturinn á Sauðárkróki, sýning 3. maí.
Reiðþjálfun/námskeið.
Sameiginlegur reiðtúr.
Júní;
17. júní hátíðarhöldin og Firmakeppni Þyts
Júlí;
19. og 20. júlí - Æskulýðsmót á Melgerðismelum.
Ágúst;
Unglingalandsmót í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina
Nóvember;
Uppskeruhátíð.
Æskulýðsnefnd.
12.02.2008 20:45
Fyrirlestur
Allir velkomnir
12.02.2008 13:14
Frétt frá LH
Æskulýðsnefnd LH fór yfir þær starfsskýrslur sem borist höfðu frá æskulýðsnefndum hestamannafélaganna, alls 19 skýrslur. Við val á handhafa æskulýðsbikars LH er horft til þess fjölbreytta starfs sem félögin hafa í boði fyrir börn, unglinga og ungmenni í sínu félagi. Ljóst er að mikið og gott starf á sviði æskulýðsmála var unnið hjá þeim félögunum sem sendu inn skýrslur og ánægjulegt að sjá hversu mikill metnaður er í starfinu. Margar skýrslurnar eru faglega unnar og á skilmerkilegan hátt sagt frá því hvað er um að vera í félaginu fyrir æskuna.Valið var erfitt í ár því eins og áður sagði er mikið og fjölbreytt starf í félögunum. Það voru þó 4 skýrslur sem stóðu uppúr að okkar mati. Það voru skýrslur frá hestamannafélögunum Dreyra, Mána, Smára og Þyt. Niðurstaða valsins var sú að Æskulýðsnefnd LH lagði til að hestamannafélagið Máni í Keflavík hlyti Æskulýðsbikar LH fyrir árið 2007 fyrir metnaðarfullt starf og fjölbreytta dagskrá í æskulýðsmálum.
Innilega til hamingju með tilnefninguna æskulýðsnefnd Þyts. Frábært líka að heyra hvað það mættu margir á fundinn á laugardaginn og við sjáum fram á ennþá betra og skemmtilegra starf á þessu ári.
Stjórnin
11.02.2008 21:40
Töltmótið á Blönduósi
Frestaða töltmótið.
Föstudagskvöldið 15. feb. kl. 20:00. verður haldið töltmót í Reiðhöllinni Arnargerði.
Keppt verður í unglingaflokki, áhugamannaflokki og 1. flokki.
Skráningu sé lokið á fimmtudagskvöldið á netfanginu flaga72@simnet .is eða í síma 8679785 eftir kl. 20:00. Staðfesta þarf fyrri skráningar. Fram þarf að koma nafn knapa, nafn hests, litur og aldur og upp á hvora hönd riðið er.
Skráningargjald hjá fullorðnum er kr. 1000 og kr. 500 hjá unglingum.
Áhorfendur athugið að það eru komnir nýir áhorfendapallar.
08.02.2008 08:13
Töltmótinu frestað
Töltmótinu sem fyrirhugað var að halda í Reiðhöllinni í Arnargerði í kvöld 8. febrúar hefur verið frestað vegna slæmrar veðurspár. Fyrirhugað er að halda mótið eftir viku en það verður auglýst nánar síðar
07.02.2008 08:47
Ráðstefna um öryggis- og skipulagsmál hestamanna
Dagskrá ráðstefnunnar:
I: Öryggis- og skipulagsmál
1) Haraldur Þórarinsson formaðu LH:
- Framsöguerindi
2) Ásta M. Ásmundsdóttir formaður Léttis:
- Hvað getum við lært af reynslu hestamannafélagsins Léttis?
3) Halldór Halldórsson formaður reiðvega og skipulagsnefndar LH:
-Kynning á reiðvega- og skipulagsmálum hestamanna.
4) Gunnar Sturluson formaður öryggisnefndar:
- Öryggismál í brennidepli
5) Ragnheiður Davíðsdóttir frá VÍS:
- Öryggismál og forvarnir
6) Umræður
II: Landsmót
1) Jóna Fanney Friðriksdóttir framkvæmdastjóri LM:
- Landsmót 2008 undirbúningur
III: Almennar umræður
Ráðstefnuslit
Hestamenn á Norðurlandi og annarsstaðar fjölmennum! Brýn mál eru hér á dagskrá. Einnig er upplagt að nota tækifærið til þess að ræða við stjórn LH um önnur mál sem okkur liggja á hjarta.
05.02.2008 11:39
Töltmót á Blönduósi
Keppt verður í unglingaflokki, áhugamannaflokki og 1. flokki.
Skráningu sé lokið á fimmtudagskvöldið á netfanginu flaga72@simnet .is eða í síma 8679785 eftir kl. 20:00. Ef skráningu verður ekki komið við má skrá á staðnum. Fram þarf að koma nafn knapa, nafn hests, litur og aldur og upp á hvora hönd riðið er.
Skráningargjald hjá fullorðnum er kr. 1000 og kr. 500 hjá unglingum.
Aðgangseyrir er kr. 600. ATH. nýir áhorfendapallar.
Vetrardagskrá Meistarakeppninnar:
22. Febrúar - Fjórgangur
14.mars - Tölt
11.apríl - Fimmgangur/Tölt unglinga
- 1