Færslur: 2009 Júní

12.06.2009 16:21

Firmakeppni Þyts

Firmakeppni Þyts verður haldin á Kirkjuhvammsvelli 17.júní og hefst stundvíslega kl. 17.00.
Keppt verður í barna-, unglinga-, kvenna- og karlaflokki.
Einnig verður pollaflokkur þar sem að allir glæstir knapar framtíðarinnar fá viðurkenningu.
Veitinganefndin verður með grillmat til sölu á viðráðanlegu verði og svo verður þaulæft, löngu skipulagt, virkilega skemmtilegt óvænt skemmtiatriði í hléi.

Vonumst til að sjá sem flesta með bros á vör!!!


Firmakeppnisnefndin

12.06.2009 13:07

12.06.2009 11:36

Völlurinn lokaður

Völlurinn er lokaður frá kl. 21.00 í kvöld fram að móti.

Mannvirkjanefnd verður að hafa frið til að gera völlinn tilbúinn.



10.06.2009 22:48

Munið eftir að skrá!

Minnum fólk á að skrá sig á gæðingamótið sem er núna 13 og 14 júní næstkomandi!

Lokað verður fyrir móttöku skráninga um miðnætti þann 11.júní, eða fimmtudaginn og EKKI verður tekið við skráningum eftir það!

Við skráningu þarf að koma fram IS-númer hests, kennitala knapa og keppnisgrein.

 Hægt er að senda mail á
hoo11@hi.is eða hringja í síma 822-3848(Hjördís Ósk).

Skráningargjöld verða 2000 kr fyrir fyrstu skráningu, 1500 fyrir aðra skráningu og 1000 kr eftir það. Pollar, börn og unglingar borga 800 kr.

Athugið að hægt er að greiða skráningargjöld beint inná reikning 1105-26-1081 kt:550180-0499

Mótanefnd

10.06.2009 13:36

Völlurinn lokaður

Á morgun fimmtudaginn 11. júní er völlurinn upp í Kirkjuhvammi lokaður vegna æfinga yngri flokka frá kl. 16.00 - 19.30. Herdís Einarsdóttir verður að aðstoða unga fólkið fyrir Gæðingamótið.

Æskulýðsnefndin

09.06.2009 12:14

Fleiri kynbótahross komin á FM

Birta frá Sauðadalsá var sýnd í flokki 4 vetra hryssna á seinni héraðssýningu á Vesturlandi og hlaut 7,92 í aðaleinkunn. Fyrir sköpulag fékk Birta 8,29 (8-9-8-8,5-8-7,5-8-7,5) og fyrir hæfileika 7,68 (7,5-8,5-5,0-9,0-8,5-8,0-8,5).
Birta er undan Sædyn frá Múla og Brá frá Sauðadalsá
Eigandi og ræktandi er Baldur Heimisson
Sýnandi: Elvar Logi Friðriksson

Kara frá Grafarkoti var sýnd í flokki 4 vetra hryssna á héraðssýningu á Stekkhólma og hlaut í aðaleinkunn 7,91. Fyrir sköpulag fékk Kara 8,33 (8-9-7,5-8,5-8,5-7,5-8-7,5) og fyrir hæfileika 7,63 (8-8-6-7,5-8-8-6,5).
Kara er undan Gamm frá Steinnesi og Klassík frá Grafarkoti.
Eigendur og ræktendur eru Herdís Einarsdóttir og Indriði Karlsson
Sýnandi: Tryggvi Björnsson

Brimkló frá Efri-Fitjum var sýnd í flokki 5 vetra hryssna á vorsýningu kynbótahrossa á Sauðárkróki 24 apríl og fór þar í glæsitölur, hlaut í aðaleinkunn 8,17. Fyrir sköpulag hlaut Brimkló 8,07 (8-8,5-8,5-8-8-8,5-7,5-6,5) og fyrir hæfileika 8,23 (8,5-8-8-8-8,5-8-8).
Brimkló er undan Keili frá Miðsitju og Ballerínu frá Grafarkoti
Eigendur og ræktendur eru Gréta B Karlsdóttir og Gunnar Þorgeirsson
Sýnandi: Tryggvi Björnsson

07.06.2009 18:33

Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir fjórðungsmót

Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir fjórðungsmót verður haldið laugardaginn 13.júní og sunnudaginn 14.júní á félagssvæði Þyts. Mótið hefst kl.10:00 báða dagana.

Keppt verður í tölti opinn flokkur, B-flokkur,1 og 2.flokkur, A- flokkur,1 og 2 flokkur , ungmennaflokkur(fædd 1991-1988), unglingaflokkur(fædd 1995-1992), barnaflokkur( börn fædd 1996 og yngri) og pollaflokkur( 9 ára og yngri), einnig verður opið tölt fyrir 17 ára(1992) og yngri og 100 metra skeið.

Tekið verður á móti skráningum miðvikudaginn 10.júní og fimmtudaginn 11.júní, hægt er að senda mail á hoo11@hi.is eða hringja í síma 822-3848(Hjördís Ósk). Ítrekað er að EKKI verður tekið á móti skráningum eftir fimmtudaginn 11.júní!

Skráningargjöld verða 2000 kr fyrir fyrstu skráningu, 1500 fyrir aðra skráningu og 1000 kr eftir það. Pollar, börn og unglingar borga 800 kr. Við skráningu þarf að koma fram IS-númer hests, kennitala knapa og keppnisgrein.

Athugið að hægt er að greiða skráningargjöld beint inná reikning 1105-26-1081 kt:550180-0499
Dagskrá laugardagsins

10:00 Forkeppni eftirtalinna flokka hefst

Forkeppni í B-flokki, 1 og 2.flokki

            Forkeppni í barnaflokki

            Forkeppni í unglingaflokki

            Forkeppni í A-flokki, 1 og 2 flokki

12:30 Matarhlé

            Pollaflokkur

            Forkeppni í ungmennaflokki

            Forkeppni í opnu tölti 17 ára og yngri

15:00 Kaffihlé

            Forkeppni í opnum flokki í tölti

            100 metra skeið

Mótanefnd

 

 

 

 

07.06.2009 17:14

Fjögur kynbótahross til viðbótar komin á FM

Fjögur hross úr V-Húnavatnssýslu komumst inn á Fjórðungsmót til viðbótar á kynbótasýningunni á Blönduósi. Þau eru eftirfarandi:

Sikill frá Sigmundarstöðum var sýndur í flokki 7 vetra stóðhesta og hlaut 8,22 í aðaleinkunn. Fyrir sköpulag fékk Sikill 8,04 (7,5-8,0-8,0-8,0-9,0-7,0-8,0-8,0) og fyrir hæfileika 8,34 (8,5-8,0-8,0-8,0-8,5-8,5-9,0)
Sikill er undan Leik frá Sigmundarstöðum og Sif frá Sigmunarstöðum.
Eigendur eru Gunnar Reynisson og Soffía Reynisdóttir

Líf frá Syðri-Völlum var sýnd í flokki 6 vetra hryssna og hlaut 8,23 í aðaleinkunn. Fyrir sköpulag fékk Líf 8,14 (9-8,5-7,5-8,0-8,5-8,0-7,5-7,5) og fyrir hæfileika 8,29 (8,5-8,0-8,5-8,0-8,5-8,0-7,5)
Líf er undan Núma frá Þóroddsstöðum og Brá frá Sigmundarstöðum.
Ræktandi er Reynir Aðalsteinsson en eigendur eru Reynir Aðalsteinsson, Andersson, Lars.

Fregn frá Vatnshömrum var sýnd í flokki 5 vetra hryssna og hlaut 7,96 í aðaleinkunn. Fyrir sköpulag fékk Fregn 7,94 (7,5-8,0-7,5-7,5-9,0-7,5-8,0-8,0) og fyrir hæfileika 7,97 (7,5-8,0-8,0-8,0-8,5-8,0-7,5)
Fregn er undan Huginn frá Haga I og Gyðju frá Gröf.
Ræktendur eru Hallgrímur S Sveinsson og Sveinn Hallgrímsson en eigandi er Jóhann B Magnússon

Bylting frá Bessastöðum var sýnd í flokki 4 vetra hryssna og hlaut 7,83 í aðaleinkunn. Fyrir sköpulag fékk Bylting 7,98 (7,5-8,0-8,0-8,0-8,0-8,5-8,0-7,5) og fyrir hæfileika 7,73 (8,0-6,0-8,0-8,0-8,0-8,0-7,0).
Bylting er undan Trú frá Auðsholtshjáleigu og Millu frá Árgerði.
Eigendur og ræktendur er Jóhann B Magnússon og Guðný Helga Björnsdóttir


03.06.2009 11:05

Opið töltmót Skugga

Opið töltmót Skugga verður haldið sunnudaginn 7.júní n.k og hefst kl 14:00 að vindási (ef næg þátttaka næst.)

 

Aðeins keppt í opnum flokki. Skráningu líkur 5.júní og skal send á netfangið helgikh@simnet.is.

Við skráningu skal gefið upp IS númer hests,kennitölu knapa og upp á hvora hönd knapi vill byrja.

 

Skráningagjald er 2500 kr á fyrsta hest og 1500 kr á aðra.

Hvetjum sem flesta til að taka þátt!

02.06.2009 08:47

Ræktunarbúsýningar á Fjórðungsmóti


Ákveðið hefur verið að flýta skráningatíma fyrir ræktunarbúsýningar á Fjórðungsmótinu. Skráningafrestur rennur út 10. Júní, en var áður 15. Júní.

Við ákváðum að stytta þetta vegna þess að þá er hægt að láta þau bú vita fyrr sem komast að, því einungis verða 12 bú dregin út til þáttöku á mótinu.

Skráningar skulu berast á netfangið mitt,  bkongur@simnet.is

Minni á ýmsar upplýsingar um mótið á síðunni okkar  www.lhhestar.is/fm2009

 

Kv. Bjarni Jónasson

02.06.2009 08:40

Tveir stóðhestar úr V-Húnavatnssýslu hlutu góðan dóm á héraðssýningu á Sauðárkróki 26.-29.maí.

Það er gaman þegar hrossaræktendur uppskera árangur erfiðis sín og vel gengur. Tveir stóðhestar úr V-Húnavatnssýslu hlutu háan dóm á héraðsýningu á Sauðárkróki í vikunni.

 

Grettir frá Grafarkoti var sýndur í flokki 7 vetra stóðhesta og hlaut 8,23 í aðaleinkunn. Grettir hefur sjaldan verið betri og brást ekki vonum knapa síns og annars eiganda sem var fimmtug sama dag og yfirlitsýningin var þann 29.maí. Geri aðrar konur betur og má Hedda vera stolt sem bara yngist með árunum. Grettir hlaut fjórar 9 fyrir hæfileika fyrir tölt, vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt tölt. Grettir er klárhestur og því skeiðlaus, því er þetta geysigóður árangur.

Fyrir sköpulag fékk Grettit 8,18 og fyrir hæfileika 8,26

Grettir er undan Óttu frá Grafarkoti og Dyn frá Hvammi.

Eigendur og rækendur eru Indriði og Herdís í Grafarkoti.

 

Ræll frá Gauksmýri stóð efstur í flokki  stóðhesta 6 vetra og hlaut í aðaleinkunn 8.27.  Hlaut hann 8.5 fyrir  tölt, brokk, skeið og fegurð í reið og 9,0 fyrir vilja og geðslag. Ræll er viljugur  og rúmur alhliða gæðingur með jafnar allar gangtegundir. Fyrir byggingu hlaut Ræll 7.93 og þar af var hæsta einkunn 9.0 fyrir bak og lend. Fyrir hæfileika hlaut hann 8.50.

Ræll erundan Galsa frá Sauðárkróki og Rögg frá Skógum.

Eigendur og ræktendur eru Jóhann og Sigríður á Gauksmýri.

 

Báðir þessir stóðhestar eru þar með komnir með fararleyfi á Fjórðungsmót á Kaldármelum. Eftir það verða þeir til afnota hjá eigendum og er um að gera hjá hryssueigendum að tryggja sé pláss hið fyrsta.

01.06.2009 23:43

Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir fjórðungsmót

Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir fjórðungsmót

Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir fjórðungsmót verður haldið laugardaginn 13.júní og sunnudaginn 14.júní á félagssvæði Þyts. Mótið hefst kl.10:00 báða dagana.

Keppt verður í tölti opinn flokkur, B-flokkur, 2.flokkur, A- flokkur, 2 flokkur , ungmennaflokkur(fædd 1991-1988), unglingaflokkur(fædd 1995-1992), barnaflokkur( börn fædd 1996 og yngri) og pollaflokkur( 9 ára og yngri), einnig verður opið tölt fyrir 17 ára og yngri.

Tekið verður á móti skráningum miðvikudaginn 10.júní og fimmtudaginn 11.júní, hægt er að senda mail á hoo11@hi.is eða hringja í síma 822-3848(Hjördís Ósk). Fram verður að koma IS númer hests, nafn knapa og flokkur. Ítrekað er að EKKI verður tekið á móti skráningum eftir fimmtudaginn 11.júní!

Skráningargjöld verða 2000 kr fyrir fyrstu skráningu, 1500 fyrir aðra skráningu og 1000 kr eftir það. Pollar, börn og unglingar borga 800 kr.


Félagsmenn þurfa að hafa greitt félagsgjald til að geta keppt.

Mótanefnd

 

 

 

Flettingar í dag: 749
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1417936
Samtals gestir: 74854
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:29:37