Færslur: 2010 Mars
18.03.2010 10:18
KS-deildin úrslit fimmgangur
Þriðja mótið var haldið í gærkvöldi í KS-deildinni og var keppt í fimmgangi að þessu sinni. Knaparnir voru mættir með 18 nýja hesta eins og við var að búast og var keppnin hörð og spennandi og ekki hægt að ganga að neinu vísu eins og venjan er í fimmgangi og þá sérstaklega á minni braut.
Eftir forkeppnina var í raun ekki nokkur leið að spá fyrir hver myndi sigra og til gamans má geta að öll níu hrossin sem komust í úrslit eru 1. verðlauna kynbótahross.
Í B-úrslitunum hafnaði Ólafur og Ódysseifur í 9. sæti eftir að skeiðið hafði misheppnast. Jöfn í 7. og 8. sæti lentu Heiðrún með Venusi og Ísólfur með Kraft og verður að viðurkennast að Kraftur olli smá vonbrigðum en þeir komu efstir inn í úrslitin. Magnús Bragi með Vafa og Elvar með Smáralind börðust um sigurinn hafði Magnús forystuna þar til í skeiðinu en þá skaust Elvar tveimur kommum upp fyrir hann og komst þannig inn í A-úrslitin.
Í A-úrslitunum höfnuðu Mette og Háttur í fimmta sæti en skeiðið heppnaðist ekki sem skyldi. Elvar komst upp í fjórða sæti og Erlingur með gæðinginn Blæ sóttu þriðja sætið. Tveir knapar börðust helst um fyrsta sætið en það voru Þórarinn með Þóru og Bjarni með Djásn og var keppnin jöfn en það er skemmst frá því að segja að Bjarni náði strax forystunni og sleppti henni aldrei og fór með sigur af hólmi.
Eftir þrjár keppnir er Bjarni í forystunni, Ísólfur annar, Ólafur þriðji og Mette fjórða en mjótt er á mununum og þegar tvær greinar eru eftir smali og skeið getur allt gerst.
Frétt af Eiðfaxa og má sjá myndbönd hér.
17.03.2010 09:50
Sláturhúsmót SKVH
Keppt verður í eftirtöldum flokkum:
Barnaflokki
Unglingaflokki
Ungmennaflokki
2. flokkur lítið vanir ( 3. flokkur)
2. flokkur
1. flokkur, verða að vera með hesta sem ekki hafa keppt áður.
Þríþraut 18 ára og eldri
Skráningu verður að vera lokið 23. mars. Skráning fer fram á netfang sigrun@skvh.is eða í síma 455-2330. Skráningargjald er 500 fyrir börn og unglinga. Skráningargjald fyrir fullorðna er 1.500 og þarf að greiða inn á reikning 1105-05-403163 kt. 540507-1040.
Aðgangseyrir er 1.000.- kr en 500 fyrir börn 6 - 12 ára
Ekki posi á staðnum.
Nánari tímasetning á heimasíðunni þegar nær dregur
SSKVH
16.03.2010 13:07
Grunnskólamót á Blönduósi
Grunnskólamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra
verður í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi
sunnudaginn 21. mars kl: 13:00.
ÞETTA MÓT ER FYRIR ALLA Í GRUNNSKÓLANUM ÓHÁÐ ÞVÍ HVORT
ÞIÐ ERUÐ Í HESTAMANNAFÉLAGI EÐA EKKI !
ÞEIR SKÓLAR SEM TAKA ÞÁTT ERU:
GRUNNSKÓLARNIR Í : HÚNAÞINGI VESTRA, Á BLÖNDUÓSI, Á SIGLUFIRÐI OG AUSTAN VATNA, VARMAHLÍÐARSKÓLI, ÁRSKÓLI OG HÚNAVALLASKÓLI.
Skráningar þurfa að hafa borist fyrir miðnætti fimmtudaginn 18.mars 2010 á
netfangið: neisti.net@simnet.is
Fram þarf að koma: nafn, bekkur og skóli knapa.
nafns hests, aldur, litur, keppnisgrein, og upp á hvora hönd er riðið.
Skráningargjald er 1000 kr. fyrir fyrsta hest og 500 kr fyrir annan hest.
og skal greiða á staðnum áður en mót hefst.
Dagskrá:
Smali 4-7. bekkur.
Smali 8-10. bekkur.
Hlé
Fegurðarreið 1-3. bekkur.
Skeið 8-10. bekkur.
ATH. Í smala er EKKI leyft að ríða með stangir.
16.03.2010 11:34
Áskorendamót Riddara Norðursins - úrslit

Áskorendamóts Riddara Norðursins fór fram í Reiðhöllinni á Króknum s.l. laugardagskvöld að viðstöddu fjölmenni og óhætt að segja að mikið fjör og barátta var í keppendum.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Fjórgangur
Knapi / Lið / Einkunn
- 1. Sölvi Sigurðarson / Riddarar 6,90
- 2. Fanney Dögg Indriðadóttir / Þytur 6,80
- 3. Viðar Bragason / Lúlli Matt 6,63
- 4. Júlía Ludwiczak / Narfastaðir 6,43
- 5. Hörður Óli Sæmundsson / Vatnsleysa 5,43
Fimmgangur
Knapi / Lið / Einkunn
- 1. Bergur Gunnarsson / Narfastaðir 6,69
- 2. Þórhallur / Lúlli Matt 6,64
- 3. Elvar Logi Friðriksson / Þytur 6,50
- 4. Guðmundur Þór Elíasson / Riddarar 5,76
- 5. Þórir Jónsson / Vatnsleysa 5,33
Skeið
Knapi / Lið / Tími
- 1. Sigvaldi Lárus Guðmundsson / Vatnsleysa 5,22
- 2. Íris Sveinbjörnsdóttir / Narfastaðir 5,34
- 3. Laura Benson / Hólaskóli 5,55
- 4. Ómar Ingi Ómarsson / Hólaskóli 5,67
- 5. Brynjólfur Þór Jónsson / Riddarar 5,70
- 6. Halldór P. Sigurðsson / Þytur 5,90
- 7. Helgi Þór Guðjónsson / Hólaskóli 6,22
- 8. Þór Jónsteinsson / Lúlli Matt 6,37
- 9. Camilla Petra Sigurðardóttir / Hólaskóli 0,00
- 10. Sólon Morthens / Hólaskóli 0,00
Tölt
Knapi / Lið / Einkunn
- 1. Ásdís Helga Sigursteinsdóttir / Riddarar 7,28
- 2. Björn Jónsson / Vatnsleysa 7,28
- 3. Riikka Anniinna / Narfastaðir 6,72
- 4. Þorbjörn Matt / Lúlli Matt 6,61
- 5. Tryggvi Björnsson / Þytur 0,00
Stigakeppni
Sæti / Lið / Stig
- 1. Riddarar 15
- 2. Narfastaðir 14
- 3. Vatnsleysa 11
- 4. Lúlli Matt 10
- 5. Þytur 10
Riddarar eru mjög sáttir við kvöldið og vilja þakka liðsmönnum fyrir drengilega keppni og áhorfendum fyrir stuðninginn.
-Þetta kvöld var virkilega gott kvöld í alla staði og við hlökkum til að halda mótið að ári, segir á heimasíðu félagsins
www.feykir.is
15.03.2010 21:25
DVD diskur til sölu

Nú er hægt að fá DVD disk með upptöku frá vígsluhátíð Þytsheima og 60 ára afmælissýningu hestamannafélagsins með því að senda Palla pöntun í netfangið pallibj@gmail.com
ATHUGIÐ að diskarnir eru EKKI í umslagi/hulstri. Stykkið kostar þúsundkrónur.
15.03.2010 15:15
KB mótaröðin
A-úrslit KB mótaröðin - Tölt
BARNAFLOKKUR Forkeppni Úrslit
1 Konráð Axel Gylfason Mósart f.Leysingjast. 6,5 6,6
2 Magnús Þór Guðmundss. Drífandi f.Búðardal 6,05 6,5
3 Valdís Björk Guðmunds. Óskadís f.Svignaskarði 5,45 5,9
4 Guðný Margrét Siguroddsd. Mosi f.Kílhrauni 6,1 5,8
5 Gyða Helgadóttir Hermann f.Kúskerpi 5,25 5,3
UNGLINGAFLOKKUR
1 Sigrún Rós Helgadóttir Biskup f.Sigmundarst. 6,7 7,0
2 Svandís Lilja Stefánsdóttir 6,5 6,4
3 Klara Sveinbjörnsdóttir Óskar f.Hafragili 5,9 5,9
4 Hera Sól Hafsteinsd Orka f Leysingjast. 4,75 5,7
5 Þórdís F. Þorsteinsdóttir. Móðnir Ölvaldsst. 4,5 5,1
UNGMENNI
1 Marina Schregelmann Stapi f.Feti 6,05 6,9
2 Óskar Sæberg Drífandi f.Syðri-Úlfsst. 5,95 6,8
3 Þórdís Jensdóttir Hraunar f.Hesti 5,5 6,0
4 Arnar Ásbjörnsson Brúnki f.Haukatungu 5,4 5,6
5 Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir Kremi f.Galtanesi 4,8 5,2
2. flokkur
1 Grettir Börkur Guðmundss. Bragi f.Búðardal 5,85 6,5
2 Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Hrannar f.Galtanesi 6,05 6,4
3 Ragnar Alfreðsson Önn f.Auðsholtshjáleigu 5,75 6,1
4 Rebecca Dorn Dynjandi f.Hofi 5,4 5,9
5 Þórdís Arnardóttir Tvistur f Þingnesi 5,55 5,8
6 Ólafur Guðmundsson Hlýri f.Bakkakoti 5,5 5,3
1. flokkur
1 Siguroddur Pétursson Hrókur f.Flugumýri 7 7,3
2 Gunnar Halldórsson Eskill f.Leirulæk 6,9 7,3
3 Kolbrún Grétarsdóttir Snilld f.Hellnafelli 6,6 7,1
4 Birna Tryggvadóttir Elva f.Miklagarði 7 7,0
5 Aðalsteinn Reynisson Sikill f.Sigmundarst. 7,15 6,9
6 Haukur Bjarnason Sólon f Skáney 6,95 6,9
B úrslit
2 flokkur forkeppni Úrslit
6 Rebecca Dorn Dynjandi f.Hofi 5,4 6,1
7 Ásberg Jónsson Sproti f.Bakkakoti 5,15 5,9
8 Ólafur Tryggvason Sunna f.Grundarfirði 5,15 5,9
9 Guðni Halldórsson Roðaspá f.Langholti 5,3 5,8
10 Inga Vildís Bjarnadóttir Ljóður f.Þingnesi 5,15 5,3
1. flokkur
6 Kolbrún Grétarsdóttir Snilld f.Hellnafelli 6,6 7,4
7 Reynir Aðalsteinsson Alda f.Syðri Völlum 6,85 7,1
8 Benedikt Líndal Lýsingur f.Svignaskarði 6,6 7,1
9 Agnar Þór Magnússon Hrímnir f.Ósi 6,75 7,0
10 Skúli Skúlason Gosi f.Lambastöðum 6,55 6,5
15.03.2010 09:22
KS - deildin fimmgangur
Næstkomandi miðvikudagskvöld verður keppt í fimmgangi í KS-Deildinni. Það verður örugglega mikil spenna í Svaðastaðahöllinni og hefst keppni kl 20:00 Stigakeppnin er mjög jöfn og ljóst er að knapar mega ekki við miklum mistökum ætli þeir sér að vera áfram í baráttunni um efstu sæti.
Meðfylgjandi er rásröð.
Meistaradeild Norðurlands
13.03.2010 11:59
Æskan og hesturinn í Reykjavík í dag

10 flottar senjorítur úr Þyti sýna á Æskan og hesturinn í Reykjavík í dag. Sýnt verður beint frá sýningunni sem byrjar núna klukkan eitt á SportTv og er slóðin inn á það hér.
Senjoríturnar eru næst síðasta atriðið...
Á vef Hestafrétta má sjá dömurnar á sýningunni. Stórglæsilegt hjá þeim.
12.03.2010 23:56
Húnvetnska liðakeppnin - fimmgangur úrslit
Þriðja mót Húnvetnsku liðakeppninnar er lokið. Keppt var í fimmgangi í 1. og 2. flokki og í tölti unglinga. Staðan eftir þessi þrjú mót í liðakeppninin er æsispennandi og getur allt gerst á lokamótinu sem er tölt og verður 9. apríl. Menn tala um að þetta verði líklega meira spennandi en sjálfar ICESAVE kosningarnar. Mótanefnd þakkar öllu starfsfólki mótsins kærlega fyrir aðstoðina, án ykkar hefði þetta ekki gengið svona vel.
Staðan er eftirfarandi:
1. sæti lið 1 með 96,5 stig
2. sæti lið 3 með 94 stig
3. sæti lið 2 með 90,5 stig
4. sæti lið 4 með 47 stig
Úrslit urðu eftirfarandi, Einkunnir forkeppni/úrslit:
Tölt unglingar:
1. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Mön frá Lækjamóti, lið 3 - eink. 6,25 / 7,0
2. Helga Rún Jóhannsdóttir og Akkur frá Nýjabæ, lið 2 - eink. 6,1 / 6,33
3. Eydís Anna Kristófersdóttir og Syrpa frá Hrísum, lið 3 - eink. 5,4 / 5,92
4. Ragna Vigdís Vésteinsdóttir og Viður frá Lækjamóti, lið 3 - eink. 5,5 / 5,92
5. Albert Jóhannsson og Dorit frá Gauksmýri, lið 2 - eink. 5,4 / 5,83
A-úrslit 2. flokkur - fimmgangur
1. Gréta B Karlsdóttir og Brimkló frá Efri-Fitjum, lið 3 - eink. 5,4 / 6,46 (vann B-úrslit og fékk þar 6,50)
2. Patrik Snær Bjarnason og Gígur frá Hólabaki, lið 1 - eink. 5,65 / 6,32
3. Kolbrún Stella Indriðadóttir og Gella frá Grafarkoti, lið 2 - eink. 5,5 / 6,11
4. Gerður Rósa Sigurðardóttir og Ímynd frá Gröf, lið 3 - eink. 5,6 / 5,79
5. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Óvissa frá Galtanesi, lið 1 - eink. 5,55 / 5,50
B-úrslit 2. flokkur - fimmgangur
6. Katharina Tescher og Brjánn frá Keldudal, lið 3 - eink. 5,15 / 5,86
7. Elías Guðmundsson og Pjakkur frá Stóru - Ásgeirsá, lið 3 - eink. 5,25 / 5,54
8. Halldór Pálsson og Efling frá Tunguhálsi II, lið 2 - eink. 5,15 / 5,54
9. Sveinn Brynjar Friðriksson og Glanni frá Varmalæk, lið 3 - eink. 5,35 / 4,32
A-úrslit 1. flokkur - fimmgangur
1. Reynir Aðalsteinsson og Sikill frá Sigmundarstöðum, lið 2 - eink. 7,05 / 7,61
2. Birna Tryggvadóttir og Röskur frá Lambanesi, lið 1 - eink. 6,90 / 7,50
3. Elvar Einarsson og Smáralind frá Syðra-Skörðugili, lið 3 - eink. 6,90 / 7,07
4. Tryggvi Björnsson og Óðinn frá Hvítárholti, lið 1 - eink. 6,85 / 6,93
5. Sigurður Halldórsson og Stakur frá Efri-Þverá, lið 2 - eink. 6,45 / 6,57 (vann B-úrslit og fékk 6,75)
B-úrslit 1. flokkur - fimmgangur
6. Agnar Þór Magnússon og Draumur frá Ólafsbergi, lið 1 - eink. 6,60 / 6,68
7. Elvar Logi Friðriksson og Brimrún frá Efri-Fitjum, lið 3 - eink. 6,45 / 6,18
8. James Faulkner og Úlfur frá Fjalli, lið 3 - eink. 6,40 / 5,64
9. Herdís Einarsdóttir og Kasper frá Grafarkoti, lið 2 - eink. 6,40 / 5,61
Einstaklingskeppnin stendur þannig:
Unglingaflokkur
1.-4. Ásdís Ósk Elvarsdóttir 5 stig
1.-4. Sigrún Rós Helgadóttir 5 stig
1.-4. Jóhannes Geir Gunnarsson 5 stig
1.-4. Viktor J Kristófersson 5 stig
5.-7. Helga Rún Jóhannsdóttir 4 stig
5.-7. Stefán Logi Grímsson 4 stig
5.-7. Elín Hulda Harðardóttir 4 stig
8. Eydís Anna Kristófersdóttir 3 stig
9. Ragna Vigdís Vésteinsdóttir 2 stig
10. Albert Jóhannsson 1 stig
2. flokkur
1. Gréta B Karlsdóttir 13 stig
2. Patrik Snær Bjarnason 12 stig
3. Kolbrún Stella Indriðadóttir 10 stig
4. Halldór Pálsson 9 stig
5. Ninni Kulberg 8 stig
6. Sveinn Brynjar Friðriksson 7 stig
7. - 8. Garðar Valur Gíslason 6 stig
7. - 8. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir 6 stig
9. Elín Rósa Bjarnadóttir 5 stig
10. Gerður Rósa Sigurðardóttir 4 stig
1. flokkur
1. Tryggvi Björnsson 25 stig
2. Reynir Aðalsteinsson 22 stig
3. Elvar Einarsson með 18 stig
4. Elvar Logi Friðriksson 15 stig
5. Agnar Þór Magnússon 13 stig
6. Eline Manon Schrijver 12 stig
7. Herdís Einarsdóttir 11 stig
8. - 9. Birna Tryggvadóttir 10 stig
8. - 9. Helga Una Björnsdóttir 10 stig
10. Einar Reynisson með 9 stig
Fleiri myndir á heimasíðu Bessastaða.
11.03.2010 08:57
Húnvetnska liðakeppnin - fimmgangur og tölt unglinga ráslistar
Hér koma ráslistar fyrir fimmgang og tölt unglinga í Húnvetnsku liðakeppninni, það verða tveir inn á í einu og er prógrammið, tölt, brokk, stökk, fet og skeið í fimmgangi (skeiðið eru tveir sprettir fjær áhorfendum og einn í einu). Í tölti verður ekki snúið við og er prógrammið hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt.
Mótið hefst klukkan 18.00 á morgun, föstudaginn 12. mars, og er dagskráin:
Unglingaflokkur
2. flokkur
1. flokkur
B-úrslit í 2. flokki
B-úrslit í 1. flokki
Úrslit í unglingaflokki
A-úrslit í 2. flokki
A-úrslit í 1. flokki
Skráningargjald er 1.500.- fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.
Aðgangseyrir er 1.000.- og frítt fyrir 12 ára og yngri.
Allt um reglur keppninnar má sjá hér.
Unglingaflokkur
1. Sigurður Bjarni Aadnegard og Óvís frá Reykjum - lið 4
1. Jóhannes Geir Gunnarsson og Þróttur frá Húsavík - lið 3
2. Kristófer Smári Gunnarsson og Óttar frá Efri-Þverá - lið 1
2. Eydís Anna Kristófersdóttir og Bergþóra frá Kirkjubæ - lið 3
3. Atli Steinar Ingason og Össur frá Síðu - lið 1
3. Inga Þórey Þórarinsdóttir og Funi frá Fremri-Fitjum - lið 1
4. Albert Jóhannsson og Dorit frá Gauksmýri - lið 2
4. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Mön frá Lækjamóti - lið 3
5. Viktor Jóhannes Kristófersson og Flosi frá Litlu-Brekku - lið 3
5. Ragna Vigdís Vésteinsdóttir og Viður frá Lækjamóti - lið 3
6. Helga Rún Jóhannsdóttir og Akkur frá Nýjabæ - lið 2
6. Sigurður Bjarni Aadnegard og Þokki frá Blönduósi - lið 4
7. Karitas Aradóttir og Kremi frá Galtanesi - lið 1
7. Kristófer Smári Gunnarsson og Spói frá Þorkelshóli - lið 1
2. flokkur
1. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Hrannar frá Galtanesi - lið 1
2. Halldór Pálsson og Efling frá Tunguhálsi II - lið 2
3. Ninni Kulberg og Þokki frá Víðinesi - lið 1
4. Garðar Valur Gíslason og Glaður frá Stórhóli - lið 3
5. Kristófer Smári Gunnarsson og Kofri frá Efri-Þverá - lið 1
6. Marina Schregelmann og Þinur frá Þorkelshóli - lið 1
7. Gréta B Karlsdóttir og Brimkló frá Efri-Fitjum - lið 3
8. Ámundi Sigurðsson og Amon frá Miklagarði - lið 2
9. Stella Guðrún Ellertsdóttir og Lukka frá Sauðá - lið 2
10. Þorgeir Jóhannesson og Stínóla frá Áslandi - lið 3
11. Jónína Lilja Pálmadóttir og Auður frá Sigmundarstöðum - lið 2
12. Ingveldur Ása Konráðsdóttir og Hjörvar frá Hraunbæ - lið 2
13. Gunnar Þorgeirsson og Hrappur frá Sauðárkróki - lið 3
14. Patrik Snær Bjarnason og Gígur frá Hólabaki - lið 1
15. Ragnar Smári Helgason og Félagi frá Akureyri - lið 2
16. Þórólfur Óli Aadnegard og Hugrún frá Réttarholti - lið 4
17. Þórarinn Óli Rafnsson og Máni frá Staðarbakka II - lið 1
18. Sveinn Brynjar Friðriksson og Glanni frá Varmalæk I - lið 3
19. Kolbrún Stella Indriðadóttir og Gella frá Grafarkoti - lið 2
20. Katharina Tescher og Brjánn frá Keldudal - lið 3
21. Guðný Helga Björnsdóttir og Andreyja frá Vatni - lið 2
22. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Óvissa frá Galtanesi - lið 1
23. Ninni Kulberg og Kostur frá Breið - lið 1
24. Halldór Pálsson og Segull frá Súluvöllum - lið 2
25. Gerður Rósa Sigurðardóttir og Ímynd frá Gröf - lið 3
26. Jón Benedikts Sigurðsson og Draumur frá Ytri-Skógum - lið 2
1. flokkur
1. Elvar Einarsson og Kóngur frá Læjamóti - lið 3
2. Jóhann Albertsson og Rödd frá Gauksmýri - lið 2
3. Elvar Logi Friðriksson og Brimrún frá Efri-Fitjum - lið 3
4. Jóhann B Magnússon og Fregn frá Vatnshömrum - lið 2
5. Sigurður Halldórsson og Stakur frá Efri- Þverá - lið 2
6. Kolbrún Grétarsdóttir og Ívar frá Miðengi - lið 1
7. Agnar Þór Magnússon og Mánadís frá Hríshóli 1 - lið 1
8. Aðalsteinn Reynisson og Viðar frá Kvistum - lið 2
9. Guðmundur Þór Elíasson og Súperstjarni frá Stóru-Ásgeirsá - lið 3
10. Reynir Aðalsteinsson og Sikill frá Sigmundarstöðum - lið 2
11. Birna Tryggvadóttir og Röskur frá Lambanesi - lið 1
12. Fanney Dögg Indriðadóttir og Stimpill frá Neðri-Vindheimum - lið 3
13. Jóhanna H Friðriksdóttir og Húni frá Stóru-Ásgeirsá - lið 3
14. Eline Manon Schrijver og Hávar frá Hofi - lið 4
15. Ingunn Reynisdóttir og Svipur frá Syðri-Völlum - lið 2
16. James Faulkner og Úlfur frá Fjalli - lið 3
17. Sverrir Sigurðsson og Rammur frá Höfðabakka - lið 1
18. Tryggvi Björnsson og Óðinn frá Hvítárholti - lið 1
19. Halldór P Sigurðsson og Stella frá Efri-Þverá - lið 1
20. Einar Reynisson og Taktur frá Varmalandi - lið 2
21. Björn Einarsson og Vaskur frá Litla-Dal - lið 1
22. Pálmi Geir Ríkharðsson og Heimir frá Syðri-Völlum - lið 2
23. Herdís Einarsdóttir og Kasper frá Grafarkoti - lið 2
24. Elvar Einarsson og Smáralind frá Syðra-Skörðugili - lið 3
25. Jóhann B Magnússon og Hvirfill frá Bessastöðum - lið 2
26. Elvar Logi Friðriksson og Kaleikur frá Grafarkoti - lið 3
27. Jóhann Albertsson og Tvistur frá Hraunbæ - lið 2
Eftir æsilega keppni í smala á Blönduósi er staða liðakeppninnar eftirfarandi:
- 1. sæti: Lið 1 (Hvammstangi, Hrútafjörður og Miðfjörður) með 64,5 stig
- 2. sæti: Lið 2 (Vatnsnes og Vesturhóp) með 58,5 stig
- 3. sæti Lið 3 (Víðidalur) með 52 stig
- 4. sæti Lið 4 (Austur-Húnavatnssýsla) með 47 stig
09.03.2010 12:14
Lokaskráningardagur í dag í Húnvetnsku liðakeppninni - fimmgangur
Smá upprifjun á því hvað liðsstjórarnir eru flottir :)
Lokaskráningardagur er í dag 9. mars. Skráning er hjá Kollu á mailið: kolbruni@simnet.is.
Skráningargjald er 1.500.- fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri.
Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.
Aðgangseyrir er 1.000.- og frítt fyrir 12 ára og yngri.
Meira um mótið hér.
Mótanefnd
09.03.2010 08:44
Hrossaræktendur
Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka V -Hún. verður haldinn á Gauksmýri Þriðjudaginn 16. mars n.k. kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin.
08.03.2010 19:41
úrslit grunnskólamóts
og auðvitað þökkum við öllum fyrir þátttökuna, komuna og svo auðvitað öllu fólkinu sem hjálpaði okkur í því að gera þetta að veruleika hérna.
En hérna koma úrslitin
Fegurðarreið 1.-3. bekkur | |||||
knapi | skóli | hestur | einkunn forkeppni | einkunn úrslit | |
1 | Lilja María Suska Hauksdóttir | Hún | Ljúfur frá Hvammi ll | 5,5 | 6 |
2 | Guðný Rúna Vésteinsdóttir | Var | Blesi frá Litlu-Tungu ll | 5,5 | 5,5 |
3 | Jódís Helga Káradóttir | Var | Pókemon frá Fagranesi | 4,5 | 5 |
4 | Magnús Eyþór Magnússon | Árs | Katla frá Íbishóli | 4,5 | 4,5 |
5 | Lara Margrét Jónsdóttir | Hún | Varpa frá Hofi | 4,5 | 4 |
Tvígangur/þrígangur 4.-7.bekkur | |||||
knapi | skóli | Hestur | einkunn forkeppni | einkunn úrslit | |
1 | Viktoría Eik Elvarsdóttir | Var | Smáralind frá Syðra-Skörðugili | 5,5 | 7,2 |
2 | Ásdís Ósk Elvarsdóttir | Var | Hafþór frá Syðra-Skörðugili | 5,8 | 6,7 |
3 | Sigurður Bjarni Aadengard | Blö | Óviss frá Reykjum | 5,8 | 6,3 |
4 | Guðmar Freyr Magnússon | Árs | Frami frá Íbishóli | 5,5 | 6 |
5 | Freyja Sól Bessadóttir | Var | Blesi frá Litlu- Tungu ll | 5,6 | 5,7 |
Fjórgangur 8.-10.bekkur | |||||
Nafn | skóli | Hestur | forkeppni einkunn | einkunn úrslit | |
1 | Bryndís Rún Baldursdóttir | Árs | Aron frá Eystri-Hól | 6,1 | 6,8 |
2 | Jón Helgi Sigurgeirsson | Var | Bjarmi frá Enni | 5,6 | 6,5 |
3 | Jóhannes Geir Gunnarsson | Hvt | Þróttur frá Húsavík | 5,7 | 6 |
4 | Fríða Marý Halldórsdóttir | Hvt | Sómi frá Böðvarshólum | 5,3 | 5,7 |
5 | Steindóra Ólöf Haraldsdóttir | Árs | Máni frá Árbakka | 5,3 | 5,6 |
6 | Ragnheiður Petra | Árs | Muggur frá Sauðárkróki | 5,3 | 5,3 |
Skeið 8.-10. bekkur | |||||
Knapi | skóli | bekkur | hestur | timi 1 | timi 2 |
1 Fríða Marý Halldórsdóttir | Hvt | 10.b | Stígur frá Efri-Þverá | 3,94 | 4,15 |
2 Kristófer Smári Gunnarsson | Hvt | 8.b | Kofri frá Efri-Þverá | 5,47 | 4,95 |
3 Jón Helgi Sigurgeirsson | Var | 9.b | Náttar frá Reykjavík | 5,59 | 5,03 |
4 Steindóra Ólöf Haraldsdóttir | Árs | 10.b | Gneysti frá Yzta-Mói | X | 5,19 |
5 Sara María Ásgeisdóttir | Var | 9.b | Jarpblesa frá Djúpadal | X | 6,53 |
Þá standa stigin í keppninni svona:
Varmahlíð | 30 |
Ársskóli | 26 |
Grsk. Húnaþingsvestra | 22 |
Húnavallaskóli | 21 |
Blönduskóli | 8 |
það má með sanni að segja að það verður gaman að fylgjast með áframhaldinu af keppninni þar sem keppnin er mjög jöfn og skkemtileg.... og krakkarnir munu án efa mæta tilbúin í hörku keppni :)
Smalinn er næsta mót og verður á Blönduósi 21.mars. fjölmennum og fylgjumst með framtíðarknöpunum okkar.