Færslur: 2009 Október

31.10.2009 19:16

Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar 2009



Þá er komið að Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Þyts  og verður hún haldin föstudaginn 6.nóvember n.k. á Cafe Sirop og hefst hún klukkan 17.00
Börnunum verður boðið upp á pizzur og drykki, en foreldrum er sjálfsagt að gæða sér líka á pizzahlaðborðinu fyrir hóflegt verð að sjálfsögðu. 

Við hvetjum alla til að mæta sem hafa verið með okkur á árinu í æskulýðsstarfinu og eiga með okkur skemmtilega stund.

Kv. Æskulýðsnefnd

28.10.2009 09:10

Námskeið

 

Námskeið í fortamningu tryppa verður 14. og 15. nóvember á Lækjamóti frá kl. 13.00 - 18.00 báða dagana. Nemendur þurfa ekki að koma með tryppi með sér, þau verða á staðnum.

Leiðbeinendur verða Ísólfur Líndal Þórisson og Þórir Ísólfsson.

Nánari uppl og skráning hjá Ingvari í síma 848-0003 fyrir 10. nóv.


Fræðslunefnd Þyts

27.10.2009 20:44

Eru tvíburarnir hans Dóra ennþá með í eyrunum?







                                                          .... þið komist að því á Uppskeruhátíðinni emoticon







27.10.2009 10:15

Myndir í dagtalið

Myndir í dagatal Þyts, sendist á kolbruni@simnet.is  fyrir 1. nóv.

Myndirnar verða að vera í góðri upplausn.

23.10.2009 17:40

Talar Steini Tryggva sænsku ?







                                                           .... þið komist að því á Uppskeruhátíðinni emoticon




23.10.2009 13:42

Íþrótta- og gæðingadómar komnir inn í WorldFeng

 

Frá og með gærdeginum gátu áskrifendur WF skoðað alla íþrótta- og gæðingadóma á Íslandi á síðustu árum. Upplýsingarnar koma úr SPORTFENGUR.COM sem er tölvukerfi sem þróað hefur verið í samvinnu við LH.

Á næstunni verður bætt við erlendum íþrótta- og gæðingadómum í samvinnu við FEIF sem koma frá Icetest forritinu en búast má við að það verði tímafrekara verk en gögnin úr SPORTFENG sem eru að fullu samræmd við gögn í WF.

Þá hófst útsending á skýrsluhaldinu í hrossarækt til þeirra um 4.000 skýrsluhaldara. Vakin er athygli á að allir geta nú skilað inn rafrænu skýrsluhaldi í gegnum heimarétt WorldFengs og þar geta þeir í leiðinni afþakkað að fá sent skýrsluhaldið í pósti.

22.10.2009 20:31

Helga Una tilnefnd sem efnilegasti knapi ársins 2009

 
Helga Una og Karítas frá Kommu


Nú liggja fyrir tilnefningar til knapaverðlauna sem veitt verða á Uppskeruhátíð hestamanna 7.nóv. í Reykjavík. Einnig verða veitt heiðursverðlaun Landssamband hestamannafélaga.

Tilnefndir eru:

 

Efnilegasti knapi ársins 2009
- Agnes Hekla Árnadóttir
- Camilla Petra Sigurðardóttir
- Hekla Katharina Kristinsdóttir
- Helga Una Björnsdóttir
- Linda Rún Pétursdóttir


Gæðingaknapi ársins 2009
- Bjarni Jónasson
- Erlingur Ingvarsson
- Guðmundur Björgvinsson
- Jakob Sigurðsson
- Sigurbjörn Bárðarson
- Súsanna Ólafsdóttir


Íþróttaknapi ársins 2009
- Halldór Guðjónsson
- Jóhann R. Skúlason
- Rúna Einarsdóttir-Zingsheim
- Sigurður Sigurðarson
- Snorri Dal
- Viðar Ingólfsson


Kynbótaknapi ársins
- Daníel Jónsson
- Erlingur Erlingsson
- Jakob Svavar Sigurðsson
- Jóhann R. Skúlason
- Mette Mannseth
- Sigurður Sigurðarson


Skeiðknapi ársins 2009
- Árni Björn Pálsson
- Bergþór Eggertsson
- Sigurbjörn Bárðarson
- Sigurður Sigurðarson
- Teitur Árnason
- Valdimar Bergstað


Knapi ársins 2009
- Bergþór Eggertsson
- Erlingur Erlingsson
- Jóhann R. Skúlason
- Rúna Einarsdóttir-Zingsheim
- Sigurbjörn Bárðarson
- Sigurður Sigurðarson


21.10.2009 21:44

Skildi Tryggvi hafa komist úr jakkanum?




                                                         .... þið komist að því á Uppskeruhátíðinni emoticon

 





 

21.10.2009 18:47

Uppskeruhátíð æskulýðsnefndar Þyts

Fyrirhugað er að halda Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Þyts
föstudaginn 6. nóve
mber 2009
allar nánari upplýsingar verða auglýstar síðar endilega takið kvöldið frá :)

kv. æskulýðsnefndin

21.10.2009 11:55

Aðgangur að Worldfeng

Aðgangur að Worldfeng er ókeypis fyrir skuldlausa félagsmenn. Ef þið viljið aðgang hafið samband við Sigrúnu í síma 660-5826 eða á sigrun@skvh.is Þið þurfið að gefa upp tölvupóstfang.

20.10.2009 16:19

Dagatal Þyts

Jæja þá er komið að því að safna myndum fyrir dagatal ÞYTS. Endilega sendið mér fallegar myndir á kolbruni@simnet.is fyrir 01.11 emoticon

15.10.2009 08:56

Hross flutt út fyrir 1,2 milljarða

Útflutningur á hrossum hefur verið svipaður í ár og í fyrra, sem í sjálfu sér er góður árangur að mati Gunnars Arnarsonar, sem sér um skipulagningu á útflutningi.

"Þótt ástandið sé slæmt á Íslandi er kreppa víðar og það er ekki sjálfgefið að fólk kaupi íslenska hesta í slíku árferði, en gengið hefur hjálpað okkur," segir Gunnar.

Mest er flutt út af hestum til Noregs, Svíþjóðar og Þýskalands. Í fyrra voru seldir um 1.500 hestar, en útflutningurinn til þessa í ár er um 1.200 hestar.

Framundan er mesti annatíminn í útflutningnum, en haustin þykja hagstæð til útflutnings þegar hiti hefur minnkað í helstu viðskiptalöndunum og breytingin er mildust fyrir hrossin. 

 

Spurður um verð á hestunum sagði Gunnar að það gæti verið á bilinu frá 200 þúsund krónum upp í um 20 milljónir. Ekki væri óalgengt að reiðhestur væri seldur á 7-800 þúsund krónur.

Ef miðað er við að meðalverð á hesti til útflutnings sé 800 þúsund krónur og heildarútflutningur ársins nemi 1.500 hestum má ætla að tekjur af útflutningnum séu um 1,2 milljarðar.


www.mbl.is  

14.10.2009 08:23

Uppskeruhátíðin

Uppskeruhátíð  Hrossaræktarsamtaka V-Hún

og Hestamannafélagsins Þyts 2009



Verður haldin að laugardagskvöldið 7. nóvember nk. í Félagsheimilinu á Hvammstanga.

Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi

Nánar auglýst síðar

Skemmtinefndin

05.10.2009 08:50

Stóðréttir í Víðidalstungurétt



Komnar eru myndir inn í myndaalbúmið úr réttinni.

  • 1
Flettingar í dag: 448
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 2796
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 1417634
Samtals gestir: 74847
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:21:02