Færslur: 2009 Júní

30.06.2009 08:46

Íslandsmótið...

 
Þá er Íslandsmóti barna, unglinga og ungmenna lokið og eini keppandinn sem fór frá Þyt, Helga Una stóð sig með prýði.
Helga keppti í fjórgangi og fimmgangi á mótinu. Hún keppti á Hljóm frá Höfðabakka í fjórgangi og enduðu þau í 7. sæti með einkunnina 6,40. Síðan keppti hún á Abbadís frá Feti í fimmgangi og enduðu þær í 6. sæti með einkunnina 6,38.

TIL HAMINGJU HELGA emoticon

28.06.2009 09:02

Forkeppni Ungmennaflokkur - Helga þriðja í fimmgangi

Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna  er nú í fullum gangi, Helga stóð sig líka rosalega vel í forkeppni í fimmgangi en hún er þriðja þar með einkunnina 6,23. Valdimar Bergstað stendur efstur á  Orion frá Lækjarbotnum með einkunnina 6,67   önnur varð Camilla Petra Sigurðardóttir á Hyllingu frá Flekkudal  með 6,37.

1     Valdimar Bergstað   / Orion frá Lækjarbotnum  6,67  
2     Camilla Petra Sigurðardóttir   / Hylling frá Flekkudal  6,37  
3     Helga Una Björnsdóttir   / Abbadís frá Feti  6,23  
4     Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir   / Smári frá Kollaleiru  6,03  
5     Saga Mellbin   / Bóndi frá Ásgeirsbrekku  5,93  
6     Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir   / Brennir frá Votmúla 1  5,93  
7     Guðlaug Jóna Matthíasdóttir   / Mylla frá Flögu  5,73  
8     Hekla Katharína Kristinsdóttir   / Árni-Geir frá Feti  5,37  
9     Bergrún Ingólfsdóttir   / Skrugga frá Efri-Gegnishólum  5,20  
10     Sunna Sigríður Guðmundsdóttir   / Flaumur frá Leirulæk  5,17


Spennandi verður að fylgjast með dömunni í dag í úrslitunum emoticon

27.06.2009 11:45

Bragi og Grásteinn

Bragi frá Kópavogi

F; Geysir frá Gerðum

M; Álfadís frá Kópavogi

Bragi tekur á móti hryssum á Þingeyrum eftir Fjórðungsmót. Bragi er með 8,18 í aðaleinkunn í kynbótadómi, þar af 8,41 fyrir hæfileika. Bragi hefur verið farsæll keppnishestur frá 5v aldri í tölti, fjórgangi og B-flokki.

Verð 75.000 m/vsk á fengna hryssu.

Upplýsingar hjá Magga í síma 8973486 eða Tryggva í 8981057

Grásteinn frá Brekku


Grásteinn verður til afnota að Gröf í Víðidal eftir 7. júlí.

Hann er með 8,46 í aðaleinkunn í kynbótadómi,

8,54 fyrir hæfileika og 8,33 fyrir sköpulag.

Einnig hefur hann staðið sig vel í A-flokki gæðinga.

F;Gustur frá Hóli M; Skuggsjá frá Brimnesi sem er fyrstu verðlauna hryssa undan Hrafni frá Holtsmúla.

Verð á fengna hryssu er 70.000- með vsk.

Upplýsingar hjá Tryggva í síma 8981057 eða

Gunnari í síma 8942554 eða 4512554

26.06.2009 22:49

Helga Una fjórða í forkeppni í fjórgangi ungmenna

Helga Una Björnsdóttir og Hljómur frá Höfðabakka eru fjórðu í fjórgangi Ungmenna á Íslandsmótinu í Mosfellsbæ eftir forkeppni. Verður gaman að fylgjast með þeim í úrslitunum :)

26.06.2009 09:17

Átta ræktunarbú



Ræktunarbússýningar gefa stórmótum alltaf skemmtilegan blæ og á fjórðungsmóti munu átta bú koma fram og skarta sínu besta á laugardeginum kl. 16.

Allt eru þetta hörku sterk bú og þau sem staðsett eru á Vesturlandi hafa öll komið fram á fyrri fjórðungsmótum á Kaldármelum en hin eru nýliðar á FM.

Hrossaræktunarbúin sýna hvert 5 hross og er það í traustum höndum, Ágústar Sigurðssonar, rektors Háskólans á Hvanneyri að velja sigurvegara.

Eftirtalin átta bú taka þátt í ræktunarbússýningu á FM 2009:

- Álftarós, Borgarbyggð
- Höfðabakki, Húnaþingi vestra
- Nýi bær 2, Borgarbyggð
- Skáney, Borgarbyggð
- Skjólbrekka, Borgarbyggð
- Steinnes, Austur-Húnavatnssýslu
- Stóriás, Borgarbyggð
- Tunguháls II, Skagafirði

24.06.2009 10:57

Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum 2009


Íslandsmót í hestaíþróttum fyrir fullorðna verður haldið 16.-18. júlí 2009 á Hlíðarholtsvelli


á Akureyri.


Framkvæmdaraðili mótsins er Hestamannafélagið Léttir.


Lokafrestur skráningar er til miðnættis 2. júlí

Skráningargjöldin eru 4000 kr. á grein. Skráning hjá Sigrúnu í síma 660-5826.

23.06.2009 09:20

Fréttir um FM


Nú styttist óðum í Fjórðungsmót á Kaldármelum, dagana  1. - 5. júlí.  Mikil stemning virðist ríkja í hestamannafélögunum sem þátt taka og raunar langt út fyrir raðir þeirra.  Hestamenn virðast ætla að fjölmenna á Kaldármela fyrstu vikuna í júlí. Endanleg dagskrá liggur nú fyrir á heimasíðu FM:  www.lhhestar.is/fm2009.  Þar er einnig að finna frekari upplýsingar fyrir þátttakendur og gesti.


Um 350-370 hross á FM

Að mótinu standa hestamannafélögin fimm á Vesturlandi, þ.e. Dreyri, Faxi, Glaður, Snæfellingur og Skuggi.  Félagar úr þessum hestamannafélögum hafa haft í nógu að snúast undanfarið en ,,allt er þetta að smella" eins og einn þeirra komst að orði.
Mótstjóri er Baldur Björnsson, Múlakoti, úr hestamannafélaginu Faxa.

Í ár hefur verið bryddað uppá þeirri nýbreytni að stækka radíusinn hvað varðar þátttakendur á FM.  Auk ofangreindra hestamannafélaga sem að mótinu standa, eru eftirfarandi félög þátttakendur á mótinu:
-    Kjós: Adam
-    Vestfirðir:   Hending, Kinnskær og Stormur
-    Siglufjörður: Glæsir
-    Húnaþing vestra:  Þytur
-    Austur-Húnavatnssýsla:  Neisti og Snarfari
-    Skagafjörður:  Stígandi, Léttfeti og Svaði

Þátttaka er mjög góð.  Að sögn Bjarna Jónassonar, framkvæmdastjóra FM stefnir í 350-370 hross í keppni á Kaldármelum.  Þess má geta að bæði tölt og skeið eru opin, þ.e. þátttaka er ekki einskorðuð við ofangreind hestamannafélög. 

Í skeiði keppa um 25 hross og í töltinu eru þátttakendur um 35.  Lokatöltlista er að finna á heimasíðu FM. Reikna má með um 75 þátttakendum alls í barna, unglinga og ungmennaflokki.

Mjög stór hópur kynbótahrossa náði lágmörkum eða rétt um eitt hundrað skv. hrossaræktarráðunauti og nú lítur svo út að um 86 kynbótahross verði sýnd á FM2009. 

Beitarhólf verða fyrir hross á mótssvæðinu. Svæðið verður stikað upp og fólk þarf að koma með rafmagnsgirðingu sjálft.  Nánari upplýsingar fyrir þátttakendur er að finna á heimasíðu FM.

Veðurguðirnir spila fyrir dansi og frændur þeirra lofa góðu veðri

Á fjölmennum hestamannamótum eru veitingar, gistiaðstaða og salernismál ávallt ofarlega í huga gesta og þátttakenda.  Reynt verður að sinna þessum grunnþörfum gesta af bestu getu.  Að sögn Bjarna Jónassonar, framkvæmdastjóra er gistiaðstaða í grenndinni að fyllast en nægt pláss er á tjaldsvæðinu og er aðstaða á tjaldsvæði innifalin í miðaverði.  Veitingar verða í höndum Hótel Eldborgar og Gæðakokka í Borgarnesi, lögð verður áhersla á heimilismat og grillmat. Nætursala veitinga verður starfrækt, ,, það fer enginn svangur að sofa" segir Bjarni framkvæmdastjóri og er rokin af stað í frekari undirbúning.

Hinir ýmsu trúbadorar munu síðan troða upp í veitingatjaldi á kvöldin og munu hljómsveitirnar Matti og Draugabanarnir og Veðurguðirnir spila fyrir dansleiki á föstudags- og laugardagskvöld.
Án efa verður fjör og gaman úti í guðs grænni náttúrunni á Kaldármelum og hina Veðurguðina sem ekki eiga sess í hljómsveitinni er löngu búið að panta allan tímann!

heimild: http://lhhestar.is/ 

23.06.2009 09:15

Fjörureið á FM


Í tengslum við Fjórðungsmót 2009 verður boðið uppá fjöruferð um Löngufjörur, föstudagskvöldið 3. júlí. Mæting í reiðina er föstudagskvöldið 3. júlí kl. 20:00 á Kaldármelum og kl. 21:00 á Snorrastöðum.

Löngufjörur ná frá Hítarnesi vestur að Búðum og eins og fjölmörgum hestamönnum er kunnugt um er þar mjúkt undir fæti og unun að spretta úr spori í skeljasandinum.

Það er því ekki úr vegi að fara að huga að því að taka hrossin með á Fjórðungsmót.  Mæting í reiðina er föstudagskvöldið 3. júlí kl. 20:00 á Kaldármelum og kl. 21:00 á Snorrastöðum.

22.06.2009 11:52

Börn og unglingar sem fara á FM

Börn og unglingar sem eru að fara á Fjórðungsmótið stendur til boða aðstoð seinni partinn í þessari viku og um helgina. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þessa aðstoð fyrir mótið hafi samband við Heddu í síma 848-8320.


16.06.2009 13:03

Firmakeppnin á morgun!!!

Firmakeppni Þyts verður haldin á Kirkjuhvammsvelli á morgun 17.júní og hefst stundvíslega kl. 17.00.
Keppt verður í barna-, unglinga-, kvenna- og karlaflokki.
Einnig verður pollaflokkur þar sem að allir glæstir knapar framtíðarinnar fá viðurkenningu.
Veitinganefndin verður með grillmat til sölu á viðráðanlegu verði og svo verður þaulæft, löngu skipulagt, virkilega skemmtilegt óvænt skemmtiatriði í hléi.

Vonumst til að sjá sem flesta með bros á vör!!!


Firmakeppnisnefndin

16.06.2009 11:40

Af gefnu tilefni


Af gefnu tilefni viljum við biðja alla hestamenn sem eru á ferðum um sýsluna að passa það mjög vel að loka öllum hliðum reiðvega og þá sérstaklega sauðfjárvarnarhliðunum.
Einnig að muna eftir að ganga frá eftir sig ef bönd eru sett upp fyrir afleggjara heim að bæjum á meðan riðið er framhjá að þá þarf að opna aftur.

15.06.2009 13:52

Tilkynning frá Hrossaræktarráðunauti

 

Ég hef nú lokið við að skrá inn í sýningarskrá væntanlegs fjórðungsmóts á Vesturlandi þau kynbótahross sem ég tel að eigi rétt til þátttöku á mótinu. Sýningarskrána má nálgast hér.

Alls eru það 99 hross sem náð hafa lágmörkum til þátttöku sem er talsvert fleira en ráð var fyrir gert. Mjög áríðandi er að vita strax ef fyrirséð er að einhver hross í skránni muni ekki mæta á mótið, vegna hagræðis við skipulagningu. Einnig er ekki útilokað að mér hafi yfirsést einhver hross sem ættu að vera þarna með, þá væri mjög áríðandi að vita af þeim nú þegar.

Bestu kveðjur,
Guðlaugur V. Antonsson
Hrossaræktarráðunautur BÍ
Hvanneyrargötu 3
Hvanneyri
311 Borgarnes
ga@bondi.is
S: 892 0619

14.06.2009 18:01

Takk fyrir helgina!!!


Þá er gæðingamóti Þyts og úrtöku fyrir fjórðungsmót lokið þetta sumarið!

Vill mótanefnd þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd mótsins og hlökkum við til að sjá alla hressa og káta á Fjórðungsmótinu á Kaldármelum núna í júlí! emoticon emoticon 
Við munum setja inn fulltrúa Þyts á fjórðungsmótið hér inná síðuna við fyrsta tækifæri.

Takk fyrir góða helgi

Mótanefnd


Úrslit 


B.flokkur
1. Akkur frá Brautarholti og Tryggvi Björnsson 8,46/8,66
2. Bragi frá Kópavogi og Tryggvi Björnsson, Fanney Dögg Indriðadóttir knapi í úrslitum 8,43/8,58
3. Grettir frá Grafarkoti og Herdís Einarsdóttir 8
,29/8,50
4. Birta frá Efri-Fitjum og Gréta B. Karlsdóttir 8
,17/8,31
5. Hrannar frá Galtanesi og Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir 8,
15/8,
6. Sverrir Sigurðsson og Rest frá Efri-Þverá 8,19


A. flokkur

1. Grásteinn frá Brekku og Tryggvi Björnsson 8,
30/8,49
2.-3. Stimpill frá N-Vindheimum og Elvar Logi Friðriksson 8,05/8,34
2.-3. Skinna frá Grafarkoti og Herdís Einarsdóttir 8,21/8,34
4. Maístjarna frá Þóreyjanúpi og Jóhann B. Magnússon 8,13/8,31
5.Eldur frá Sauðadalsá og Fanney Dögg Indriðadóttir 8,
15/8,21


Ungmennaflokkur

1. Helga Una Björnsdóttir og Karítas frá Kommu 8,30/8,62
2. Leifur George Gunnarsson og Djákni frá Höfðabakka 8
,03/8,12
3. Hrókur frá N-Vatnshorni og Sylvía Rún Rúnarsdóttir 7,83/7,87


Unglingaflokkur:

1. Rakel Rún Garðarsdóttir og Hrókur frá Stangarholti 8
,13/8,32
2. Fríða Marý Halldórsdóttir og Sómi frá Böðvarshólum 8,25/8,30
3. Jónína Lilja Pálmadóttir og Svipur frá Sigmundarst. 8,13/8,22
4. Valdimar Sigurðsson og Setning frá Breiðabólstað 8,01/8,18
5. Jóhannes Geir Gunnarsson og Auður frá Grafarkoti 8,08/7,89


Barnaflokkur:

1. Atli Steinar og Kremi frá Galtanesi 8,05/8,26
2. Viktor J. Kristófersson og Diljá frá Reykjum 7,97/8,23
3. Kristófer Gunnarsson og Kofri frá Efri-Þverá 8,11/8,10

4. Helga Rún Jóhannsdóttir og Siggi frá Vatni 7,88/8,04

5. Fanndís Ósk Pálsdóttir og Djarfur frá Sigmundarstöðum 8,01/8,02


B.flokkur - 2.flokkur

1. Ingveldur Ása Konráðsdóttir og Æsir frá Böðvarshólum
2. Sóley Elsa Magnúsdóttir og Rökkva frá Hóli
3. Sigurður Björn Gunnlaugsson og Glæta frá Nípukoti
4. Hjördís Ósk Óskarsdóttir og Hvinur frá Sólheimum
5. Þórhallur Magnús Sverrisson og Kortes frá Höfðabakka


Tölt opinn flokkur

1. Grettir frá Grafarkoti og Herdís Einarsdóttir 6,60/7,11
2. Karítas frá Kommu og Helga Una Björnsdóttir 6,53/7,0
3. Eldur frá Sauðadalsá og Fanney Dögg Indriðadóttir 6,17/6,22
4. Heimir frá Sigmundarst.og Pálmi G. Ríkharðsson 6,27/6,22
5. Glaðværð frá F-Fitjum og Helga Rós Níelsdóttir 6,00/6,22
6. Rest frá Efri-Þverá og Sverrir Sigurðsson 6,07/5,89


Tölt yngri en 17 ára

1. Fríða Marý Halldórsdóttir og Sómi frá Efri-Þverá 5,94
2. Jónína Lilja Pálmadóttir og Óliver frá Sigmundarst. 5,56
3. Theódóra Dröfn Skarphéðinsdóttir og Spyrna frá Syðri-Reykjum 5,06
4. Glódís Sigmundsdóttir og Skjóni frá Fremri-Fitjum 4,61
5. Guðrún Alexandra Tryggvadóttir og Kjarnorka frá F-Fitjum 3,72



B-úrslit tölt opinn flokkur
1. Helga Rós Níelsdóttir og Glaðværð frá F-Fitjum
2. Jóhann B. Magnússon og Askja frá Þóreyjanúpi

3. Halldór P. Siguðrsson og Gósi frá Miðhópi
4. Elvar Logi Friðriksson og Kostur frá Breið
5. Ólafur Guðni Sigurðsson og Gauti frá Höskuldsst.

B-úrslit B.flokkur
1. Hrannar frá Galtanesi og Guðrún Ósk Steinbjörnsd. 8,28
2. Glaðværð frá F-Fitjum og Helga Rós Níelsdóttir 8,26
3. Flauta frá Bæ og Fanney Dögg Indriðadóttir 8,22
4. Gósi frá Miðhópi og Halldór P. Sigurðsson 8,16
5. Askja frá Þóreyjanúpi og Jóhann B. Magnússon 8,15
 

100m skeið

1.Tryggvi Björnsson og Stelpa frá Steinkoti

2.Jóhann B. Magnússon og Hvirfill frá Bessastöðum

3. Sigríður Ása Guðmundsdóttir og Stakur frá Sólheimum

 

 
Knapi mótsins var valinn Tryggvi Björnsson

Glæsilegasti hestur mótsins var Karítas frá Kommu

Hæst dæmda hryssa mótsins (A - og B-flokkur) var Björk frá Lækjamóti

12.06.2009 21:49

Hvammstangahöllin

Fimmtudaginn 18. júní kl. 20.30 verður fundur í félagshúsi Þyts um Hvammstangahöllina.

Fundarefni: Hitaveitan

Stjórn Hvammstangahallarinnar

12.06.2009 17:03

Ráslistar fyrir morgundaginn

Laugardagur 13.júní

10:00 Forkeppni eftirtalinna flokka hefjast

# Forkeppni í B-flokki, 1 og 2.flokki

# Forkeppni í barnaflokki

# Forkeppni í unglingaflokki

# Forkeppni í A-flokki

12:30 Matarhlé

# Forkeppni í ungmennaflokki

# Forkeppni í opnu tölti 17 ára og yngri

15:00 Kaffihlé

# Forkeppni í opnum flokki tölti

# 100 metra skeið

                                Sunnudagur 14.júní

10:00 Úrslit eftirtalinna flokka hefst
# B-úrslit í opnum flokki tölti
# Úrslit í barnaflokki
# Úrslit í unglingaflokki
# Úrslit í ungmennaflokki

12:00 Matarhlé
# Úrslit í B-flokki
# Úrslit í tölti unglinga
# Úrslit í A-flokk

Kaffihlé
# Verðlaunaafhending fyrir knapa mótsins, glæsilegasta hest mótsins og hæst dæmdu hryssu úr forkeppni
# A-úrslit í opnum flokki tölti


Ráslistar

B.flokkur

1. Katla frá Fremri-Fitjum

Helga Rós Níelsdóttir

2. Bliki frá S-Ásgeirsá

Magnús Ásgeir Elíasson

3. Gauti frá Höskuldsst.

Ólafur Guðni Sigurðsson

4. Virðing frá Efri-Þverá

Halldór P. Sigurðsson

5. Rökkva frá Hóli

Sóley Elsa Magnúsdóttir

6. Rest frá Efri-Þverá

Sverrir Sigurðsson

7. Hvinur frá Sólheimum

Hjördís Ósk Óskarsdóttir

8. Bragi frá Kópavogi

Tryggvi Björnsson

9. Dagrún frá Höfðabakka

Þórhallur Magnús Sverrisson

10. Mísla frá F-Fitjum

Helga Rós Níelsdóttir

11. Flauta frá Bæ I

Fanney Dögg Indriðadóttir

12. Björk frá Lækjamóti

Ísólfur Líndal Þórisson

13. Æsir frá Böðvarshólum

Ingveldur Ása Konráðsdóttir

14. Glæta frá Nípukoti

Sigurður Björn Gunnlaugsson

15. Höfgi frá Valdasteinsst.

Sigríður Ása Guðmundsdóttir

16. Birta frá Efri-Fitjum

Greta Brimrún Karlsdóttir

17. Gósi frá Miðhópi

Halldór P. Sigurðsson

18. Hrannar frá Galtanesi

Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir

19. Viska frá Höfðabakka

Sverrir Sigurðsson

20. Glaðværð frá F-Fitjum

Helga Rós Níelsdóttir

21. Akkur frá Brautarholti

Tryggvi Björnsson

22. Sól frá Sólheimum 1

Sigríður Ása Guðmundsdóttir

23. Askja frá Þóreyjarnúpi

Jóhann Magnússon

24. Grettir frá Grafarkoti

Herdís Einarsdóttir

25. Kortes frá Höfðabakka

Þórhallur Magnús Sverrisson

26. Gormur frá Stóru-Ásgeirsá

Magnús Ásgeir Elíasson

27. Kostur frá Breið

Elvar Logi Friðriksson

28. Orka frá Höfðabakka

Þórhallur Magnús Sverrisson

29. Heron frá Seljabrekku

Guðný Helga Björnsdóttir

30.Vídalín frá Víðidalstungu I

Greta Brimrún Karlsdóttir

 31. Snælda frá Bjargshóli      Þórunn Eggerstdóttir (GESTUR)

Barnaflokkur

1. Kremi frá Galtanesi

Atli Steinar Ingason

2. Fía frá Hólabaki

Lilja Karen Kjartansdóttir

3. Röst frá Skarði 1

Karítas Aradóttir

4. Andreyja frá Vatni

Helga Rún Jóhannsdóttir

5. Kofri frá Efri-Þverá

Kristófer Smári Gunnarsson

6. Blakkur frá Finnmörk

Viktor Jóhannes Kristófersson

7. Jasmín frá Þorkelshóli

Arndís Sif Arnarsdóttir

8. Djarfur frá Sigmundarstöðum

Fanndís Ósk Pálsdóttir

9. Ljómi frá Reykjarhóli

Eva Dögg Pálsdóttir

10. Rós frá Grafarkoti

Rakel Ósk Ólafsdóttir

11. Pjakkur frá Rauðuvík

Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir

12. Siggi frá Vatni

Helga Rún Jóhannsdóttir


Unglingaflokkur

1. Spyrna frá Syðri-Reykjum

Theódóra Dröfn Skarphéðinsdóttir

2. Oliver frá Syðri-Völlum

Jónína Lilja Pálmadóttir

3. Blær frá Hvoli

Jóhannes Geir Gunnarsson

4. Randver frá E-Þverá

Eydís Anna Kristófersdóttir

5. Skjóni frá F-Fitjum

Glódís Sigmundsdóttir (GESTUR)

6. Hrókur frá Stangarholti

Rakel Rún Garðarsdóttir

7. Kjarnorka frá F-Fitjum

Guðrún Alexandra Tryggvadóttir (GESTUR)

8. Sómi frá Böðvarshólum

Fríða Marý Halldórsdóttir

9. Auður frá Grafarkoti

Jóhannes Geir Gunnarsson

10. Svipur frá Syðri-Völlum

Jónína Lilja Pálmadóttir

11. Setning frá Breiðabólsstað

Valdimar Sigurðsson

12. Svala frá Nípukoti

Guðrún Alexandra Tryggvadóttir

13. Ljúfur frá Hvoli

Theódóra Dröfn Skarphéðinsdóttir


A.flokkur

1. Úlfur frá Fjalli

Ísólfur Líndal

2. Hörður frá Reykjavík

Tryggvi Björnsson

3. Apríl frá Ytri-Skjaldarvík

Þorgeir Jóhannesson

4. Árdís frá Stóru-Ásgeirsá

Magnús Ásgeir Elíasson

5. Maístjarna frá Þóreyjarnúpi

Jóhann Magnússon

6. Gautur frá Sigmundarstöðum

Pálmi Geir Ríkharðsson

7. Stimpill frá Neðri-Vindheimum

Elvar Logi Friðriksson

8. Skinna frá Grafarkoti

Herdís Einarsdóttir

9. Grásteinn frá Brekku

Tryggvi Björnsson

10. Stínóla frá Áslandi

Þorgeir Jóhannesson

11. Bartes frá Höfðabakka

Sverrir Sigurðsson

12. Eldur frá Sauðadalsá

Fanney Dögg Indriðadóttir

13. Pjakkur frá Stóru-Ásgeirsá

Magnús Ásgeir Elíasson

14.Fregn frá Vatnshömrum

Jóhann Magnússon

15. Stelpa frá Steinkoti

Tryggvi Björnsson


Ungmennaflokkur

1. Karitas frá Kommu

Helga Una Björnsdóttir

2. Hrókur frá Neðra-Vatnshorni

Sylvía Rún Rúnarsdóttir

3. Djákni frá Höfðabakka

Leifur George Gunnarssonn

4. Hljómur frá Höfðabakka

Helga Una Björnsdóttir

5. Krapi frá Efri-Þverá

Leifur George Gunnarssonn


Tölt 17 ára og yngri

1. Oliver frá Syðri-Völlum

Jónína Lilja Pálmadóttir

2. Spyrna frá Syðri-Reykjum

Theódóra Dröfn Skarphéðinsdóttir

3. Kjarnorka frá Fremri-Fitjum

Guðrún Alexandra Tryggvadóttir

4. Sómi frá Böðvarshólum

Fríða Marý Halldórsdóttir

5. Skjóni frá Fremri-Fitjum

Glódís Sigmundsdóttir

6. Svipur frá Syðri-Völlum

Jónína Lilja Pálmadóttir


Opinn flokkur tölt

1. Katla frá Fremri-Fitjum

Helga Rós Níelsdóttir

2. Stilkur frá Höfðabakka

Þórhallur Magnús Sverrisson

3. Rest frá Efri-Þverá

Sverrir Sigurðsson

4. Hvinur frá Sólheimum

Hjördís Ósk Óskarsdóttir

5. Karitas frá Kommu

Helga Una Björnsdóttir

6. Gormur frá Stóru-Ásgeirsá

Magnús Ásgeir Elíasson

7. Mísla frá Fremri-Fitjum

Helga Rós Níelsdóttir

8. Rökkva frá Hóli

Sóley Elsa Magnúsdóttir

9. Eldur frá Sauðadalsá

Fanney Dögg Indriðadóttir

10. Gauti frá Höskuldsstöðum

Ólafur Guðni Sigurðsson

11. Virðing frá Efri-Þverá

Halldór P. Sigurðsson

12. Askja frá Þóreyjarnúpi

Jóhann Magnússon

13. Hörður frá Varmalæk

Hjördís Ósk Óskarsdóttir

14. Heimir frá Sigmundarstöðum

Pálmi Geir Ríkharðsson

15. Grettir frá Grafarkoti

Herdís Einarsdóttir

16. Glaðværð frá Fremri-Fitjum

Helga Rós Níelsdóttir

17. Orka frá Höfðabakka

Þórhallur Magnús Sverrisson

18. Viska frá Höfðabakka

Sverrir Sigurðsson

19. Kostur frá Breið

Elvar Logi Friðriksson


100 metra skeið

1. Apríl frá Ytri-Skjaldarvík

Þorgeir Jóhannesson

2. Gautur frá Sigmundarstöðum

Pálmi Geir Ríkharðsson

3. Stakur frá Sólheimum 1

Sigríður Ása Guðmundsdóttir

4. Hvirfill frá Bessastöðum

Jóhann Magnússon

5. Frostrós frá Efri-Þverá

Halldór P. Sigurðsson

6. Hera frá Stóru-Ásgeirsá

Magnús Ásgeir Elíasson


MINNUM FÓLK Á AÐ SKILA FARANDSBIKURUM FRÁ SÍÐASTA ÁRI!!!

SPARISJÓÐURINN ER AÐAL STYRKTARAÐILI ÞYTS

Flettingar í dag: 2032
Gestir í dag: 87
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1419219
Samtals gestir: 74876
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 12:19:55