Færslur: 2010 Apríl

30.04.2010 08:48

Ungfolasýningin í dag


Ungfolasýning (stóðhestasýning) verður haldin á vegum Hrossaræktarsamtaka V-Hún í dag, föstudaginn 30. apríl og hefst kl. 20.00 í Þytsheimum á Hvammstanga.

2ja vetra hestar:

1.
Hvinur IS2008156500
frá Blönduósi, gráskjóttur

F: Álfur frá Selfossi

M: Hríma frá Blönduósi

Eig. Jónas Hallgrímsson, Ásgeir Blöndal og Tryggvi Björnsson.


2.Vörður IS2008155465 frá Sauðá, rauðblesóttur glófextur

F: Grettir frá Grafarkoti

M: Orka frá Sauðá

Eigendur: Ellert Gunnlaugsson, Fanney Dögg Indriðadóttir og Elvar Logi Friðriksson


3.Straumur IS2008155380 frá Súluvöllum ytri, rauðblesóttur

F: Kraftur frá Efri-Þverá

M: Rispa frá Ragnheiðarstöðum

Eigandi: Halldór Jón Pálsson


4. Kimi IS2008155418 frá Grafarkoti,brúnskjóttur

F:Gammur frá Steinnesi

M: Kímni frá Grafarkoti

Eigandi: Herdís Einarsdóttir og Indriði Karlsson


5. Frakkur IS2008155351 frá Höfðabakka, rauðskjóttur

F: Álfur frá Selfossi

M: Freysting frá Höfðabakka

Eigendur: Sverrir Sigurðsson og Sigrún Þórðardóttir

3ja vetra hestar:

1. Bassi  IS2007155050 frá Efri-Fitjum, brúnn

F: Aron frá Strandarhöfði

M: Ballerína frá Grafarkoti

Eigendur: Gunnar Þorgeirsson og Gréta B. Karlsdóttir

 

2. Hugi IS2007155263 frá Síðu, jarpskjóttur

F:Klettur frá Hvammi

M: Abbadís frá Síðu

Eigandi: Steinbjörn Tryggvason


3. Dynkur  IS2007137218 frá Borgarlandi, fífilbleikur
F: Dynur frá Hvammi
M: Freydís frá Borgarlandi

Eigendur Kolbrún Grétarsdóttir og Ásta Sigurðardóttir

4. Jaki IS2007155267 frá Síðu, rauðstjörnóttur

F: Vökull frá Síðu

M: Saga frá Syðra-Langholti

Eigandi : Jón Viðar Viðarsson


5. Glotti IS2007155268 frá Síðu, fífilbleikur blesóttur

F: Vökull frá Síðu

M: Arndís frá Síðu

Eigendur: Jón Viðar Viðarsson og Steinunn Egilsdóttir

6. Morgunroði IS2007155501 frá Gauksmýri, rauðtvístj.

F: Roði frá Múla

M: Svikamylla frá Gauksmýri

Eigandi Sigríður Lárusdóttir


7. Samverji IS2007155419 frá Grafarkoti, rauðtvístj, hringeygður

F: Grettir frá Grafarkoti

M: Sameign frá Sauðárkróki

Eigandi Herdís Einarsdóttir og Indriði Karlsson

4ra vetra hestar:

1.Illugi IS2006155181frá Þorkelshóli, brúnstjörnóttur
F: Platon frá Þorkelshóli
M: Ísold frá Neðra-Vatnshorni

Eigendur Krístín Lundberg og Kolbrún Grétarsdóttir

2.Magni IS2006137316 frá Hellnafelli, brúnn
F: Gígjar frá Auðholtshjáleigu
M: Sóley frá Þorkelshóli

Eigendur Kolbrún Grétarsdóttir og Kristján Magni Oddsson

30.04.2010 08:28

Æskan og hesturinn - frestað



Vegna hóstapestar í hrossum sem nú gengur yfir, verðum við að fresta sýningunni Æskan og Hesturinn sem halda átti laugardaginn 1. maí n.k. í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki, um óákveðinn tíma.


Stjórn Æskan og Hesturinn

29.04.2010 14:03

Æskulýðssýning í dag

Æskulýðssýning krakkanna okkar í Þyt verður haldin
í dag kl. 18.00 í Þytsheimum


Fjölmennum nú öll og eigum skemmtilega stund með krökkunum. Þau eru búin að leggja sig mikið fram við allskonar atriði og verður gaman fyrir þau að sýna hvað í þeim býr hér heima fyrir. Á laugardaginn skundum við svo á Sauðárkrók á Æskan og Hesturinn með 3 atriði og verður án efa mikið fjör....

Vonumst til að sjá ykkur sem flest á sýningunni í dag.
Mætum og styðjum krakkana okkar ;)

kv. Æskulýðsnefnd

29.04.2010 08:58

Kynbótasýning á Blönduósi 6. og 7. maí 2010


Vegna hættu á útbreiðslu á veirusýkingu í hrossum hefur verið ákveðið að halda kynbótasýningu á Blönduósi fimmtudaginn 6. maí og yfirlitssýningu að morgni föstudags 7. maí. Ef skráningar gefa tilefni til verður miðvikudegi 5. maí bætt við.
Tekið er á móti skráningum hjá Búnaðarsambandinu á Blönduósi á netfanginu  rhs@bondi.is eða í síma 451-2602 / 895-4365.
Síðasti skráningardagur er mánudagur 3. maí.
Sýningargjald er 14.500 kr en 10.000 ef bara er annað hvort byggingadómur eða reiðdómur og þarf að greiðast samhliða skráningu inn á reikning 307-26-2650 á kt: 471101-2650 og senda kvittun á netfangið rhs@bondi.is  með upplýsingum um fyrir hvaða hross er verið að greiða. 
Munið að kynna ykkur reglur um einstaklingsmerkingar, járningar, blóðsýni, dna-sýni og spattmyndir.

Nánari upplýsingar um tímasetningar verða á heimasíðu Búnaðarsambandsins www.rhs.is
Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda

28.04.2010 14:23

Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna - breytt dagsetning

Ákveðið hefur verið að færa Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna sem átti að vera dagana 5.-8. ágúst aftur um eina viku og verður það því 12.-15. ágúst. Ástæða þessa er beiðni frá Landssambandi Hestamanna (LH) þar sem Norðurlandamótið í hestaíþróttum er dagana 4.-8 ágúst og hefði því skarast á við Íslandsmótið. 

Þess má geta að hætt var við að halda Unglistarhátíðina eldur í Húnaþingi á sama tíma og Íslandsmótið þannig að þessi breyting hefur engin áhrif á þá hátíð. Sú ákvörðun hafði einnig áhrif á að hestamannafélagið Þytur varð við þessari beiðni LH.

Íslandsmótið verður því haldið dagana 12.-15. ágúst á félagssvæði hestamanna á Hvammstanga.


Stjórn Þyts

27.04.2010 10:52

Ungfolasýning

Ungfolasýning (stóðhestasýning) verður haldin á vegum Hrossaræktarsamtaka V-Hún föstudaginn 30. apríl nk og hefst kl. 20.00 í Þytsheimum á Hvammstanga.

Keppt verður í þrem flokkum:
2ja vetra hestar - hesturinn uppstilltur fyrir byggingardóm og látinn hlaupa um reiðhöllina.
3ja vetra hestar - hesturinn uppstilltur fyrir byggingardóm og látinn hlaupa um reiðhöllina.
4ra vetra hestar - hesturinn uppstilltur fyrir byggingardóm og látinn hlaupa um reiðhöllina eða sýndur í reið.

Dómari verður Eyþór Einarsson.
Skráningargjald er 1.500 á hest og greiðist á staðnum. Við skráningu þarf að koma fram nafn hests og númer. Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 28.apríl. Skráning hjá Loga í síma 848-3257 eða Jóa Alberts í síma 869-7992 eða senda skráningu á netfangið gauksmyri@gauksmyri.is

Hrossaræktarsamtök V-Hún

27.04.2010 10:07

Tekið til kostanna


Horfa á myndband


Húnvetnsku Dívurnar fóru norður á Tekið til kostanna, video af atriðinu má sjá hér að ofan. Fleiri Þytsfélagar tóku þátt í sýningunni, Tryggvi Björnsson sýndi gæðinginn Braga frá Kópavogi í lokaatriði sýningarinnar.

 
mynd Reiðhöllin Svaðastaðir

Fanney Dögg Indriðadóttir sýndi svo Stuðul frá Grafarkoti í Klárhestaatriði, Svavar Hreiðarsson sýndi í atriði sem var skeiðmunsturreið og var það mjög flott. Fólk tók andköf þegar kapparnir sem voru Elvar, Maggi Magg, Ingólfur Helga og Svabbi Hreiðars stilltu sér upp í vesturenda hallarinnar og lögðu á skeið og þutu allir fjórir saman út um hurðina á höllinni.

Fullt af myndum eru komnar inn á facebooksíðu Reiðhallarinnar Svaðastaðir og skemmtileg umfjöllun um sýninguna er á heimasíðu Stíganda.
   

26.04.2010 19:34

Æskulýðssýning

Nú er komið að því!!!

Æskulýðssýning krakkanna okkar í Þyt verður haldin
fimmtudaginn 29. apríl næstkomandi (næsti fimmtudagur)
kl. 18.00 í Þytsheimum

Fjölmennum nú öll og eigum skemmtilega stund með krökkunum.
Þau eru búin að leggja sig mikið fram við allskonar atriði og verður gaman fyrir þau að sýna hvað í þeim býr hér heima fyrir.

á laugardaginn skundum við svo á Sauðárkrók á Æskan og Hesturinn með 3 atriði og verður án efa mikið fjör....

Vonumst til að sjá ykkur sem flest á sýningunni á fimmtudaginn
mætum og styðjum krakkana okkar

kv. Æskulýðsnefnd



Myndir af Leikjadeginum má sjá á heimasíðu Hvammstangabloggsins og hér inn í myndaalbúmi

23.04.2010 08:45

Tekið til kostanna

Það er gaman að segja frá því að á sýningunna Tekið til kostanna munu heimasæturnar á Dýrfinnustöðum þær Ingunn og Björg mæta sérdeilis vel ríðandi. Reiðskjótar þeirra eru gæðingarnir og hestagullin Hágangur frá Narfastöðum og Gustur frá Hóli sem er í feikna formi.

Það er greinilegt að Gustur fær gott atlot hjá Ingólfi bónda á Dýrfinnustöðum því klárinn lítur glæsilega út og er unun að sjá hann dans um með miklum hreyfingum hjá Ingunni dóttur Ingólfs.Dagskrá sýningarinnar er nú fullmótuð og stefnir í skemmtilega og flotta sýningu. Í fyrsta sinn í heiminum verður riðin munsturreið á fljúgandi skeiði en það eru knáir skeiðreiðarmenn úr Skagafirði undir stjórn Elvars E. Einarssonar sem það sýna.

Börn og unglingar úr vetrarstarfi hestamannafélagana í Skagafirði munu sýna flott munsturatriði einnig verða nemendur frá Hólaskóla með glæsileg munsturatriði. Ekki má gleyma hinum stórglæsilegu húnvetnsku Dívum sem koma með enn eitt glæsiatriðið eins og þeim er einum lagið. Sýningin byrjar kl: 20:30 á laugardagskvöldið í reiðhöllinni Svaðastaðir. Forsala miða er í reiðhöllinni og kostar miðinn 2500.- krónur.

Dagskrá Tekið til kostanna 2010.
Heimasæturnar á Dýrfinnustöðum
Vetrarstarf Léttfeta - Atriði 1

Kynbótahross

Reiðkennaraefni Hólaskóla

Katla-Hervör og Christina

Munsturreið á skeiði

Sumarsveifla

Klárhross

Prúðbúnar dömur

Gola og Heiðrún

Hlé 20 mín

Skeiðkeppni

Léttisfélagar

Penni frá Glæsibæ

Vetrarstarf Léttfeta - Atriði 2

Alhliðahross

Die Sensenfrauen (Hólanemar 1.ár)

Íþróttamenn Skagafjarðar

Húnvetnsku Dívurnar

Bragi og Tryggvi



Kveðja Eyþór Jónasson reiðhöllinni Svaðastaðir.

21.04.2010 13:05

Vorsýningu kynbótahrossa á Króknum

Gert er ráðfyrir að dómar hefjist kl:11:30 á föstudaginn 23. apríl.  Sýningunni hefur verið skipt í 2 holl, þar sem 27 hross er nú skráð til leiks.  Eftir að fyrra holli líkur verður tekið stutt kaffihlé og má því reikna með að seinna hollið byrji um kl: 16:00.   Yfirlitssýning hefst kl: 10:00 að laugardagsmorgni.  Í framhaldi af henni tekur við dagskrá Tekið til kostanna í reiðhöllinni.  Á stórsýningunni um kvöldið verður síðan verðlaunaafhending fyrir 5 efstu hross kynbótasýningarinnar.  En sú hefð hefur skapast á þessari sýningu að verðlauna aðeins 5 hæstu hrossin samkvæmt aðaleinkunn, burt séð frá aldri og kyni vegna þess hve fátt er í hverjum flokki. 
Knöpum er bent á að á brautinni hefur verið afmarkaður 200 metra kafli sem á að nægja til þess að sýna gangtegnundirnar og þá á að vera góður kafli til þess að hægja niður og snúa við í báðum endum án þess að þurfa að fara úr brautinni.  Þess má geta að í vinnureglum kynbótadómara er kveðið á um að:
 
" Ef hrossi er riðið hvað eftir annað lengra en afmörkun brautar segir til um, getur það haft áhrif á vilja/geðslagseinkunn. Veður útlit er ágætt á þessari stundu fyrir föstudaginn, hestakosturinn spennandi og því er útlitið gott fyrir þessa fyrstu kynbótasýningu ársins.

Vorsýning kynbótahrossa Sauðárkróki - Föstudagur 23. apríl 2010 Hefst kl:11:30
 
Hross/uppruni Sýnandi
1 Þruma frá Holtsmúla B Elvar Einarsson
2 Ópera frá Víðidal  B Pétur Stefánsson
3 Svartadís frá Berglandi I  B Friðgeir Jóhannsson
4 Heljar frá Syðri-Hofdölum  B Elvar Einarsson
5 Flauta frá Víðidal  B Pétur Stefánsson
6 Þekla frá Hólum Tryggvi Björnsson
7 Sóldís frá Svertingsstöðum Elvar Einarsson
8 Sýn frá Grafarkoti Fanney D. Indriðadóttir
9 Glóð frá Gauksstöðum Egill Bjarnason
10 Kaleikur frá Grafarkoti Elvar L. Friðriksson
11 Brimrún frá Efri-Fitjum Tryggvi Björnsson
12 Súld frá Svertingsstöðum Elvar Einarsson
13 Syrpa frá Hrísum Fanney D. Indriðadóttir
14 Risna frá Reykjum Barbara Wenzl
15 Sóldögg frá Efri-Fitjum Tryggvi Björnsson
16 Litla-Jörp frá Fremri-Gufudal Styrmir Sæmundsson
 
Kaffi 

1 Birta frá Sauðadalsá Elvar L. Friðriksson
2 Brimkló frá Efri-Fitjum Tryggvi Björnsson
3 Bylting frá Bessastöðum Jóhann Magnússon
4 Snót frá Horni Hanna Zhange
5 Vafi frá Ysta-Mói Magnús B. Magnússon
6 Gautrekur frá Torfastöðum Hekla K. Kristinsdóttir
7 Hildigunnur frá Kollaleiru Tryggvi Björnsson
8 Abba frá Hjarðarhaga Mette Mannseth
9 Orka frá Sauðá Fanney D. Indriðadóttir
10 Ríkey frá Syðri-Völlum Pálmi G. Ríkharðsson
11 Penni frá Glæsibæ Tryggvi Björnsson
 
B = Eingöngu byggingadómur

21.04.2010 11:38

Tekið til kostanna


Nú fer senn að líða að stórsýningunni Tekið til kostanna sem verður haldin daganna 23-24. apríl næst komandi í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki.

Dagskráin er sú að á föstudaginn er kl: 13:00 kynbótasýning á félagsvæði hestamannafélagsins Léttfeta sem er við hlið reiðhallarinnar. Um kvöldið kl:20:30 er generalprufa fyrir sýninguna Tekið til kostanna, en ekki koma öll atriðin sem verða á laugardag í prufuna. Aðgangur að generlaprufunni er opin og kostar 500.- krónur inn. Á laugardag byrjar dagskráin með yfirlitssýningu kynbótahrossa kl: 10:00. Kl: 13:00 er kennslusýning reiðkennarabrautar háskólans á Hólum. Um kvöldið kl:20:30 er stórsýningin TEKIÐ TIL KOSTANNA og verða þar mörg mjög spennandi og virkilega góð atriði. Aðgangseyrir er 2500.- krónur og er frítt fyrir 12. ára og yngri.

Þess má geta að meira en helmingur atriða á sýningunni eru vel æfð og flott munsturatriði sem koma víða að, td frá Þyti koma Dívurnar.



Í sólóatriði verður stórgæðingurinn og tvöfaldir Landsmóts sigurvegarar Gola frá Ysta-Gerði og knapi hennar Heiðrún Ósk Eymundsdóttir. Gola er á sextánda aldursári orðin hvít og flott, hún er geld þetta árið og var tekin til þjálfunar og hefur víst aldrei verið betri en nú. Annar stórgæðingur verður einnig í sólóatriði en það er Bragi frá Kópavogi og knapi hans Tryggvi Björnsson. Gæðingshryssurnar Þóra frá Prestbæ og Vænting frá Brúnastöðum munu þeytast um höllina en báðar eru með mjög háan hæfileikadóm og verður gaman að sjá þær leika listir  sínar.

www.feykir.is

20.04.2010 16:51

Æskulýðssýningu frestað

Vegna óviðráðanlegra ástæðna verðum við því miður að fresta æskulýðssýningunni sem við ætluðum að hafa á
sumardaginn fyrsta (22.apríl)

Nýr sýningartími verður auglýstur von bráðar.

Hugmyndir hafa vaknað um að hafa leikjadag hjá æskulýðsnefndinni í stað sýningar á sumardaginn fyrsta en það verður auglýst nánar með tölvupósti.

kv. Æskulýðsnefnd

18.04.2010 22:23

Fylfullum merum bjargað undan öskunni


Ótrúlegt sjónarspil. Fylfullar merar á flótta undan öskufallsskýinu. Myndir: Rakel Ósk Sigurðardóttir
Ótrúlegt sjónarspil. Fylfullar merar á flótta undan öskufallsskýinu. Myndir: Rakel Ósk Sigurðardóttir

Rakel Ósk Sigurðardóttir, verðlaunaljósmyndari Birtíngs, var á öskufallsslóðum undir Eyjafjallajökli í gær. Meðfylgjandi myndir tók Rakel Ósk af fylfullum merum sem verið var að bjarga undan drungalegu öskufallsskýi eldgossins.

Rakel Ósk fékk þær upplýsingar að þarna hafi verið að reka merarnar í vestur undan öskufallinu eftir að dýralæknir hafði skoðað þær við prestssetrið í Holti.

Eigendunum var tjáð af dýralækni að ef þeim yrði ekki komið undan væru þær í bráðri lífshættu. Þessa smölun festi Rakel á filmu og eins og sjá má er útkoman gríðar sterk.

Myndir Rakelar Óskar hafa vakið verðskuldaða athygli og prýðir ein af myndum hennar til að mynda forsíðu sænska dagblaðsins Göteborgs-Posten í dag.

Rakel var verðlaunuð fyrr á þessu ári fyrir ljósmynd og myndaröð ársins 2009.


Ótrúlegt sjónarspil. Fylfullar merar á flótta undan öskufallsskýinu.

Ótrúlegt sjónarspil. Fylfullar merar á flótta undan öskufallsskýinu. Myndir: Rakel Ósk Sigurðardóttir.

Höfundur: Sigurður Mikael Jónsson

  • Smella má á myndirnar hér til að sjá þær stærri.

     


/dv.is / hestafrettir.is

18.04.2010 19:31

Grunnskólamót - úrslit

Í dag lauk keppni í hestaíþróttum grunnskólanna á Norðvesturlandi.
Keppt var í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og var hin besta skemmtun. Alls voru 57 þátttakendur á mótinu en keppt var í fegurðarreið 1.-3. bekkur, tölt 4.-7. og 8.-10. bekkur og skeið 8. -10. bekkur. Keppt er um veglegan farandbikar og mættu krakkarnir í Varmahlíðarskóla galvösk til að verja titilinn frá fyrra ári sem þau og gerðu. Í öðru sæti varð Húnavallaskóli og Árskóli í því þriðja.  Í lok móts var stigahæstu knöpum vetrarins veitt verðlaun, en þau eru: Guðný Rúna Vésteinsdóttir, Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Stefán Logi Grímsson. Úrslit í hverjum flokki urðu eftirfarandi:

Úrslit urðu eftirfarandi:
Fegurðareið 1.til 3.bekkur
1.Guðný Rúna Vésteinsdóttir á Blesa frá Litlu-Tungu 2        Varmahlíðarskóli
2.Lara Margrét Jónsdóttir á Vörpu frá Hofi                              Húnavallaskóli
3.Jón Hjálmar Ingimarsson á Flæsu frá Fjalli                      Varmahlíðarskóli
4. Hólmar Björn Birgirsson á Tangó frá Reykjum                     Grunnskóli Austan Vatna
5.-6.Ásdís Freyja Grímsdóttir á Funa frá Þorkelshóli               Húnavallaskóli
5.-6.Guðmunda Góa Haraldsdóttir á Mána frá Árbakka           Árskóli

Tölt 4.til 7.bekkur
1.Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Mön frá Lækjarmóti                     Varmahlíðarskóli
2.Ingunn Ingólfsdóttir og Hágangur frá Narfastöðum               Varmahlíðarskóli
3.Guðmar Freyr Magnússon og Frami frá Íbishóli                      Árskóli
4.Sigurður Bjarni Aadnegard og Þokki frá Blönduósi                 Gr,Blönduósi
5.Rakel Eir Ingimarsdóttir og Smáralind frá S.-Skörðugili       Varmahlíðarskóli

Tölt 8.-10.bekkur
1.Eydís Anna Kristófersdóttir og Spyrna frá Syðri-Reykjum     Gr.Húnaþings Vestra
2.Elínborg Bessadóttir og Blesi frá Litlu-Tungu                     Varmahlíðarskóli
3.Stefán Logi Grímsson og Tvinni frá Sveinsstöðum                Húnavallaskóli
4.Katarína Ingimarsdóttir og Johnny Be Good frá Hala         Varmahlíðarskóli
5.Helga Rún Jóhannsdóttir og Akkur frá Nýjabæ                    Gr.Húnaþings Vestra
6.Friðrik Andri Atlason og Perla frá Kvistum                         Varmhlíðarskóli

Skeið 8.-10.bekkur
1.Fríða Marý Halldórsdóttir og Stígur frá Efri-Þverá                    Gr.Húnaþings Vestra

2.Stefán Logi Grímsson og Hávar frá Hofi                                 Húnavallaskóli
3.Steindóra Ólöf Haraldsdóttir og Gneisti frá Ysta-Mói               Árskóli
4.Ingibjörg Lóa Hjaltadóttir og Kráka frá Starrastöðum          Varmahlíðarskóli
5.Ragnheiður Petra Óladóttir og Hrekkur frá Enni                      Árskóli
        


Myndir inn á heimasíðu Bessastaða.

18.04.2010 13:17

Áríðandi tilkynning til eigenda útigangshrossa



Eigendur útigangshrossa um allt land þurfa að búa sig undir verja hross sín fyrir  öskufalli. Of seint er að bregðast við eftir að umtalsvert öskufall er skollið á.

Miðað við veðurspá fyrir næstu daga er mest hætta á öskufalli í Rangárvallasýslu en hrossaeigendur á öllu suður- og suðausturlandi þurfa að vera í viðbragðsstöðu.

Þar sem mikið öskufall verður er hrossum bráð hætta búin af því að anda að sér öskunni, drekka mengað vatn og éta hana í sig með menguðu fóðri. Því þarf að hýsa öll hross á þeim svæðum. Sé það ekki hægt þarf að flytja þau á öruggari svæði.

Forðast skal þó flutninga á fylfullum hryssum, einkum af innan við mánuður er í köstun. Sé ekki hægt að hýsa þær með góðu móti skal þeim haldið heim við hús þar sem hægt er að vatna þeim með hreinu vatni og verja fóður fyrir mengun.

Skapist hætta á langvarandi flúormengun er mikilvægast er að verja trippi í vexti því þeim er hættast við  varanlegu tjóni á tönnum og beinum. Þá er fylfullum hryssum sérlega hætt við kalkskorti í blóði sem er lífshættulegt ástand.

Matvælastofnun.

Flettingar í dag: 1605
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 1432
Gestir í gær: 147
Samtals flettingar: 1445436
Samtals gestir: 75972
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 18:20:59