Færslur: 2009 Júlí
29.07.2009 09:17
Grásteinn og Tryggvi ekki á leiðinni á HM
www.hestafrettir.is
27.07.2009 10:16
Opið íþróttamót Þyts dagana 8 og 9 ágúst
sáum þessa flottu mynd af Grétu á www.hestafrettir.is
Opið íþróttamót Þyts verður haldið laugardaginn 8.ágúst og sunnudaginn 9.ágúst á félagssvæði Þyts. Mótið hefst kl.09:00 báða dagana.
Þær keppnisgreinar sem verða eru:
Fjórgangur:
- 1 og 2 flokkur, ungmennaflokkur(fædd 1991-1988), unglingaflokkur(fædd 1995-1992), barnaflokkur( börn fædd 1996 og yngri) og pollaflokkur( 9 ára og yngri).
Fimmgangur:
- 1.flokkur
Tölt:
1 og 2 flokkur, ungmennaflokkur(fædd 1991-1988), unglingaflokkur(fædd 1995-1992), barnaflokkur( börn fædd 1996 og yngri)
Tölt T2:
- 1.flokkur
Gæðingaskeið og 100 metra skeið
Tekið verður á móti skráningum mánudaginn 3 ágúst, þriðjudaginn 4.ágúst og miðvikudaginn 5.ágúst, hægt er að senda mail á hoo11@hi.is eða hringja í síma 822-3848(Hjördís Ósk). EkkiI verður tekið á móti skráningum eftir miðvikudaginn 5.ágúst!
Skráningargjöld verða 2000 kr fyrir fyrstu skráningu, 1500 fyrir aðra skráningu og 1000 kr eftir það. Pollar, börn og unglingar borga 800 kr. Við skráningu þarf að koma fram IS-númer hests, kennitala knapa, keppnisgrein og uppá hvaða hönd skal ríða.
Athugið að hægt er að greiða skráningargjöld beint inná reikning 1105-26-1081 kt: 550180-0499
27.07.2009 08:38
Úrslitin á Fákaflugi
Hér eru öll úrslitin frá mótinu:
A flokkur
A úrslit
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Bjarni Jónasson / Trópí frá Hnjúki 8,42
2 Ásdís Helga Sigursteinsdóttir / Von frá Árgerði 8,39
3 Þorsteinn Björnsson / Þrándur frá Hólum 8,37
4 Pétur Örn Sveinsson / Þóra frá Prestsbæ 8,36
5 Líney María Hjálmarsdóttir / Þerna frá Miðsitju 8,34
6 Páll Bjarki Pálsson knapi í úrslitum Eyrún Ýr Pálsdóttir
/ Hreimur frá Flugumýri II 8,34
7 Páll Bjarki Pálsson / Glettingur frá Steinnesi 8,25
8 Bjarni Jónasson knapi í úrslitum Tryggvi Björnsson
/ Styrnir frá Neðri-Vindheimum 8,20
A flokkur
B úrslit
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Líney María Hjálmarsdóttir / Þerna frá Miðsitju 8,30
2 Sæmundur Sæmundsson / Birta frá Tunguhálsi II 8,29
3 Magnús Bragi Magnússon / Spes frá Íbishóli 8,25
4 Fanney Dögg Indriðadóttir / Eldur frá Sauðadalsá 8,20
5 Sölvi Sigurðarson / Vakning frá Enni 8,19
6 Magnús Bragi Magnússon knapi í úrslitum Elisabet Jansen
/ Dögg frá Íbishóli 8,13
7 Jóhann Magnússon / Maístjarna frá Þóreyjarnúpi 7,87
8 Jón Herkovic / Formúla frá Vatnsleysu hætti keppni 2,69
Barnaflokkur
A úrslit
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Ásdís Ósk Elvarsdóttir / Smáralind frá Syðra-Skörðugili 8,37
2 Ingibjörg Sóllilja Baltasarsdóttir / Mökkur frá Kópavogi 8,26
3 Ragna Vigdís Vésteinsdóttir / Gola frá Ytra-Vallholti 8,21
4 Rúna Tómasdóttir / Brimill frá Þúfu 8,17
5 Rósanna Valdimarsdóttir / Stígur frá Krithóli 8,14
6 Ragnheiður Petra Óladóttir / Prestley frá Hofi 8,08
7 Jóndís Inga Hinriksdóttir / Vængur frá Hólkoti 7,98
8 Aron Orri Tryggvason / Þróttur frá Húsavík hætti keppni 4,06
Unglingaflokkur
A úrslit
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Ásta Björnsdóttir / Glaumur frá Vindási 8,49
2 Anna Kristín Friðriksdóttir / Glaður frá Grund 8,37
3 Harpa Birgisdóttir / Kládíus frá Kollaleiru 8,28
4 Bryndís Rún Baldursdóttir / Aron frá Eystri-Hól 8,28
5 Ólöf Rún Sigurðardóttir / Gúndi frá Krossi 8,19
6 Elínborg Bessadóttir / Vígablesi frá Dæli 8,17
7 Bjarney Anna Bjarnadóttir / Seiður frá Kollaleiru 8,07
8 Árni Þór Einarsson / Þyrill frá Fróni 8,01
Ungmennaflokkur
A úrslit
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Ástríður Magnúsdóttir / Hilda frá Vatnsleysu 8,42
2 Eyrún Ýr Pálsdóttir / Brynjar frá Flugumýri II 8,29
3 Jón Herkovic / Gestur frá Vatnsleysu 8,29
4 Rósa Líf Darradóttir / Saga frá Sandhólaferju 8,21
5 Svala Guðmundsdóttir / Þyrill frá Hólkoti 8,21
6 Hannes Brynjar Sigurgeirson / Lykill frá Varmalandi 8,14
7 Sigurlína Erla Magnúsdóttir / Öðlingur frá Íbishóli 8,14
8 Egill Þórir Bjarnason / Sýn frá Gauksstöðum 8,10
B flokkur
A úrslit
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Bjarni Jónasson / Komma frá Garði 8,70
2 Tryggvi Björnsson / Bragi frá Kópavogi 8,64
3 Björn Fr. Jónsson / Aníta frá Vatnsleysu 8,41
4 Sölvi Sigurðarson / Nanna frá Halldórsstöðum 8,40
5 Magnús Bragi Magnússon / Farsæll frá Íbishóli 8,39
6 Lilja S. Pálmadóttir / Sigur frá Húsavík 8,38
7 Barbara Wenzl / Dalur frá Háleggsstöðum 8,31
8 Sölvi Sigurðarson knapi í úrslitum Sigurbjörn Þorleifsson
/ Töfri frá Keldulandi 8,27
B flokkur
B úrslit
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Barbara Wenzl / Dalur frá Háleggsstöðum 8,53
2 Julia Stefanie Ludwiczak / Veigar frá Narfastöðum 8,45
3 Elvar Einarsson / Kátur frá Dalsmynni 8,33
4 Anna Rebecka Wohlert / Dugur frá Stangarholti 8,32
5 Róbert Logi Jóhannesson / Akkur frá Nýjabæ 8,29
6 Gísli Steinþórsson / Týja frá Árgerði 8,24
7 Bjarni Jónasson / Mund frá Grund II 8,22
8 Egill Þórarinsson / Abba frá Minni-Reykjum 8,20
Tölt
A úrslit
einkunn
Bjarni Jónasson Komma frá Garði 8,29
Björn Fr Jónsson Aníta frá Vatnsleysu 7,83
Magnús Bragi Magnússon Farsæll frá Íbíshóli 7,33
Reynir Aðalsteinsson Sikill frá Sigmundarstöðum 7,17
Sölvi Sigurðarson Nanna frá Halldórsstöðum 6,92
Ásdís Helga Sigursteinsdóttir Von frá Árgerði 5,13
Tölt
B úrslit
einkunn
Magnús Bragi Magnússon Farsæll frá Íbíshóli 7,08
Elvar Einarsson Kátur frá Dalsmynni 6,79
Julia Stefanie Veigar frá Narfastöðum 6,71
Stefán Birgir Stefánsson Dynur frá Árgerði 6,46
Tryggvi Björnsson Dögg frá Steinnesi 6,21
Skeið 100m (flugskeið)
Sprettur 1 Sprettur 2 Betri sprettur
1 Tryggvi Björnsson
Hörður frá Reykjavík 7,93 7,67 7,67
2 Mette Mannseth
Þúsöld frá Hólum 8,14 7,83 7,83
3 Reynir Aðalsteinsson
Gautur frá Sigmundarstöðum 0,00 7,96 7,96
4 Sölvi Sigurðarson
Steinn frá Bakkakoti 8,06 0,00 8,06
5 Svavar Örn Hreiðarsson
Tjaldur frá Tumabrekku 8,06 0,00 8,06
6 Guðmar Freyr Magnússun
Fjölnir frá Sjávarborg 8,26 8,11 8,11
7 Baltasar K Baltasarsson
Sólon frá Keldudal 8,19 0,00 8,19
8 Þorsteinn Björnsson
Melkorka frá Lækjamóti 8,35 0,00 8,35
9 Elvar Einarsson
Hrappur frá Sauðárkróki 8,48 8,47 8,47
10 Gestur Júlíusson
Skeið 150m
Keppandi
Betri sprettur
1 Stefán Birgir Stefánsson
Blakkur frá Árgerði 14,83
2 Sölvi Sigurðarson
Steinn frá Bakkakoti 14,90
3 Reynir Aðalsteinsson
Gautur frá Sigmundarstöðum 14,94
4 Baltasar K Baltasarsson
Sólon frá Keldudal 15,22
5 Mette Mannseth
Þúsöld frá Hólum 15,43
6 Pétur Ingi Grétarsson
Glampi frá Arnarhóli 15,48
7 Tryggvi Björnsson
Stelpa frá Steinkoti 15,50
8 Elvar Einarsson
Hrappur frá Sauðárkróki 16,47
9 Líney María Hjálmarsdóttir
Tenór frá Tunguhálsi II 17,95
10 Elísabet Jansen
Frami frá Íbishóli 18,41
Skeið 250m
Keppandi
Betri sprettur
1 Gestur Stefánsson
Gjafar frá Sjávarborg 24,96
Stökk 300m
Keppandi
Betri sprettur
1 Ástríður Magnúsdóttir
Darri frá Vatnsleysu 22,02
2 Ingibjörg Sóllilja Baltasarsdóttir
Mökkur frá Kópavogi 24,00
3 Ómar H Wiium
Bjálki frá Hjalla 24,50
4 Rósanna Valdimarsdóttir
Stígur frá Krithóli 24,60
5 Jónas Helgason
Prins frá Brúnastöðum 24,63
6 Stefanía Guðrún Eyjólfsdóttir
Svala frá Syðri-Ingveldarstöðum 25,01
7 Sara María Ásgeirsdóttir
Jarpblesa frá Djúpadal 27,07
Brokk 300m
Keppandi
Betri sprettur
1 Eyrún Ýr Pálsdóttir
Boði frá Flugumýri 37,26
2 Ástríður Magnúsdóttir
Roði frá Hemlu 41,37
3 Margrét Eyjólfsdóttir
Glettnir frá Starrastöðum 47,69
4 Eva Dögg Sigurðard
Safír frá Neðra-Ási II 51,25
www.hestafrettir.is
22.07.2009 21:35
Tryggvi á leiðinni á HM
Grásteinn frá Brekku og Tryggvi á Fjórðungsmótinu. (mynd: Kolbrún Grétarsdóttir)
Einnig er einn fyrrverandi Þytsfélagi í landsliðinu en það er núverandi heimsmeistarinn Bergþór Eggertsson (Beggi frá Bjargshóli). Hann keppir á Lótus frá Aldenghoor.
En Einar Öder Magnússon landsliðseinvaldur tilkynnti landslið Íslands í hestaíþróttum í gær. Liðið er skipað 19 einstaklingum og þar af eru 4 núverandi heimsmeistarar sem öðlast sjálfkrafa keppnisrétt og eiga þar með tækifæri á að verja titla sína.
Jóhann Skúlason, núverandi heimsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum, keppir á Hvini frá Holtsmúla
Bergþór Eggertsson, núverandi heimsmeistari í 250m skeiði og fljúgandi skeiði 100m, keppir á Lótusi frá Aldenghoor
Þórarinn Eymundsson, núverandi heimsmeistari í fimmgangi og samanlögðum fimmgangsgreinum, keppir á Krafti frá Bringu.
Sigursteinn Sumarliðason, núverandi heimsmeistari í gæðingaskeiði, keppir á skeiðhryssunni Ester frá Hólum
Snorri Dal keppir á Oddi frá Hvolsvelli
Daníel Jónsson keppir á Tóni frá Ólafsbergi
Þorvaldur Árni Þorvaldsson keppir á Mola frá Vindási
Sigurður Sigurðarson keppir á Herði frá Eskiholti
Erlingur Ingvarsson keppir á Mætti frá Torfunesi
Haukur Tryggvason keppir á Baltasar from Freyelhof
Rúna Einarsdóttir-Zingsheim keppir Frey vom Nordsternhof
Linda Rún Pétursdóttir keppir á Erni frá Arnarsstöðum
Valdimar Bergstað keppir á Orion frá Lækjarbotnum
Teitur Árnason keppir á Glaði frá Brattholti
Kynbótaknapar
Tryggvi Björnsson sýnir Grástein frá Brekku í kynbótadómi í flokki 7v og eldri stóðhesta
Þórður Þorgeirsson sýnir Kjarna frá Auðsholtshjáleigu í kynbótadómi í flokki 6v. stóðhesta
Guðmundur Björgvinsson sýnir Sæfara frá Hákoti í kynbótadómi í flokki 5v. stóðhesta
Gunnar Hafdal sýnir Þrumu frá Glæsibæ 2 í kynbótadómi í flokki 7v og eldri hryssna
Jóhann Skúlason sýnir Gerplu frá Blesastöðum 1a í kynbótadómi í flokki 6v hryssna
Erlingur Erlingsson sýnir Stakkavík frá Feti í kynbótadómi í flokki 5v hryssna
Landsliðseinvaldi til að aðstoðar eru þeir Anton Páll Níelsson og Sigurður Vignir Matthíasson. Dýralæknir íslenska landsliðsins er Susanne Braun.
Líkt og landsliðseinvaldur greindi frá í dag er hann kynnti liðið er hér um að ræða gríðarsterka og keppnisreynda einstaklinga sem mikils er vænst af.
Landssamband hestamannafélaga og íslenska landsliðið þakkar styrktaraðilum sínum kærlega fyrir stuðninginn en þeir eru: TOYOTA, HERTZ, VÍS, LANDSBANKINN, ICELANDAIR, ICELANDAIR CARGO OG MUSTAD.
21.07.2009 11:12
Æskulýðsmót Norðurlands
|
FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA.
10.07.2009 16:45
Opið íþróttamót Þyts dagana 8 og 9 ágúst
Fyrirhugað er að halda opið íþróttamót Þyts dagana 8 og 9 ágúst næstkomandi. Keppt verður í fjórgangi:1.flokkur, 2 flokkur,börn unglingar og ungmennni, Fimmgangi 1.flokkur, tölti: 1.flokkur, 2.flokkur, börn unglingar, ungmenni, slaktaumatölti 1.flokkur, gæðingaskeiði og 150 metra skeiði.
Ef einhverjir sjá sig fært um að aðstoða við mótið m.a. ritarar, fótaskoðunarmenn, hliðverðir ofl. þá endilega látið vita af ykkur hér á síðunni.
Mótið verður nánar auglýst síðar!
Mótanefnd
10.07.2009 09:05
Íslandsmót fullorðinna
Ljóst er að baráttan verður hörð því fremstu knapar og hestar landsins eru skráðir til leiks. Íslandsmótið er jafnframt síðasta mótið áður en Landsliðseinvaldur tilkynnir landsliðið sem mun fara á Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss.
heimild: lhhestar.is
09.07.2009 09:50
Úrslit Firmakeppninnar
POLLAR
Rakel Gígja Ragnarsdóttir 4 ára, alveg að verða 5 ára
Háleggur jarpur
Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir 5 ára
Raggi brúnn 14 vetra
Eysteinn Tjörvi Kristinnsson 7 ára
Goði rauður 15 vetra
Dagbjört Jóna Tryggvadóttir 2 ára
Glæsir jarpskóttir 6 vetra
Þórólfur Hugi Tómasson 3 ára
Spói jarpur 13 vetra
Ingvar Óli 7 ára
Nemi rauður 20 ára
KONUR:
1 sæti
Hjördís Ósk Óskarsdóttir
Hvinur frá Sólheimum brúnn 7 v Þau kepptu fyrir Kjöthornið.
2. sæti
Elín Anna Skúladóttir
Krúser frá Nýjabæ 8 v. Þau kepptu fyrir Steypustöðina.
3.sæti
Sigrún Þórðardóttir
Stilkur frá Höfðabakka. Þau kepptu fyrir Bílagerði
KARLAR
1. sæti
Pálmi Geir Ríkharðsson
Oliver frá Syðri Völlum 6. v. Þeir kepptu fyrir Reykjatanga.
2. sæti
Pétur Guðbjörnssson
Klerkur frá Keflavík 14 v. Þeir kepptu fyrir Lækjamót
3. sæti
Þorgeir Jóhannesson
Apríl frá Ytri Sandvík 10 v. Þau kepptu fyrir Staðarflöt.
BÖRN
1. sæti
Ásta Guðný Unnsteinsdóttir
Hrafnhetta 18.v Þær kepptu fyrir Dansskóla Jóns Péturs og Köru.
2. sæti
Lilja Karen Kjartansdóttir
Fía frá Hólabaki 12 v. Þær kepptu fyrir Sjóvá.
3. sæti
Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir
Pjakkur frá Rauðuvík 12 .v Þau kepptu fyrir BBH útgerð.
UNGLINGAR
1.sæti
Theodóra Dröfn Skarphéðinsdóttir
Spyrna frá Syðri Reykjum 9.v Þær kepptu fyrir Kaupfélagið
2. sæti
Rakel Rún Garðarsdóttir
Hrókur frá Stangarholti 8 .v Þau kepptu fyrir Egta ehf
3. sæti
Fríða Marý Halldórsdóttir
Sómi frá Böðvarshólum 6.v Þau kepptu fyrir Gauksmýri
07.07.2009 16:37
FM lokið
Fjórðungsmóti 2009 á Vesturlandi er lokið og að sögn mótshaldara eru þeir ánægðir með mótahaldið sem einkenndist af drengilegri keppni og ekki spillti veðurblíðan fyrir.
Þytsmenn stóðu sig með sóma og mun ég stikla hér á stóru um árangurinn.
Í barnaflokki komst Helga Rún Jóhannsdóttir í úrslit á Herði frá Varmalæk og enduðu þau í 7. sæti. Í tölti 17. ára og yngri stóð Fríða Marý Halldórsdóttir sig frábærlega en hún keppti í bráðabana um sigurinn. Endaði svo önnur á honum Sóma frá Breiðabólsstað. Eydís Anna Kristófersdóttir og Þokki frá Blönduósi komust einnig í A-úrslit í töltinu og enduðu í 4. sæti. Þrjár dömur úr Þyti komust svo í B-úrslit í töltinu en það voru Jónína Lilja Pálmadóttir og Hvönn frá Syðri Völlum og enduðu þær í 7. sæti, Teódóra Kristófersdóttir og enduðu í 8. sæti og Rakel Rún Garðarsdóttir og Hrókur frá Stangarholti enduðu í 10. sæti.
Í ungmennaflokki kom sá og sigraði hún Helga Una okkar á Karitas frá Kommu með einkunnina 8,57. Á mótinu hlaut Helga einnig reiðmenntunarverðlaun Félags tamningamanna fyrir glæsilegan árangur. Helga Una er eins og allir vita afar efnilegur knapi sem á bjarta framtíð fyrir sér.
Í B flokki gæðinga náðu þeir Tryggvi Björnsson og Akkur frá Brautarholti fjórða sætinu með einkunnina 8,69. Ísólfur Líndal Þórisson kom tveimur hestum inn í A-úrslit í B-flokknum en hann keppti þar fyrir hestamannafélögin Stíganda og Neista á þeim Ögra frá Hólum og Sindra frá Leysingastöðum II. Knapi á Ögra í úrslitunum var Metta Mannseth og enduðu þau í 6.sæti með einkunnina 8,47 en Ísólfur og Sindri enduðu í 8. sæti með einkunnina 8,34.
Í A-flokki gæðinga komst Fanney Dögg Indriðadóttir og Eldur frá Sauðadalsá í B-úrslit og enduðu þau í 14. sæti.
Í tölti komst Ísólfur L Þórisson í B-úrslit á Sindra frá Leysingjastöðum II og enduðu þeir í 8. sæti með einkunina 7,39
Eitt ræktunarbú úr Húnaþingi vestra sýndi á mótinu en það var Höfðabakki. Þar voru flott hross á ferð og brekkan lét vel í sér heyra þegar Höfðabakkahrossin riðu um völlinn.
Höfðabakki ræktunarbú
Ekki er hægt annað en að minnast á það ræktunarbú sem kosið var besta ræktunarbú Fjórðungsmótsins en það var STEINNES. Sex glæsileg hross voru sýnd frá búinu á mótinu þar sem Kiljan frá Steinnesi fór í farabroddi. Glæsilegur stóðhestur sem var efstur í 5 vetra flokki með aðaleinkunn 8,59. Fyrir byggingu 8,21 og fyrir hæfileika hvorki meira né minna en 8,84.
Steinnes ræktunarbú
Kynbótahross úr Húnaþingi vestra sem komust í verðlaunasæti voru:
4 vetra hryssur
Kara frá Grafarkoti varð fjórða með aðaleinkunn 8,01. Fyrir byggingu hlaut Kara 8,33 (8,0-9,0-7,5-8,5-8,5-7,5-8,0-7,5) og fyrir hæfileika hlaut Kara 7,80 (8,0-8,0-7,0-7,5-8,0-8,0-7,5). Sýnandi: Tryggvi Björnsson
6 vetra hryssur
Líf frá Syðri-Völlum varð fimmta með aðaleinkunn 8,11. Fyrir byggingu hlaut Líf 8,14 (9,0-8,5-7,5-8,0-8,5-8,0-7,5-7,5) og fyrir hæfileika hlaut Líf 8,09 (8,5-8,0-7,0-8,0-8,5-8,0-8,5). Sýnandi: Einar Reynisson
7.vetra og eldri stóðhestar - Grettir frá Grafarkoti varð þriðji með aðaleinkunn 8,22. Fyrir byggingu hlaut Grettir 8,18 (8,0-8,5-8,5-8,0-8,0-8,0-8,0-8,5) og fyrir hæfileika hlaut Grettir 8,25 (9,0-8,5-5,0-8,5-9,0-9,0-7,0). Sýnandi: Herdís Einarsdóttir
Hedda og Grettir
Þytsfélagar þið stóðuð ykkur frábærlega eins og venjulega í að styðja okkar fólk. Létuð vel í ykkur heyra Mikið grín og fjör var hjá Þytsfélögunum alla dagana og hér að neðan má sjá smá sýnishorn!!!!
Öll úrslit mótsins má annars sjá á heimasíðu Fjórðungsmótsins eða hér.
Komnar nokkrar myndir inn á myndasíðuna hér.
Mjög flottar myndir af mótinu má svo sjá á heimasíðu Kollu Grétars.
- 1