Færslur: 2010 Apríl

04.04.2010 09:45

Húnvetnska liðakeppnin - tölt

Lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar verður föstudaginn 9. apríl nk. Keppt verður í tölti í

unglingaflokki, 2.flokki og 1.flokki. Skráningu skal senda á kolbruni@simnet.is og þarf að vera lokið á miðnætti þriðjudaginn 6. apríl. Fram þarf að koma nafn knapa, nafn hests, litur, aldur, ætt, fyrir hvaða lið og uppá hvora hönd þið viljið byrja. Prógrammið er venjulegt, þ.e. 1 hringur hægt tölt snúa við 1 hringur hraðabreytingar og 1 hringur fegurðartölt.

Skráningargjald þarf að greiðast áður en mótið hefst á reikningsnúmer: 1105-15-200343 kt. 550180-0499


Aðgangseyrir: 1.000 kr

Skráningargjald: 1.500 kr. fullorðnir 500 kr börn og unglingar.

Hvaða lið tekur fyrsta sætið í liðakeppninni?

Hverjir vinna einstaklingskeppnirnar?

Komdu og fylgstu með spennandi keppni, sjoppa á staðnum !!



Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar

Flettingar í dag: 464
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4713
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 2236694
Samtals gestir: 91643
Tölur uppfærðar: 31.8.2025 02:35:17