Færslur: 2009 Mars

07.03.2009 19:10

Úrslit á Svínavatni

 Sigur og Hans Kjerúlf tvöfaldir Ís-landsmeistarar. Mynd af vef Hestafrétta.is

Um 230 skráningar voru á Ís-landsmótinu í dag á Svínavatni. Mótið tókst mjög vel, veðrið var gott og hestakosturinn frábær.

B - Flokkur Úrslit          
                   
 1 Hans Friðrik Kjerúlf Sigur frá Hólabaki  6v.  sótróður stjörn 8,74       
 2 Árni Björn Pálsson Kjarni frá Auðsholtshjáleigu  6v.  jarpur 8,67       
 3 Lena Zielinski Gola frá Þjórsárbakka  6v.  rauðstjörnótt 8,66       
 4 Jakob Svavar Sigurðsson Kaspar frá Kommu  8v.  rauðglófextur 8,60       
 5 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Frægð frá Auðholtshjáleigu  6v.  móálótt 8,53       
 5 Sigurður Sigurðarson Gerpla frá Steinnesi rauðstj.   8v.  rauðstjörnóttur 8,49       
 7 Sölvi Sigurðarson Glaður frá Grund 8v  rauðglófextur stj 8,43       
 8 Bylgja Gauksdóttir Þöll frá Garðabæ  5v.  bleik 8,31       
    
 A - Flokkur  - Úrslit   
      
 1. Vignir Siggeirsson Ómur frá Hemlu  8v.  rauður 8,82
 2. Jón Pétur Ólafsson Fróði frá Staðartungu  7v.  bleikálóttur 8,54
 3. Sölvi Sigurðarson Seyðir frá Hafsteinsstöðum  8v.  rauður 8,47
 4. Eyjólfur Þorsteinsson Ögri frá Baldurshaga   jarpur 8,44
 5. Elvar Þormarsson Bylgja frá Strandarhjáleigu  7v.  móálótt 8,43
 6. Páll B. Bálsson Glettingur frá Steinnesi  8v grár 8,39
 7. Hinrik Bragason Straumur frá Breiðholti   7v. rauðtvístjörn 8,30
 8. Steingrímur Sigurðsson Sturla frá Hafsteinsstöðum  10v.  rauðstjörnóttur 7,87


Tölt - Úrslit   
      

 1. Hans Friðrik Kjerúlf Sigur frá Hólabaki 6v  sótróður 8,00
 2. Lena Zielinski Gola frá Þjórsárbakka  6v.  rauðstjörnótt 7,83
 3. Valdimar Bergstað Leiknir frá Vakurstöðum  9v.  brúnn 7,67
 4. Ólafur Magnússon Gáski frá Sveinsstöðum  11v.  brúnn 7,67
 5. Artemisia Bertus Rósant frá Votmúla I  11v.  rauðstjörnóttur 7,50
 6. Sigurður Sigurðarson Freyðir frá Hafsteinsstöðum  12v grár 7,50
 7. Þórdís Erla Gunnarsdóttir Pipar - Sveinn  6v. brúnn 7,33
 8. Gústaf Ásgeir Hinriksson Knörr frá Syðra Skörðugili 13v bleikálótt 6,83
 9. Bylgja Gauksdóttir Hera frá Auðsholtshjáleigu  6v.  brún 6,83
 10. Teitur Árnason Váli frá Vestmannaeyjum 10v  rauður  5,83
 


Myndasyrpa og sjónvarpsupptaka verða komnar inná vef Hestafrétta fljótlega.

07.03.2009 08:21

HAPPDRÆTTI HVAMMSTANGAHALLARINNAR

Miðasala hefst í næstu viku en hægt er að panta miða núna á emeil:kolbruni@simnet.is  

Hér á heimasíðunni (efst í hægra horninu) er linkur inn á vinninga happdrættisins. Komnir eru í vinning 48 folatollar og þar af 24 folatollar undir 1. verðlauna stóðhesta. Heildarverðmæti vinninga er í kringum 1.800.000.- Aðeins verður dregið úr seldum miðum. Miðaverð er 2.000.-

Allur ágóði rennur til Hvammstangahallarinnar.

05.03.2009 23:20

Fullt af gæðingum skráðir á Ís-landsmótið á Svínavatni

Skráningar eru rúmlega 230 þannig að þetta verður trúlega stærsta hestamannamót sem haldið verður norðanheiða í ár. Fjöldinn af stórstjörnum meðal þátttakenda er slíkur að útilokað er að tilgreina einhverja sérstaka, en vísað á fyrirliggjandi ráslista þar um.


Dagskráin hefst við sólarupprás kl. 9.30. stundvíslega á B-flokk, síðan A-flokk og endað á tölti. Úrslit verða riðin strax á eftir hverri grein.Áætlað er að mótinu ljúki kl. 18. Mótið verður tekið upp af Ben Media og verður aðgengilegt á vefsjónvarpi hestafrétta á sunnudag . Einnig verður bein útsending á hestafrettir.is ef ekki koma upp óvænt tæknileg vandamál á síðustu metrunum.

Veðurspáin er mjög hagstæð, úrkomulaust, dálítið frost og nánast logn.

Áhugafólk er hvatt til að mæta og sjá fullt af stórglæsilegum hrossum og þar af mikið af háttdæmdum keppnis og kynbótahrossum á þessu sterkasta ísmóti vetrarins.

05.03.2009 22:21

Grunnskólamót í hestaíþróttum

Grunnskólamót Norðurlands vestra í hestaíþróttum verður sett á í vetur. Þetta er alveg nýtt af nálinni og er hugmynd sem kviknaði hjá Smára Haraldssyni á Sauðárkróki sem í samstarfi við Geir Eyjólfsson unglingaráðsfulltrúa Léttfeta skipulögðu keppnina.

Keppnin verður haldin í samstarfi við hestamannafélögin Léttfeta, Stíganda, Svaða, Neista og Þyt og mega allir skólar á Norðvestur svæðinu taka þátt. Keppt verður í þremur aldursflokkum. 1.-3. bekkur keppir  í fegurðarreið á brokki eða tölti. 4.-7. bekkur keppir í tölti, þrígangi (fet, tölt og brokk) og smala og 8.-10. bekkur keppir í tölti, fjórgangi, smala og skeiði.
Þetta verður stigakeppni þar sem keppendur vinna stig fyrir skólann sinn og stigahæsti skólinn fær veglegan bikar að launum.
Að sögn þeirra Smára og Geirs verður þetta alvöru keppni og látið reyna á krakkana og þá sérstaklega þá elstu.
Fyrsta mótið af þremur verður haldið í Svaðastaðahöllinni 21. mars, annað mótið fer fram í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi og það þriðja í Þytshöllinni á Hvammstanga en þau eru ótímasett.

heimild: http://www.feykir.is/archives/5278

sú breyting er á að annað mótið verður hérna hjá okkur á Hvammstanga 4. apríl n.k. og svo það þriðja á Blönduósi 18. apríl n.k

við ákváðum að skella inn mynd af smalabrautinni sem verður á mótinu. Hún kemur svo auðvitað til með að breytast eitthvað á milli staða vegna mismunandi stærðar á höllum





Kveðja Æskulýðsnefnd

04.03.2009 22:04

Umsjónaraðilar

Búið er að skipta korthöfum Hvammstangahallarinnar niður á vikur til að hafa umsjón með reiðhöllinni. Listi með skiptingunni verður hengdur upp í reiðhöllinni á næstu dögum.
Vikuna 2. mars - 8. mars eru umsjónaraðilar Þórdís Benediktsdóttir og Unnsteinn Andrésson (Steini hennar Þórdísar) s. 849-2719.
Kominn er listi upp í reiðhöll með skiptingunni á vikum. Næstu viku taka Pétur Guðbjörnsson og Guðrún Matthíasdóttir

04.03.2009 19:11

Ráslistar komnir fyrir Ís-landsmótið 2009

Á heimasíðu Ís-landsmótsins eru komnir ráslistar fyrir mótið. 

Ljóst er að fjöldi skráninga er langt umfram það sem gert var ráð fyrir. Þess vegna hefur verið ákveðið að hefja mótið stundvíslega kl. 9.30. og hafa fjóra í holli í stað þriggja. Krafist fullkominnar stundvísi og engar undantekningar leyfðar. Þetta fyrirkomulag var valið í stað þess að vísa þeim frá sem síðastir voru að skrá, sem við þó vorum búnir að áskilja okkur rétt til að gera. Vonum við að keppendur og gestir sýni þessum ráðstöfunum skilning.

Byrjað verður á B-flokk síðan A-flokkur og endað á tölti.

RÁSLISTA MÁ SJÁ HÉR

02.03.2009 10:40

Svellkaldar konur

Hið árlega ístöltsmót kvenna "Svellkaldar konur" fór fram í Skautahöllinni í Laugardal í gærkvöldi. Hundrað hestar og konur voru skráð til leiks á þessu vinsæla móti og var keppt í þremur styrkleikaflokkum. Konurnar mættu prúðbúnar á glæsilegum hestum sínum og mótið gekk mjög vel á allan hátt. Keppnin var jöfn og spennandi og nokkuð um það að knapar riðu sig upp í úrslitum.

Helga Rós og Fanney Dögg kepptu frá Þyt. Fanney Dögg og Grettir frá Grafarkoti kepptu fyrir Þyt og enduðu í 9. sæti í opnum flokki. Óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn!


Úrslitin voru svo algert augnakonfekt þar sem hver glæsigripurinn af öðrum sýndi hæfileika sína undir stjórn frábærra knapa. Glæsilegasta par mótsins var valið af dómurum og voru það þær stöllur Lena Zielinski og Eining frá Lækjarbakka sem hömpuðu þeim titli. Mótið er hluti af þriggja móta röð á vegum Landssambands hestamannafélaga þar sem keppt er á ís og allur ágóði af mótinu rennur til íslenska landsliðsins í hestaíþróttum.
Rétt er að þakka öllum þeim er lögðu hlut á plóg, en dómarar og allt starfsfólk gaf vinnu sína á þessu móti, auk þess sem fjöldi fyrirtækja lagði mótinu lið. Kærar þakkir til ykkar allra!
 
Úrslitin urðu eftirfarandi:
 
Minna vanar:
A Úrslit
     
Sæti Nafn keppanda Hestur Litur Aldur Félag Einkunn forkeppni Einkunn úrslit
1 Gréta Boða Grýta f. Garðabæ Móálótt 6 Andvari 6,43 7,42
2 Hanna S. Sigurðardóttir Depill f. Svínafelli 2 Jarpstjörn. 11 Fákur 6,37 6,75
3 Anna Sigurðardóttir Prúður f. Kotströnd Jarpstjörn. 18 Fákur 5,77 6,17
4 Halldóra Matthíasdóttir Stakur f. Jarðbrú Rauður 9 Fákur 5,93 6,08
5 Drífa Daníelsdóttir Háfeti f. Þingnesi Jarpur 19 Fákur 5,80 6,08
6 Svanhildur Ævarr Valgarðsdóttir Spegill f. Eyrarbakka Grábles. 8 Andvari 5,80 6
 
Meira vanar:
A úrslit
      
Sæti Nafn Hestur Litur Aldur Félag Einkunn forkeppni Einkunn úrslit
1 Elísabet Sveinsdóttir Hrammur f. Galtastöðum Brúnn 7 Andvari 6,53 6,89
2 Rakel Sigurhansdóttir Strengur f. Hrafnkelsst. 1 Gráskjóttur 16 Fákur 6,57 6,78
3 Þórunn Eggertsdóttir Snælda f. Bjargshóli Rauð 7 Fákur 6,37 6,67
4 Sigríður Arndís Þórðardóttir Hörður f. Eskiholti II Brúnn 9 Geysir 6,50 6,5
5 Guðrún Valdimarsdóttir Rauðinúpur f. Sauðárkróki Rauður 10 Fákur 6,10 6,5
6 Lilja S. Pálmadóttir Sigur f. Húsavík Jarpur 12 Gustur 7,00 5,72
 
B úrslit      
Sæti Nafn Hestur Litur Aldur Félag Einkunn forkeppni Einkunn úrslit
1 Guðrún Valdimarsdóttir Rauðinúpur f. Sauðárkróki Rauður 10 Fákur 6,10 6,61
2 Inga Cristina Campos Sara f. Sauðárkróki Rauðstjörn. nös. 7 Sörli 6,17 6,5
3 Hrafnhildur Guðmundsdóttir Mósart f. Leysingjastöðum II Grár/mós. 12 Faxi 6,33 6,39
4 Sif Jónsdóttir Hringur f. Nýjabæ Brúnn 9 Fákur 6,20 6,22
5 Björg María Þórsdóttir Blær f. Hesti   Faxi 6,17 6,11

Opinn flokkur:
A úrslit      
sæti Nafn Hestur Litur Aldur Félag Einkunn forkeppni Einnkunn úrslit
1 Lena Zielinski Eining f. Lækjarbakka Brún 8 Geysir 7,43 8,22
2 Hulda Gústafsdóttir Völsungur f. Reykjavík Brúnstjörn. 16 Fákur 7,40 7,94
3 Erla Guðný Gylfadóttir Erpir f. Mið-Fossum Jarpnös. 10 Andvari 6,67 7,78
4 Bylgja Gauksdóttir Piparsveinn f. Reykjavík Brúnn 6 Andvari 7,10 7,44
5 Fanney Guðrún Valsdóttir Fókus f. Sólheimum Bleikálóttur 8 Fákur 6,30 7,17
6 Artemisia Bertus Flugar frá Litla-Garði Rauðstjörn. 9 Stígandi 6,90 7
 
B úrslit      
sæti Nafn Hestur Litur Aldur Félag Einkunn forkeppni Einnkunn úrslit
1 Fanney Guðrún Valsdóttir Fókus f. Sólheimum Bleikálóttur 8 Fákur 6,30 7
2 Sara Ástþórsdóttir Díva f. Álfhólum Jörp 5 Geysir 6,63 6,78
3 Edda Rún Ragnarsdóttir Ábóti f. Vatnsleysu Brúnn 7 Fákur 6,50 6,67
4 Fanney Dögg Indriðadóttir Grettir f. Grafarkoti Brúnn 7 Þytur 6,33 6,61
5 Maria Greve Trú f. Álfhólum Rauðtvístjörn. 9 Gustur 6,50 6,5
6 Ragnhildur Haraldsdóttir Ösp f. Kollaleiru Brún 12 Hörður 6,30 6,44
 

01.03.2009 22:29

Stórstjörnur á ÍS-Landsmóti á Svínavatni 7 Mars.

 Sigur frá Hólabaki og Hans Kjerúlf

Nú styttist óðum í stærsta ísmót ársins þar sem margir af bestu knöpum og hestum landsins mæta, Hans Kjerúlf mun mæta með Sigur frá Hólabaki sem sigraði Bautamótið nú á dögunum, Jakob Sigurðsson mætir með Kaspar frá Kommu en hann sigraði B-flokkinn í fyrra á Svínavatni. Á næstu dögum munum við senda frá okkur nöfn á hestum og mönnum sem munu mæta og listinn er langur og það stefnir í hörku keppni á Svínavatni um næstu helgi.

 

Skráningar berist á netfangið gudinga@ismennt.is) í síðasta lagi þriðjudaginn 3. mars. Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, nafn knapa,  nafn, ætt, aldur og litur hests. Keppnisgreinar eru A-flokkur, B-flokkur og tölt. Skráningargjald eru 3.000. kr. á grein. Greiðist inn á reikning 0307 - 13 - 110496, kt. 480269-7139 um leið og skráð er. Í boði er  gisting fyrir menn og hross víða í héraðinu. Einnig verður sérstök tilboð um helgina á Pottinum og pönnunni á Blönduósi og þar verður kráarstemming bæði föstudags og laugardagskvöld.

 Minnum á að fylgjast með heimasíðum Hestamannafélaganna Neista og Þyts og  http://svinavatn-2009.blog.is þar sem fram koma allar nánari upplýsingar og rásröð keppenda þegar líður að móti.

01.03.2009 21:15

Húnvetnska liðakeppnin - fimmgangur

Þá er mót 2 í liðakeppninni lokið. Það var haldið á Blönduósi og dómari var Magnús Magnússon.

Eftir mótið stendur liðakeppnin þannig:
1. Lið 3 með 66,5 stig.
2. Lið 2 með 47,5 stig
3. Lið 4 með 22,5 stig
4. Lið 1 með 19,5 stig


Úrslit urðu eftirfarandi:

Fimmgangur forkeppni/úrslit

A. úrslit 1. flokkur

1. Tryggvi Björnsson og Hörður frá Reykjavík, liði 3, eink. 6,4 / 6,3

2. Jóhanna Friðriksdóttir og Húni frá Stóru-Ásgeirsá, liði 3, eink. 6,3 / 6,3

3. Elvar Logi Friðriksson og Samba frá Miðhópi, liði 3, eink. 6,1 / 5,4

4. Ólafur Magnússon og Stjörnudís frá Sveinsstöðum, liði 4, eink. 6,0 / 5,3

5. Jakob Víðir Kristjánsson og Röðull frá Reykjum, liði 4, eink. 6,1 / 5,0

 

B-úrslit  1. flokkur

5. Jóhanna Friðriksdóttir og Húni frá Stóru-Ásgeirsá, liði 3, eink. 5,4 / 6,3

6. Jóhann Magnússon og Lávarður frá Þóreyjarnúpi, liði 1, eink. 5,9 / 5,9

7. Einar Reynisson og Gautur frá Sigmundarstöðum, liði 2, eink. 5,8 / 5,8

8. Magnús Á Elíasson og Dís frá Stóru-Ásgeirsá, liði 3, eink. 5,4 / 5,1

9. Herdís Einarsdóttir og Skinna frá Grafarkoti, liði 2, eink. 5,6 / 4,5

 

A-úrslit 2. Flokkur

1. James Bóas Faulkner og Rán frá Lækjamóti, liði 3, eink. 5,1 / 6,1

2. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Óvissa frá Galtanesi, liði 1, eink. 5,1 / 5,6

3. Gréta B Karlsdóttir og Gella frá Grafarkoti, liði 2, eink. 4,8 / 4,7

4. Þorgeir Jóhannesson og Stínóla frá Áslandi, liði 1, eink. 4,9 / 4,4

5. Sveinn Brynjar Friðriksson og Glaumur frá Varmalæk, liði 3, eink. 5,4 / 3,9

 

B-úrslit 2. Flokkur

5. Þorgeir Jóhannesson og Stínóla frá Áslandi, liði 1, eink. 4,6 / 4,9

6. Valur Valsson og Birta frá Krossi, liði 4, eink. 3,9 / 4,8

7. Helgi Jónsson og Táta frá Glæsibæ, liði 4, eink. 4,5 / 4,1

8. Leifur George Gunnarsson og Kofri frá Efri-Þverá, liði 1, eink. 3,9 / 4,1

9. Elías Guðmundsson og Þruma frá Stóru-Ásgeirsá, liði 3, eink. 4,3 / 3,9

 

Tölt - Unglingaflokkur

 1. Elín Hulda Harðardóttir og Móheiður frá Helguhvammi II, liði 4, eink. 5,0 / 6,3

2. Albert Jóhannsson og Carmen frá Hrísum, liði 2, eink 4,8 / 5,7

3. Jóhannes Geir Gunnarsson og Þróttur frá Húsavík, liði 3, eink 4,8 / 5,0

4. Jónína Lilja Pálmadóttir ogSvipur frá Syðri-Völlum, liði 2, eink 5,3 / 4,8

5. Agnar Logi Eiríksson og Njörður frá Moldhaga, liði 4, eink 5,5 / 4,7

 

Tölt - Barnaflokkur

1. Kristófer Smári Gunnarsson og Djákni frá Höfðabakka

2. Rósanna Valdimarsdóttir og Vakning frá Krithóli

3. Sigurður Bjarni Aadnegard og Óvissa frá Reykjum

4. Hákon Ari Grímsson og Rifa frá Efri-Mýrum

5. Haukur Marian Suska Hauksson og Snælda frá Áslandi

Flettingar í dag: 749
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1417936
Samtals gestir: 74854
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:29:37